Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 17
DAGLEGT LÍF 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 mjolka.is Fylgdu okkur á drykkja getur haft skaðleg áhrif á heilsu og tannheilsu. Ungt fólk virðist í auknu mæli velja þessa drykki í þeirri trú að þeir séu hollir og stuðli að hreysti og auðvelt er að draga þá ályktun þegar um sykurlausan vítam- ínbættan drykk er að ræða. Það er hins vegar staðreynd að allir orku- drykkir eru „súrir“ sem þýðir að sýrustig þeirra er lágt (pH< 5,5) og því hafa þeir allir glerungseyðandi áhrif á tennur. Bæði sætir og syk- urlausir orkudrykkir leysa upp gler- ung tannanna sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Vandinn get- ur náð yfir allar tennurnar sem verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum. Gler- ungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi. Í dag ber framleiðendum skylda til að merkja umbúðir orkudrykkja og vara börn, barnshafandi konur og konur með börn á brjósti við neyslu orkudrykkja ef koffínmagnið í drykknum er 150 mg/l eða meira. Skorað er á stjórnvöld að herða við- mið og auka eftirlit með auglýsingum orkudrykkja af þessum styrkleika, auk þess sem takmarka verður að- gengi og sölu þeirra til ungmenna t.d. með því að leggja vörugjöld á þessa drykki og hækka þannig verð þeirra umtalsvert. Við þurfum öll að vera betur upplýst um koffínmagn í drykkjarvörum og sýrustig þeirra. Við þurfum líka öll að leggjast á ár- arnar hvort sem við erum foreldrar, kennarar, starfsmenn félagsmið- stöðva, íþróttaþjálfarar, af- greiðslufólk verslana eða heildsalar svo unnt sé að draga úr neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Skaðleg áhrif kynnt í tann- verndarvikunni Embætti landlæknis og Tann- læknafélag Íslands standa fyrir tann- verndarviku 1.-5. febrúar með skila- boðum til landsmanna um að huga vel að heilsunni. Þróunarmiðstöð ís- lenskrar heilsugæslu (ÞÍH) tekur þátt í þessari vinnu m.a. með hvatn- ingu til allra skólahjúkrunarfræðinga á landinu um að vekja athygli skóla- barna og foreldra á tannverndarviku þar sem áhersla verður á umfjöllun um orkudrykki og skaðleg áhrif þeirra á bæði almenna heilsu sem og tannheilsu ungmenna. 54 mg Koffínmagn í nokkrum algengum drykkjarvörum Tebolli 200 ml Kók eða Pepsí 500 ml Kaffi bolli 200 ml Nocco eða Collab 330 ml Nocco 180 mg 330 ml 35 mg 100 mg 105 mg 180 mg Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Allir vilja upplifa vellíðan í lífi og leik. Á vefnum heilsuvera.is eru birt nokk- ur góð ráð til að svo megi verða og eru ráðleggingarnar byggðar á rann- sóknum og reynslu. Myndaðu tengsl við fólkið í kring- um þig, fjölskyldu, vini, samstarfs- fólk og nágranna. Ræktaðu tengslin heima hjá þér, í vinnunni, í skólanum og í nánasta umhverfi þínu. Líttu á þessi tengsl sem hornsteina lífs þíns og gefðu þér tíma til að hlúa að þeim. Farðu út að ganga eða í sund. Njóttu útivistar og hjólaðu því hreyf- ing færir þér vellíðan. Það mikilvæg- asta er að finna hreyfingu sem þú hefur gaman af og hentar líkamlegu ástandi þínu og getu. Flestum finnst bæði skemmtilegra og auðveldara að hreyfa sig með öðrum. Það eflir líka tengslin og þannig má segja að tvær flugur séu slegnar í sama högginu. Haltu í lífsforvitnina. Taktu eftir hinu óvenjulega. Veittu árstíðabreyt- ingum athygli. Njóttu augnabliksins, hvort sem þú ert úti að ganga, að borða hádegismat eða tala við vini þína. Vertu vakandi fyrir veröldinni í kringum þig og hvernig þér líður. Að leiða hugann að því sem þú upplifir hjálpar þér að meta það sem skiptir þig máli. Prófaðu eitthvað nýtt. Rifjaðu upp gamalt áhugamál. Settu þér markmið sem þú munt hafa gaman af að ná. Það er skemmtilegt að læra eitthvað nýtt og eykur sjálfstraustið. Horfðu út á við og líka inn á við. Að líta á sig og hamingju sína sem hluta af stærra samhengi. Lífsforvitnin mikilvæg til að njóta vellíðanar Rækta tengsl og njóta