Börn og menning - 01.09.2006, Page 18

Börn og menning - 01.09.2006, Page 18
16 Börn og menning Aðferðin sem höfundurinn notar til að teikna persónurnar minnir sumpart á aðferðina sem listamenn notuðu í Egyptalandi hinu forna þar sem þeir höfðu ekki enn uppgötvað hvernig hægt er að teikna líkamann þannig að fram komi rétt fjarvídd, það er þegar hlutir sem ekki liggja þvert á sjónlínu virðast styttri en þeir eru í raun og veru. Þá var hver líkamshluti teiknaðurfrá því sjónarhorni sem lýsti honum best, fæturnir og höfuðið sáust þá gjarnan á hlið en brjóstkassinn vísaði fram. Gunilla Bergström notar ekki ósvipaða aðferð við að teikna fólk sem gerir það að verkum að það verður flatt og rennur því saman við bakgrunninn, ekki ósvipað manninum á línunni sem margir kannast eflaust við úr stuttum teiknimyndum sem sýndar voru í Ríkissjónvarpinu á árum áður. Rými í myndunum En það er ekki þar með sagt að heimurinn sem hér birtist sé flatur, öðru nær. Myndunum er gefin fjarvídd með því að teikna persónur langt í burtu en þannig er iðulega búið til rými í myndunum og oft er um sérlega mikla víðáttu að ræða miðað við tilefnið. Blokkirnar í hverfinu hans Einars Áskels standa þannig oftast einmanalegar í hnapp á víðavangi og stofan heima hjá honum virðist risastór þegar pabbi hans gægist inn um gættina í órafjarlægð. Tilhneigingin til að teikna inn stór og auð rými með þessum hætti virðist ágerast eftir því sem tímanum líður og í nýrri bókunum er þetta mun meira áberandi. Stundum hverfur umhverfið jafnvel alveg og Einar Áskell stendur eftir einn í hvítri auðn

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.