Morgunblaðið - 19.02.2021, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
✝ Elín Bjarna-dóttir fæddist
23. september 1927
í Blöndudalshólum
í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hún
lést á Droplaug-
arstöðum 8. febr-
úar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Bjarni Jón-
asson, f. 24. febrúar
1891, d. 26. janúar
1984 og Anna Margrét Sig-
urjónsdóttir, f. 4. október 1900,
d. 5. febrúar 1993. Þau voru
bændur í Blöndudalshólum.
Bjarni var kennari, hreppstjóri
og fræðimaður, en Anna sá um
heimilið og búskapinn auk þess
að vera ötul ræktunarkona.
Anna og Bjarni áttu fimm börn
auk Elínar: Ingibjörgu, f. 10.
maí 1925, Jónas Benedikt, f. 4.
mars 1932, d. 20. des. 2018, Kol-
finnu, f. 30. maí 1937, d. 18. júlí
2016, Sigurjón, f. 10. ágúst 1941,
d. 7. des. 1945 og Ólaf Snæbjörn,
f. 29. feb. 1944, d. 2. apríl 2009.
Elín giftist Hauki Árnasyni
tæknifræðingi, 5. júní 1954, f.
29. jan. 1931 og bjuggu þau á
Akureyri. Þau skildu 1986. For-
eldrar Hauks voru Árni Valdi-
marsson, f. 22. sept. 1896, d. 2.
sept. 1980, og kona hans, Ágústa
Gunnlaugsdóttir, f. 1. ágúst.
1895, d. 13. nóv. 1995.
urarson, f. 1958, börn þeirra
eru: a) Rakel, f. 1990, maki Jas-
on Már Bergsteinsson, barn:
Katrín Lind. b) Axel, f. 1997.
Fyrir átti Magnús soninn Tómas
Þórarin, f. 1981. Sonur Tómasar
er Francis Mosi.
4) Árni Guðmundur, 17. maí
1968, framkvæmdastjóri. Eig-
inkona hans er Yoko Ozaki, f.
1977, synir þeirra eru Shintaró,
f. 2005 og Sóshiró, f. 2008.
Elín ólst upp í Blöndudals-
hólum. Hún stundaði nám við
Héraðsskólann að Reykjum í
Hrútafirði 1944-46 og tók gagn-
fræðapróf frá Héraðsskólanum
á Laugarvatni 1947. Hún tók
kennarapróf frá Kennaraskól-
anum 1950.
Auk þess að ala upp börn og
sinna heimilisstörfum kenndi
Elín við Barnaskólann á Ak-
ureyri, vann skrifstofustörf hjá
Haga hf. og vann á Fjórðungs-
húsinu á Akureyri. Elín flutti til
Reykjavíkur 1989 og vann á
hjúkrunarheimilinu Skjóli. Elín
tók virkan þátt í fjölbreyttum fé-
lagsstörfum. Hún starfaði meðal
annars með Lífspekifélaginu,
Félagi kennara á eftirlaunum og
var virk í félagsstarfi aldraðra í
Bólstaðarhlíð.
Útför Elínar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 19. febrúar
2021,klukkan 13. Steymt verður
frá útför:
https://www.skjaskot.is/elin
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Börn Elínar og
Hauks eru:
1) Sigurjón, f. 18.
feb. 1955, verk-
fræðingur. Eig-
inkona hans er Sig-
rún Hrafnsdóttir, f.
1953, dætur þeirra
eru: a) Þórný, f.
1984, maki Pavel
Bessarab, börn:
Lev og Rúnar Alex-
ander. b) Anna, f.
1987, maki Valgeir M. Levy,
börn: Grímur Hrafn og Brynja
Sigurrós. Sonur Sigurjóns og
Bjargar Þórarinsdóttur er
Haukur, f. 1977, maki Heiðrún
H. Þórsteinsdóttir, börn: Björg
Malena og Mikael Breki. Dóttir
Sigurjóns og Steinunnar S. Jak-
obsdóttur er Sigríður Soffía, f.
1981, maki Gestur Gunnarsson,
börn: Sverrir Styrkár og Styrm-
ir Steinn.
2) Bjarni, f. 11. apríl. 1957,
kerfisstjóri. Eiginkona hans er
Laufey Hafsteinsdóttir, f. 1961,
börn þeirra eru: a) Elín Birna, f.
1986, maki Thomas Redder,
börn: Flóki Freyr og ónefndur
drengur, b) Hafsteinn, f. 1990,
maki Rebekka Hafþórsdóttir,
barn: Ísabella. c) Brynjar, f.
1998.
3) Anna Ágústa, f. 12. feb.
