Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Síða 173
— 171 —
1965
drengur. Auk framangreinds komu fram í þessu viðtali tvær upplýsing-
ar, sem ekki voru áður komnar.
Þegar sj. var 10 ára gamall, var hann sendur í sveit í fyrsta sinn.
Þegar komið var að heimsækja hann eftir nokkra dvöl, kom í Ijós, að
hann var látinn sofa einn úti í hlöðu. Hann var titrandi af hræðslu
á hverri nóttu, og hafði þetta þau áhrif á hann, að í heilt ár á eftir
var hann haldinn enuresis noct.
Fyrir ca. þremur árum, þegar sj. vann í Landsbankanum, fór hann
í starfsmannaferðalag. Undir áhrifum áfengis gekk hann burt frá sam-
ferðafólkinu og reyndi að suicidera með því að skera á púlsinn.
Systirin, sem er á líkum aldri og sj., virðist vera greind og heil-
brigð, og sé ég ekki ástæðu til að rengja neitt af því, sem hún sagði.
Niöurstaða: 23ja ára skrifstofumaður, sem gerzt hefur sekur um
íkveikjutilraunir undir áhrifum áfengis.
WlSC-próf sýnir ágæta greind (I. Q. 123). Rorschachpróf leiðir
í Ijós allmikið jafnvægisleysi með paranoid-schizoid einkennum, sem
venjulega munu vera dulin, en geta hæglega brotizt út undir álagi.
Bender-próf sýnir sömu tilhneigingar. Engin organisk einkenni voru
finnanleg við prófun.
I forsögu er getið um höfuðáverka, er sj. varð fyrir 12 ára og mun
einkum hafa haft áhrif á tilfinningajafnvægi hans og aðlögunarhæfni.
Ennfremur kemur þar fram tilhneiging til óraunhæfra draumóra og
áhugi á dulrænum fyrirbærum. Eitt paranoid atvik mun hafa komið
fyrir nýlega. Fyrir þremur árum suicidal tilraun undir áhrifum
áfengis.
Hér virðist því vera um að ræða mann með duldar psychotiskar til-
hneigingar og veikt ego, þannig að psychotisk hegðun getur hæglega
komið í ljós undir álagi. Ut frá rannsókninni er ekki unnt að taka af-
stöðu til, hvern þátt nefndur höfuðáverki mun eiga í þessu ástandi.
En ekki er útilokað, að sj. hafi vægar, diffus cortical lesionir — þótt
ekki sjáist þær við prófun, — sem draga úr viðnámsþrótti sj. og stuðla
að því, að psychotisk einkenni brjótast svo hæglega fram við ofneyzlu
áfengis."
Þá liggur fyrir vottorð ........... sálfræðings, dags. 16. október
1967. [Skýrsla þessi er faglega og efnislega samhljóða skýrslu.......
sálfræðings, dags. 28. apríl 1967, sem prentuð er hér að framan.]