Börn og menning - 01.09.2006, Síða 19

Börn og menning - 01.09.2006, Síða 19
Einar Áskell í mynd 17 á blaðsíðunni og man ekki hvað hann var að hugsa og er þá ekki staddur neinsstaðar. Nema auðvitað á hvítri blaðsíðu í bók, en þannig er lesandinn minntur á það hvar hann er sjálfur staddur og hvað hann er að gera. Þó að Einar Áskell og pabbi hans takist á við hversdagsleg vandamál sem margir kannast eflaust við úr eigin lífi er ekki hægt að segja að heimurinn sem birtist í myndunum endurspegli hversdagslega óreiðuna sem textinn vísar oft til þar sem feðgarnir eru ekki alltaf á sömu skoðun og endanlegar lausnir finnast ekki nærri því alltaf á vandamálum. Líf Einars Áskels er frumskógur kaótískra smáatriða eins og líf okkar flestra en tilveran sem birtist í myndunum virkar hinsvegar skipulögð, þar er mikið um hreinar línur og allt að því spartverskan hreinleika á stundum. Áhersla er lögð á samræmi forma og lita og oftar en ekki er aðeins það sýnt sem er nauðsynlegt fyrir framvinduna. Það er eins og hin hversdagslega tilvera víki smám saman fyrir línum og formum í myndunum sem verða sífellt stílfærðari. En þóað umhverfiðsé oftasteinhverskonar einföldun og hreinsun á raunveruleikanum eru undantekningar og þær birtast ekki síst í því þegar Einar Áskel dreymir dagdrauma en þá er heimurinn miklu litsterkari og stærri. Þá er eins og gefist innsýn inn í eitthvað sem gæti kallast hefðbundnari barnabókaheimur þar sem fantasían er ríkjandi, frumskógardýr og blómaskrúð þrengja sér inn í hversdagsleikann eitt augnablik. En líklegast er það þó einmitt hversdagurinn og einfaldleikinn í sameiningu sem heilla lesendur. Gunilla Bergström hefur sannað það svo um munar með bókunum um Einar Áskel. Höfundur er bókmenntafræðingur og leikmyndahönnuður

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.