Börn og menning - 01.09.2006, Page 14
12
Börn og menning
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Þetta er harður heimur, Einar Áskell!
-um Einar Áskei og stríðspabbann, með hliðsjón af nokkrum fyrri bókum um sænska
fyrirmyndarpiltinn.
Nýjasta bók Gunillu Bergström um Einar
Áskel, Einar Áskell og stríðspabbinn,
sem kom út í íslenskri þýðingu Sigrúnar
Árnadóttur hjá Máli og menningu fyrir
skömmu, er jafnframt sú bók sem befur
hvað alvarlegastan undirtón af öllum
bókunum um þennan geðþekka strák.
Bókin hefst á því að Einar Áskell kynnir nýjan
vin sinn fyrir lesendum. Hann heitir Hamdi og
er sennilega frá Afganistan. Áður en Hamdi
er kynntur til sögunnar er sagt: Þetta er Einar
Áskell, sex ára. Nú þekkir hann hermann!
Pilturinn Hamdi er því ekki í aðalhlutverki í
sögunni, heldur pabbi hans, hermaðurinn.
Þar bregst höfundur við samtíma
sínum og bregður upp mynd af manni
sem hefur reynslu af „alvöru strfði", þegar
stríð í bókum og kvikmyndum kaffæra allt.
Leikfangabæklingarnir fullir af KRASS og
KABÚMM og stríðssögurnar ótæmandi. En
maðurinn sem reynt hefur stríð þegir þunnu
hljóði. Þegar strákarnir biðja hann að segja
frá segir hann: „Stríð eru svo dapurleg að
það er ekki hægt að segja frá þeim. Það er
allt öðruvísi en í bíómyndum þar sem þeir
góðu sígra að lokum."
Og þá hlógu feðgarnir
Það er alls ekki sanngjarnt að segja að
boðskapur fyrri bókanna um Einar Áskel
hafi verið léttvægari en í Striðspabbanum,
en hann er kannski einfaldari og birtist
helst í því að flest snýr að daglegu lífi þeirra
feðga. Einar Áskell er breyskur drengur.
Hann lætur glepjast af ýmsu sem litlir drengir
láta glepjast af og hann hegðar sér ekki alltaf
eins og fyrirmyndarbarn. [ bókinni Góða
nótt Einar Áskell segir: „Hann er stundum
óþægur og stundum þægur. í kvöld er hann
óþægur. Það liggur illa á honum. Hann vill
ekki fara að sofa."
Einar Áskell hefur þreytt föður sinn
óskaplega með allskyns tiktúrum og frekju. Á
endanum sofnar pabbi á gólfinu og þá breiðir
Einar yfir hann og sýnir honum „föðurlega
umhyggju" þó að fyrst hristist hann af hlátri.
Hann getur þá haft yfirhöndina og segir góða
nótt við pabba sinn ... og já, þá fyrst getur
hann farið að sofa.
Bækurnar um Einar Áskel ieiða okkur
ennfremur fyrir sjónir að séu börnin stundum
óþæg, þá er fullorðna fólkið líka breyskt.
Pabbinn er ósköp góður pabbi og gallar
hans eru krúttlegir og sniðugir (fyrir utan
að hann strompreykir pípu og þambar bjór
framaní barninu, sem ekki telst góð latína
nútildags).
í bókinni Flýttu þér Einar Áskell hangir
hann við ýmislegt föndur þegar pabbi kallar á
hann í morgunmatinn. Pabbi er alveg að fara
á límingunum frammi í eldhúsi og segist ekki
þola krakka sem segja: Ég ætla bara - ætla
bara, í stað þess að flýta sér að gera eins og
þeim er sagt.
Þegar Eínar Áskell hefur tekið á sig rögg og
er búinn að öllu, kominn f fötin og tilbúinn í
leikskólann, þá er pabbi hans ennþá að lesa
blaðið og segir: „Ég ætla bara að Ijúka við
bla ..."
Þá tekur barnið sér hlutverk uppalandans
og segist ekki þola þetta „Ætla bara". Og
feðgarnir hlæja rækilega.
Flestar enda fyrri bækurnar á hlátri
feðganna - yfirleitt vegna þess að Einar
Áskell hefur yfirhöndina á einhvern máta.