Börn og menning - 01.09.2006, Blaðsíða 38
Börn og menning
jafna möguleika. í því skyni verður lengdur
sá tími sem dómnefndarmönnum gefst til að
skoða verk þeirra sem tilnefndir eru, einkum
verk sem ekki hafa verið þýdd á ensku.
Einnig er stefnt á að kynna betur höfunda
sem tilnefndir eru til verðlaunanna einkum
þá 10 höfunda sem komast í lokaúrtak.
Sömuleiðis er stefnt að því að kynna betur
verk á heiðurslistanum í því skyni að hvetja til
þess að fleiri bækur séu þýddar.
VORVINDAR
Vorvindar í maí
Að venju veitti IBBY Vorvinda-viðurkenningar
í maí síðastliðnum. Af því tilefni var haldin
samkoma í Grófarsal Borgarbókasafnsins
þar sem einnig var fagnað útgáfu
smásagnasafnsins Heil brú sem fjallað er um
á öðrum stað hér í blaðinu. Þeir listamenn
sem hlutu Vorvinda IBBY 2006 voru Sigrún
Eldjárn fyrir ritstörf, Björk Bjarkadóttir fyrir
myndskreytingar og Bernd Ogrodnik fyrir
brúðuleikhús og leikbrúðugerð. Sigurður
Skúlason leikari tók við viðurkenningunni
fyrir hönd Bernds Ogrodnik sem ekki gat
verið viðstaddur en hann sendi samkomunni
ávarp sem Sigurður las og fer hér á eftir.
Ágætu gestir
Mér þykir leitt að vera ekki með ykkur hér
í dag en því miður hitti þetta á eina daginn
sem ég hafði tækifæri til að vera með
fjölskyldu minni í heilan mánuð. Þannig að
í augnablikinu er ég grafinn undir tonnum
af fannfergi og óvíst hvenær ég kemst aftur
til byggða. Áður en ég flutti hingað heim, til
íslands, bjó ég í mörg ár í Bandaríkjunum.
Þar varð ég því miður vitni að því hversu
hratt framlög í opinbera sjóði ætluðum
barnamenningu minnkuðu og hurfu nánast á
Mikill metnaður virðist ríkja í nýju stjórninni
og er óskandi að sem flestum þessara áforma
verði hrint í framkvæmd. Fulltrúi Norðurlanda
í stjórn IBBY-samtakanna er Finninn Niklas
Bengtson, sem er útgefandi fræðibóka fyrir
börn og unglinga.
Guðlaug Richter
sama tíma og ríkisstjórn landsins var upptekin
af hlutum sem hafa ekkert með menningu að
gera og vinna markvisst gegn henni. Á íslandi
njótum við enn þeirra forréttinda að búa við
mjög virkt menningarlíf og við þurfum að slá
skjaldborg um það og tryggja að afkomendur
okkar megi njóta þess sama. Leikhús er ekki
eingöngu vettvangur til að drepa tímann á
köldum sunnudagseftirmiðdegi, frekar en
myndlist og bókmenntir eru eingöngu til
að skreyta veggi okkar og hillur. Nærandi
menningarlíf er það sem gerir okkur mennsk
og myndar byggingarblokkir samfélags
okkar. Frjókorn menningar sem við sáum
í barnssálina á eftir að vaxa og dafna með
ungviðinu, svo framarlega sem við hlúum
vel að. Þegar ég sýni fyrir mína yngstu
áhorfendur í leikskólunum, sem mæta með
uppglennt augu og fulla bleiu, þá minni
ég sjálfan mig á það að þessi litli snúður í
fremstu röð sem starir agndofa á þrúðurnar
mínar gæti verið framtíðarforsætisráðherra
þessa yndislega lands.
Ég vil þakka fyrir þann heiður sem mér er
sýndur með þessari viðurkenningu og mun
ég taka henni sem hvatningu og áminningu
þess efnis að hætta aldrei að leika mér með
brúður.