Morgunblaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 23. tölublað 109. árgangur
25%
AFSLÁTTUR
AF HEILSU- OG
LÍFSSTÍLSVÖRUM
OFUR-
TILBOÐ
Á HVERJUM
DEGI!
HEILSU- OG
LÍFSSTÍLSDAGAR
lífrænt ketóvegan
25. JANÚAR
- 7. FEBRÚAR
KINDATÓN-
LEIKAR UM
LAND ALLT
ÓLÍKIR MYNDLISTAR-
MENN TILNEFNDIR
JÓHANN VAR Í
AFNEITUN Í
MARGAR VIKUR
MYNDLISTARVERÐLAUNIN 60 HJÁLP TIL STAÐAR 16TÓNLISTARSKÖPUN 12
Alls 22 þúsund jarðskjálftar, flestir
vægir og undir 3 að styrk, hafa
mælst á Reykjanesskaganum síð-
asta árið, eða frá því umbrot hófust
í Grindavík 26. janúar í fyrra. Þann
dag kom í ljós að jörð á svæðinu
hafði risið um tvo sentimetra á
fimm sólarhringum. Þá var lýst yfir
óvissustigi almannavarna sem er
enn í gildi.
„Á Reykjanesskaganum er nú
meiri óróleiki en við höfum áður
séð,“ segir Kristín Jónsdóttir, hóp-
stjóri náttúruvárvöktunar á Veður-
stofu Íslands. Virknin er að mestu
frá Reykjanestá að Kleifarvatni og
þó breytileiki sé milli vikna er
heildarmyndin sú að skjálftavirkni
á svæðinu hefur ekki mælst ákafari
frá því stafrænar mælingar hófust
árið 1991. Síðustu mánuði hafa órói
og upptök sjálfta svo verið að fær-
ast lengra til austurs, í átt að
Krýsuvík. Er þar skemmst að
minnast jarðskjálfta 20. október í
fyrra, sem átti upptök sín ekki
langt frá Djúpavatni og var 5,6 að
styrk.
Atburðarásina á Reykjanesskag-
anum síðasta árið segir Kristín eðli-
legt að setja í stórt samhengi og
draga ályktanir. Gera verði ráð fyr-
ir að spenna sé að safnast í jörðu á
svæðinu milli Kleifarvatns og Blá-
fjalla, sem losni ekki nema í stórum
skjálfta, hvenær sem hann komi.
22.000 jarðskjálftar
Mikill órói á Reykjanesskaganum síðasta árið Upptökin
eru að færast í austur Spennan losni í stórum skjálfta
MÓrói og landið hreyfist... »6
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grindavík Umbrot hófust með
kvikusöfnun undir Þorbirninum.
Isavia áformar að hefja í ár fram-
kvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem
eru fyrsta skref í þróunar- og upp-
byggingaráætlun vallarins. Kostn-
aður er áætlaður tæpir 12 millj-
arðar. Rúmur helmingur, eða 7,3
milljarðar, fer í viðbyggingu við
austurálmu. Annar dýrasti liðurinn
er lagning flugbrautar fyrir 2,4
milljarða.
Greint var frá þessum áformum á
útboðsþingi Samtaka iðnaðarins en
samantekt þeirra bendir til að hið
opinbera áformi framkvæmdir
fyrir 139 milljarða í ár. »10
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð Isavia boðar fjárfestingu.
Kynna uppbyggingu
á Keflavíkurflugvelli
Stórvirkar vinnuvélar, beltagrafa og snjó-
troðari voru fengin í gær til að fjarlægja mik-
inn snjó sem safnast hafði upp í brekkunni á
bak við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Moka átti
snjónum frá húsinu og út í sjó. Djúp sprunga
var komin í skaflinn og var óttast um húsið ef
hann spryngi fram.
Valgeir Þorvaldsson, sem stýrir Vestur-
farasetrinu, segir að í miklum skafrenningi
vilji snjór safnast í brekkuna á bak við húsið.
Hann segir að gríðarlega mikill snjór sé á
Hofsósi. Snjórinn lagðist öðruvísi í fyrra og
þá náði skaflinn út í sjó. Óvenjumörg snjóflóð
féllu í snjóflóðahrinum sem stóðu samtímis í
þremur landshlutum að undanförnu, sem
þykir óvenjulegt. »20-22
Ljósmynd/Brynjólfur Sveinsson
Sprunga í skafli ógnaði Vesturfarasetrinu á Hofsósi
Forsvarsmenn
stéttarfélagsins
Eflingar eru
harðlega gagn-
rýndir fyrir
rangan og vill-
andi málflutning
varðandi van-
goldin laun, sem
félagið hefur
nefnt „launa-
þjófnað“ og krafist lagabreytinga
vegna. Þetta kemur fram í grein
sem Þórarinn Ævarsson, eigandi
Spaðans, skrifar í Morgunblaðið í
dag. Hann segir að félagið geri allt
of mikið úr umfangi slíkra mála og
dragi af ályktanir langt umfram
efni. Þá segir Þórarinn málflutn-
inginn ekki í samræmi við skýrslu
kjaramálasviðs og að fullyrðingar
um umfang slíkra mála standist
enga skoðun. »38
Forysta Eflingar
harðlega gagnrýnd
Þórarinn Ævarsson