Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  23. tölublað  109. árgangur  25% AFSLÁTTUR AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSVÖRUM OFUR- TILBOÐ Á HVERJUM DEGI! HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGAR lífrænt ketóvegan 25. JANÚAR - 7. FEBRÚAR KINDATÓN- LEIKAR UM LAND ALLT ÓLÍKIR MYNDLISTAR- MENN TILNEFNDIR JÓHANN VAR Í AFNEITUN Í MARGAR VIKUR MYNDLISTARVERÐLAUNIN 60 HJÁLP TIL STAÐAR 16TÓNLISTARSKÖPUN 12 Alls 22 þúsund jarðskjálftar, flestir vægir og undir 3 að styrk, hafa mælst á Reykjanesskaganum síð- asta árið, eða frá því umbrot hófust í Grindavík 26. janúar í fyrra. Þann dag kom í ljós að jörð á svæðinu hafði risið um tvo sentimetra á fimm sólarhringum. Þá var lýst yfir óvissustigi almannavarna sem er enn í gildi. „Á Reykjanesskaganum er nú meiri óróleiki en við höfum áður séð,“ segir Kristín Jónsdóttir, hóp- stjóri náttúruvárvöktunar á Veður- stofu Íslands. Virknin er að mestu frá Reykjanestá að Kleifarvatni og þó breytileiki sé milli vikna er heildarmyndin sú að skjálftavirkni á svæðinu hefur ekki mælst ákafari frá því stafrænar mælingar hófust árið 1991. Síðustu mánuði hafa órói og upptök sjálfta svo verið að fær- ast lengra til austurs, í átt að Krýsuvík. Er þar skemmst að minnast jarðskjálfta 20. október í fyrra, sem átti upptök sín ekki langt frá Djúpavatni og var 5,6 að styrk. Atburðarásina á Reykjanesskag- anum síðasta árið segir Kristín eðli- legt að setja í stórt samhengi og draga ályktanir. Gera verði ráð fyr- ir að spenna sé að safnast í jörðu á svæðinu milli Kleifarvatns og Blá- fjalla, sem losni ekki nema í stórum skjálfta, hvenær sem hann komi. 22.000 jarðskjálftar  Mikill órói á Reykjanesskaganum síðasta árið  Upptökin eru að færast í austur  Spennan losni í stórum skjálfta MÓrói og landið hreyfist... »6 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Umbrot hófust með kvikusöfnun undir Þorbirninum.  Isavia áformar að hefja í ár fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem eru fyrsta skref í þróunar- og upp- byggingaráætlun vallarins. Kostn- aður er áætlaður tæpir 12 millj- arðar. Rúmur helmingur, eða 7,3 milljarðar, fer í viðbyggingu við austurálmu. Annar dýrasti liðurinn er lagning flugbrautar fyrir 2,4 milljarða. Greint var frá þessum áformum á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins en samantekt þeirra bendir til að hið opinbera áformi framkvæmdir fyrir 139 milljarða í ár. »10 Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Isavia boðar fjárfestingu. Kynna uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli Stórvirkar vinnuvélar, beltagrafa og snjó- troðari voru fengin í gær til að fjarlægja mik- inn snjó sem safnast hafði upp í brekkunni á bak við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Moka átti snjónum frá húsinu og út í sjó. Djúp sprunga var komin í skaflinn og var óttast um húsið ef hann spryngi fram. Valgeir Þorvaldsson, sem stýrir Vestur- farasetrinu, segir að í miklum skafrenningi vilji snjór safnast í brekkuna á bak við húsið. Hann segir að gríðarlega mikill snjór sé á Hofsósi. Snjórinn lagðist öðruvísi í fyrra og þá náði skaflinn út í sjó. Óvenjumörg snjóflóð féllu í snjóflóðahrinum sem stóðu samtímis í þremur landshlutum að undanförnu, sem þykir óvenjulegt. »20-22 Ljósmynd/Brynjólfur Sveinsson Sprunga í skafli ógnaði Vesturfarasetrinu á Hofsósi  Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar eru harðlega gagn- rýndir fyrir rangan og vill- andi málflutning varðandi van- goldin laun, sem félagið hefur nefnt „launa- þjófnað“ og krafist lagabreytinga vegna. Þetta kemur fram í grein sem Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann segir að félagið geri allt of mikið úr umfangi slíkra mála og dragi af ályktanir langt umfram efni. Þá segir Þórarinn málflutn- inginn ekki í samræmi við skýrslu kjaramálasviðs og að fullyrðingar um umfang slíkra mála standist enga skoðun. »38 Forysta Eflingar harðlega gagnrýnd Þórarinn Ævarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.