Börn og menning - 01.09.2006, Page 26
24
Börn og menning
Blúbb! gerist bæði í mannheimum
og goðheimum en hinar sex gerast í
mannheimum þar sem goðsagan fléttast inn
í veruleikann. í sögunni Jörmun Gunnur tekur
goðsagan yfir og drekar ráða landinu.
Sögurnar Mistilteinn og Stanleyhamars-
heimt eru nútímaútgáfur af goðsögum.
Þórarinn vinnur með Þrymskviðu, þegar Þór
að ráði Loka klæddist kvenmannsfötum og
endurheimti hamarinn. Frásögn Þórarins er
fyndin og svo vel orðuð að það er eins og
hún segi sig sjálf. Myndasagan Mistilteinn
hefst á upprifjun Hödda á hvernig hann lét
Loka plata sig: „Ég hefði ekki átt að treysta
Loka eins og ég gerði. En ég var blindur.
blindur af aðdáun, blindaður af þrá eftir að
verða bestur....bestureinsog Baldur." (1).
Sagan snýst um íshokkí, frásögnin er skýr,
útlínur myndanna sterkar, engu ofaukið. í
lokin hleypur Höddi út úr sögunni, miður sín
af skömm. í goðsögunni gleymist Höður hinn
blindi, athyglin beinist að Baldri og Loka en
hér fær Höddi verðskuldaða samúð.
Heimdallur Gerðar Kristnýjar er önnur
misskilin persóna. í goðsögunum er hann
óttalegur auli þótt það sé aldrei sagt berum
orðum. Hvar var hann til dæmis með lúðurinn
þegar ragnarök brustu á? ( sögu Gerðar
er Heimdallur dálítið klaufalegur en mjög
indæll. Hann er ungur og tekur hlutina
ekki sem gefna, spyr til dæmis um jötnana
og vill vita hvort þeir séu vohdir. Svarið
sem hann fær er að ekki sé vitað hvort
þeir séu góðir. Heimdallur segir ekkert en
hann kaupir ekki svarið. Hann fellur því ekki
í gryfju ofsóknaræðis sem ríkir gagnvart
því óþekkta og í samskiptum við jötuninn
sýnir Heimdallur kærleik sem krefst meira
hugrekkis en árás. Óvinurinn skelfilegi reynist
barn sem hefur villst frá móður sinni og eftir
að hafa hjálpað Heimdalli finnur hana í lokin.
Á þessu lærir Heimdallur að ekki er allt vont
hinum megin.
Fleiri fá uppreisn æru. Tröll eru mjög gáfuð
segir langafi sögumannsins í 2093 og Jörmun
Gunnur í samnefndri sögu leiðréttir ímynd
barns Loka og Angurboðu, Miðgarðsormsins
„... en mér hafði alltaf fundist hann koma
dáldið illa út f norrænu goðsögunum,
..."(113). Miðgarðsormurinn er gæludýr
Jörmunar og staðgengill
látinnar móður hennar.
Hann og afkomendur
hans eru fallegir og
gáfaðir, illa lesið fólk
sem kann ekki að verjast
þeim sem á ekki skilið
að lifa frekar en kettirnir
í nágrenninu eða Þór,
leiðinlegi bekkjarfélagi
Jörmunar.
Krúnk og klístur
Húmorinn í Jörmun Gunni og fleiri
sögum er kaldhæðinn og líkamlegur í
anda fornbókmenntanna. Drekinn skríður
upp í rúm um nætur, ískaldur og
hreistraður og hjúfrar sig upp að útklóraðri
stelpunni. Hrafnarnir í sögu Þórunnar
eru miskunnarlausir töffarar sem plokka
augun úr dauðum ketti og rífa úr honum
garnirnar:
Við heyrum þá krúnka og sjáum
þá sitja fyrir ofan okkur, þessa
gæja, létt pirraða, hrafnsvarta
og hryllilega, grimma og
kæruleysislega, eins og þeir
hefðu verið hraktir burt frá alveg
sjálfsögðum málsverði. Þeir sitja
með úfinn haus og blóðugan
gogg á hvíta kastalahúsinu í
garðinum í næstu götu (128).
Teikningarnar af ánamökunum í
Sögunum toppa viðbjóðinn. Þar er einnig
lýst hvernig afinn er plataður af frændum
til að plokka upp risastóran orm sem
reynist vera köttur: „En þeir iðruðust þess
ekki hið minnsta að hafa grafið köttinn
ofan í jörðina, rakað rófu hans og gfnt á
hana glærum hor úr þremur álkulegum
nefjum!" (155). Og drápi Hymis er lýst svo
í Blúbbl:
Ég greip fast um hamarinn og
hann til höggs. Hymir gargaði:
-Svo lengi sem Miðgarðsormurinn
lifir er til skepna sem er sterkari
en þú!
Hann æpti aldrei meir ( 55-56).
Afar og afrek
Sagnaskemmtun og fróðleiksleit, það að
segja sögu, hlusta á sögu, lesa og viða
að sér fróðleik er umfjöllunarefni margra
sagnanna. Drekar Jörmun Gunnar eignast
unga en mega lítið vera að sinna þeim,
það kemur því í hennar hlut og þeirra
sem eftir lifa að lesa og segja eggjunum
og ungunum sögur af drekum. Þeir eru
goðsagnaverur og sögurnar halda þeim á
lífi. í Jörmun Gunni fer einnig fram mikil
umræða um lestur bóka þar sem afinn leggur
línurnar og miðlað er heilmiklum fróðleiki um
dreka. Aðalpersónan í Leyniþjónustunni er
hrædd við hrafna og reynir að vinna bug á
hræðslunni með því að lesa sér til um þá.
Þannig miðlar sú saga heilmiklum fróðleik
um hrafna.
Sagan Blúbb! fjallar um það að segja sögu.
Frásögnin fer hægt af stað, síðan stígur
sögumaðurinn Þór fram og fer að segja aðra
sögu í framhaldi. Fyrst talar hann um hið
dularfulla hljóð blúbb og síðan bendir hann
lesendum með athugasemdum í svigum á
að vera ekki of fljótir á sér, lausnin sé ekki
í sjónmáli: „í því baulaði nautahjörð Hymis
og varð af því mikill hávaði, enda voru þetta
svakalegar skepnur og jötunvaxnar eins og
hæfði nautum jötuns. (Nei, baulið líktist
heldur ekki djúpsjávarhljóðinu. „Muuu"
er mjög ólíkt „blúbbi".)" (52). Frásögnin
reynir á lesandann en er um leið barnslega
fyndin með upptalningum sínum, ýkjum,
endurtekningum og útúrdúrum. Eplaréttirnir
sem Sif matreiðir ofan í Þór eru taldir upp í
löngu máli, lýst er hvernig tröllkona Hymis
með 1800 höfuð kyssir Þór með þriðja hverju
höfði auk þess sem kvöldverður Hymis er
útlistaður í smáatriðum: