Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 28.01.2021, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is 6 réttir að hætti kokksins – leyfðu okkur að koma þér á óvart. Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi LEYNDARMÁL MATARKJALLARANS Á tilboði sunnudaga – fimmtudaga út febrúar 6 rétta leyndarmáls matseðill Matarkjallarans 6.990 kr. á mann í stað 9.990 kr á mann Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Kraftur er með átak um þessar mundir sem gengur undir heitinu „Lífið er núna“ en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og að- standendur þess. Hulda Hjálm- arsdóttir framkvæmdastjóri Krafts ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um átakið og hvernig krabbamein hefur áhrif á ungt fólk. „Lífið er núna“ er slagorð sem er okkar mantra í félaginu, okkar félagsmanna. Það er náttúrulega oft sem það gerist þegar maður greinist með lífsógnandi sjúkdóm að maður fer að husga um það hvað virkilega skiptir máli og minnir mann á það að lífið er núna,“ segir Hulda. Spurð að því hvort ungt fólk gleymist oft í umræðunni um krabbamein svarar Hulda því ját- andi. „Já enda er það mjög fjarstætt þegar maður er á þessum aldri. En engu að síður eru það sjötíu ungir einstaklingar sem eru að greinast á hverju ári á aldrinum 18-40 ára og í þessari vitund- arvakningu erum við svolítið að beina sjónum að ekki bara þeim heldur líka aðstandendum þeirra. Að vera móðir, að vera sonur, að vera amma, að vera vinkona og ef við erum bara að horfa á nánasta stuðningsnet viðkomandi er verið að tala um svona 7-10 manns sem eru svona í nánasta hring og þá erum við að tala um miklu stærri hóp. Þá erum við að tala um 700 manns. Þannig að í þessari vitund- arvakningu erum við svolítið að segja sögur aðstandenda og hvern- ig það er að vera í mismunandi hlutverkum í lífi þess einstaklings sem greinist. Við erum einmitt að vekja máls á því að lífið sé núna og við fórum af stað að selja húfur sem eru Íslensk framleiðsla og Ís- lensk hönnun og er prjónað hérna heima í samstarfi við Varma og Ís- tex. Við gátum náttúrulega ekkert perlað, við höfum verið að perla upp á síðkastið en í kjölfar Covid þá náttúrulega má fólk ekkert koma saman og leggja hönd á perlu,“ segir hún. Félagið hafi því leitað annarra leiða og ákváðu í kjölfarið að hanna og selja húfur til styrktar Krafti. „Þannig að við ákváðum að fara saman í það að hanna húfur sem hún Heiða Birgis eða Heiða í Ni- kita, sem var með snjóbrettalín- una, hannaði og Varma er að prjóna þetta fyrir okkur. Þannig að í rauninni ertu að styrkja ís- lenska framleiðslu og gott málefni í leiðinni,“ segir hún. Á heimasíðunni lifidernuna.is má finna bæði svarta og appelsínugula húfu sem hægt er að kaupa til styrktar félaginu en þær appels- ínugulu eru aðeins til í takmörk- uðu upplagi. Þá er einnig hægt að styrkja félagið á fleiri máta inni á heimasíðunni. Á alþjóðadegi gegn krabbamein- um 4. febrúar næstkomandi verður svo haldinn fjáröflunarviðburður sem sýndur verður í opinni dag- skrá Símans, streymt á mbl.is og á K100. Fjáröflunarviðburður 4. febrúar „Þar eru flottir listamenn sem ætla að leggja málefninu lið, Páll Óskar, Valdimar og GDRN ætla að stíga á svið og Sóli Hólm og Sóli Kristjáns ætla að vera kynnar sem eru einmitt líka félagsmenn okkar í Krafti og þekkja það af eigin reynslu að vera með krabbamein. Þannig að 4. febrúar ætlum við að vera með skemmtun en líka vitund um hvernig þessi sjúkdómur hefur áhrif á ungt fólk og aðstandendur sem oft gleymast. Þetta hefur ekki bara áhrif á þann einstakling sem fær þennan sjúkdóm heldur alla í kring,“ segir hún. Hulda segir það mjög mismun- andi hvernig það að vera aðstand- andi snerti við fólki og sé vitund- arvakningin einmitt gerð til þess að átta sig á fjölda þeirra. „Það sem við erum líka að gera í vitundarvakningunni er að fá sem sagt aðstandendur og bara fólk í samfélaginu til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum af því hvernig krabbamein hefur haft áhrif á það. „Krabbamein hefur haft áhrif á mig af því að ég er móðir eða af því að ég er sonur,“ svolítið til að sýna fjölda þeirra sem verða fyrir áhrifum af þessum sjúkdómi sem snertir mjög marga,“ segir hún. Viðtalið við Huldu má nálgast í heild sinni á K100.is. Ungt fólk gleymist í um- ræðunni um krabbamein Átakið „Lífið er núna“ sem stuðningsfélagið Kraftur stendur að um þessar mundir er vitundarvakning fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þess. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir slagorðið vera möntru í félag- inu enda gerist það oft þegar fólk greinist með lífsógnandi sjúkdóm að það fari að hugsa um hvað virkilega skipti máli í lífinu sem minni það á að lífið er núna. Ljósmynd/Skjáskot/lifidernuna. Að vera móðir, að vera sonur, að vera amma, að vera vinkona – Aðstandendur fólks með krabbamein Lífið er núna Hægt er að kaupa bæði svarta og appelsínugula húfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.