Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Qupperneq 170
1965 — 168 —
Rorschach
7 W 20 F + 1 H F% :81
18 D 10 F— 13 Hd F+ % :87
5 Dd 2 FC 8 A A% :40
1 Dd-D 1 CF 7 Ad P:6
4 Dzw 1 FY 5 Obj. oM:2C
2 Ddzw 3 YF 2 Pl. 1 Ggr. Sv. :37
Of fá W og fulllágur F + % sýna slæma nýtingu greindar, þegar
miðað er við I. Q. 123. Þó er það ekki þannig, að sj. hengi sig óeðlilega
mikið í aukaatriði eða að um alltof yfirborðslega formskynjun sé að
ræða. Öllu fremur víkur hann gjarnan af vegi eðlilegrar skyntúlkunar
og yfir í form, sem hefur á sér paranoid-schizoid blæ. Þetta er rétt
að setja í samband við ástand tilfinningalífsins, eins og það birtist
í prófinu. Sj. virðist ekki hafa tiltakanlega bældar tilfinningar, en
þær eru allmjög litaðar af kvíða, og hann virðist ekki hafa lag á því
(e. t. v. vegna kvíðans) að tjá tilfinningar sínar í samskiptum við
fólk, enda þótt hann muni varla eiga erfitt með að mynda yfirborðsleg
kynni.
Hér virðist þannig vera um jafnvægislítinn mann að ræða og all-
mjög einangraðan, sem á ytra borði og í venjulegu dagfari sést lítið
athugavert við. Innra fyrir ríkir mikil spenna, og hugmyndaflug hans
er að vissu leyti auðugt og sérkennilegt, en jafnframt í lausum tengslum
við raunveruleikann og hneigist í paranoid-schizoid átt. Grundvöllur
er fyrir því, að við tiltölulega væga provokation (andlegt álag,
hræðslu, áfengisneyzlu o. fl.) geti venjulegar hömlur brostið, og að
sj. kunni þá að segja skilið við raunveruleikann og hegða sér á psychot-
iskan hátt.
Bender-próf: Niðurstaða þessa prófs staðfestir sumt af því, sem
áður er sagt. Prófið er vel af hendi leyst, og engar skekkjur í form-
túlkun eða formskynjun koma fram. Sýnir það, að þegar sj. er sæmi-
lega rólegur og í sínu venjulega ástandi, muni einskis óvenjulegs eða
afbrigðilegs gæta í hegðun hans. Próf þetta rennir heldur engum stoðum
undir organiskar truflanir. Einu breytingarnar, sem fyrir komu í
lausnum, flokkast undir „Work over“ og „touch up“. Athyglisvert er,
að þetta eru þær breytingar, sem taldar eru sérkenni paranoid sjúklinga.
En þess ber að geta, að hér eru breytingarnar svo litlar, að þær nægja
ekki sem diagnostiskt criterium, gefa einungis ábendingar um tilhneig-
ingu.
Viðtal vi'ð sj. I nokkrum viðtölum við sj. komu eftirfarandi upplýs-
ingar fram. Hann var samvinnugóður og heiðarlegur og virtist ekki
eiga sérstaklega erfitt með að gera grein fyrir sjálfum sér. Hann lýsti
atvikum að íkveikjunni þannig: Hann átti eina whisky-flösku og drakk