útiveru Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tjörnin Mikilvægt er að njóta hversdagsleikans í botn og útivera er góð. lægja. En almennt gekk þetta vel og eftir fjórðu lyfjagjöfina var ég laus við meinið. Fréttirnar urðu stöðugt jákvæðari. Áfram var þó haldið svo mál færu ekki á versta veg – og síð- asta lyfjagjöfin var 29. júlí í fyrra. Lokasprettur meðferðarinnar var reyndar ansi stífur, því þá fékk ég sýkingar í maga og var mjög þrek- aður því lyfin höfðu bókstaflega tek- ið úr mér allt líf. Ég var dögum saman í einangrun á Landspít- alanum og þar einn með hugsunum mínum, sem voru þó jákvæðar. Þeg- ar þarna var komið sögu vissi ég að lífið ætlaði að gefa mér annað tæki- færi og því ágætt að velta fyrir sér hvað gera skyldi í framtíðinni.“ Íþróttirnar hjálpa Jóhann Björn hefur alla tíð ver- ið virkur í íþróttum. Æft spetthlaup, verið meðal fremstu manna landsins í 100, 200 og 400 metra hlaupi og keppt á ýmsum mótum, bæði heima og í útlöndum svo sem á EM og Smáþjóðaleikum. „Íþróttirnar hjálp- uðu mér mikið; bæði að því leyti að ég er í þokkalegu formi og svo hafði ég meðan á meðferðinni stóð að því að keppa að geta aftur farið að æfa,“ segir Jóhann sem þegar á meðferð- inni stóð setti sig í samband við Kraft og fékk þar góða hjálp. Stuðn- ingur sálfræðings skipti miklu og sömuleiðis aðstoð við lyfjakaup, það er Kraftur borgaði það sem upp á vantaði hjá Sjúkratryggingum Ís- lands. „Sá stuðningur skipti miklu, enda alveg hellingur af þúsund- köllum. Að geta alltaf leitað til Krafts var þýðingarmikið. Eftir á að hyggja hefði ég sjálfsagt átt að leita meira eftir jafningjastuðningi; það er hjálp frá fólki sem hefur gengið í gegnum sambærilega reynslu og er tilbúið að miðla af sinni reynslu. Hvaða tilfinningar fara í gegnum hugann við svona aðstæður er ótrú- legt; hræðsla og þá er gott að fá stuðning. Einnig voru læknarnir mínir á Landspítalanum, þau Elín Anna Helgadóttir og Albert Sig- urðsson, einstök og eins allt starfs- fólkið á deild 11B á Landspítala,“ segir Jóhann sem kveðst nú vera kominn á nokkuð góðan stað í tilver- unni. Veikindin virðast að baki. Styrkur vex „Ég er byrjaður að hlaupa, fer út á hverjum degi og þótt vega- lengdirnar séu ekki alltaf langar þá finn ég að styrkurinn vex,“ segir Jó- hann Björn sem er nemi í rafvirkjun og starfar hjá Tengli ehf., hjá Reykjavíkurdeild fyrirtækis í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Þar vinn- ur okkar maður hálfan daginn, en stefnir í fullt starf innan tíðar rétt eins og heilsa hans leyfir.Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jákvæður Þegar þarna var komið sögu vissi ég að lífið ætl- aði að gefa mér annað tækifæri og því ágætt að velta fyrir sér hvað gera skyldi í framtíðinni.“ Jóhann Björn Sigurbjörnsson. Markmið herferðar Krafts, sem stendur til 4. febrúar, er að vekja athygli á hversu marga krabba- mein hefur áhrif á; hinn sjúka en einnig alla fjölskyldu viðkomandi og nánasta vinahóp. Um 70 manns á Íslandi, það er ungt fólk, greinast með krabbamein á hverju ári. Þetta fólk þarf mikinn stuðning í veikindum sínum og bataferli og til að geta sinnt því hlutverki stendur Kraftur nú fyrir vitundarvakningu og fjáröflun. Í því skyni eru nú meðal annars seldar sérframleiddar húfur með slagorðunum Lífið er núna. Einnig er hægt að styrkja félagið beint, til dæmis með mánaðarlegum greiðslum. Lokahnykkur átaksins verður 4. febrúar nk., á alþjóðadegi gegn krabbameinum. Þá verður settur upp rafrænn viðburður með lista- fólki sem hægt verður að horfa á í gegnum netstreymi þar sem mið- að verður til áhorfenda hvernig þeir geta styrkt starfið hjá Krafti. Viðburðurinn er í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur og verður nánar sagt frá honum síðar. Veikir þurfa mikinn stuðning LÍFIÐ ER NÚNA ER YFIRSKRIFT ÁTAKS KRAFTS Húfa Skjól í kuldanum og sérframleitt fyrir Kraft og mikilvægt verkefni félagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.