1963, kennari. Eiginmaður
hennar er Magnús Þ. Giss-
Þegar húmar og hallar af degi
heimur kveður og eilífðin rís,
sjáumst aftur á sólfögrum ströndum
þar sem sælan er ástvinum vís.
(Guðrún Halldórsdóttir)
Með þessum ljóðlínum vil ég
þakka tengdamóður minni sam-
fylgdina á liðnum áratugum og
vona að henni líði vel í Sum-
arlandinu sem hún talaði svo oft
um að biði hennar. Elín var ekki
kona margra orða þrátt fyrir
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum.
Mér fannst alltaf aðdáunar-
vert hve virk hún var félagslega
og dugleg að sækja sér afþrey-
ingu í góðan félagsskap, því hún
var hlédræg að eðlisfari. Hún
var í sundhópi sem hittist í
Laugardalslauginni á hverjum
degi í áraraðir, félagsskap kenn-
ara á eftirlaunum, sem hún spil-
aði félagsvist og ferðaðist með
ásamt því að vera mjög virk í fé-
lagsstarfi Lífspekifélagsins
(Guðspekifélagsins) til margra
ára.
Elín var alla tíð dugleg að
rækta sál og líkama og að mörgu
leyti á undan sinni samtíð en hún
var farin að stunda jóga, teygjur
og hollt mataræði löngu áður en
það varð vinsælt.
Hún hafði yndi af göngutúrum
og lét sig ekki muna um að
ganga langar vegalengdir þó hún
væri komin vel á níræðisaldur. Í
félagsstarfi eldri borgara í Ból-
staðarhlíð stundaði hún ýmsar
tómstundir í gegnum árin eins
og bútasaum, glerlist, útsaum í
dúka og málun mynda, jóga og
leikfimi. Öll handavinna hjá El-
ínu var falleg og vel unnin enda
afar smekkleg og næm á liti.
Fyrir rúmum þremur árum
hélt hún upp á níræðisafmælið
sitt með fjölskyldunni og vinum.
Það var gaman að fá að njóta
þess með henni og ferðarinnar
norður á Blönduós í sumar þar
sem hún átti góða samverustund
með systur sinni á æskuslóðum
þeirra. Hún átti líka góða endur-
fundi með ættingjum fyrir stuttu
þar sem hún naut þess að breyta
um umhverfi eftir langan og for-
dæmalausan vetur og fyrir það
erum við afar þakklát. Hvíl í
friði, kæra Elín.
Þín
Laufey.
Þá er komið að kveðjustund,
elsku amma.
Við höfum ekki mikið sést upp
á síðkastið en við eigum margar
góðar og dýrmætar minningar
saman.
Það var alltaf róleg og góð
stemning hjá þér, það var
kannski ekki talað mikið en við
nutum samverunnar og áttum
góðar stundir saman.
Ég, Elín Birna, minnist helst
löngu ferðalaganna okkar til
Hallormsstaðar að heimsækja
frænkur mínar og frænda. Þar
gátum við verið yfir sumartím-
ann, tínt sveppi, spilað og leikið
okkur í skóginum. Það var alltaf
hiti og sól og við vorum því mik-
ið úti í náttúrunni.
Á þeim ferðalögum kenndir
þú mér tveggja manna vist og
eftir þetta var mikið spilað þeg-
ar við hittumst, oft með suðu-
súkkulaði í munninum.
Ég fékk oft að gista hjá þér
þegar ég var yngri, og það var
alltaf huggulegt hjá okkur á
Laugarnesveginum. Við lágum
oft lengi uppi í rúmi og sungum
lögin í litlu, bláu og gulu söngva-
bókinni þangað til við sofnuðum.
Síðan vöknuðum við eldsnemma
og skelltum okkur í sund í Laug-
ardalslauginni, eins og þú varst
vön að gera á hverjum morgni.
Þú kenndir okkur systkinun-
um að meta slátur, mysing,
steiktar kleinur, laufabrauð og
pönnukökur með sykri.
Þú varst dugleg í höndunum,
jafnvel með skrýtna puttann
sem stóð út í loftið. Við systkinin
eigum öll falleg verk eftir þig,
glersmíðaverk, prjónaflíkur,
málverk og bútasaumsteppi,
sem við munum varðveita og er-
um afar þakklát fyrir.
Hvíl í friði, elsku amma.
Elín Birna, Hafsteinn
og Brynjar.
Elsku amma.
Það er skrýtið að hugsa til
þess að þú sért farin frá okkur
og að ég muni ekki hitta þig aft-
ur, að minnsta kosti um tíma þar
til við hittumst í Sumarlandinu
sem þú talaðir svo oft um. Þú
hafðir mikið velt því fyrir þér
hvernig ferðalagið og áfanga-
staðurinn yrðu og varst viss um
að þar héldi lífið áfram.
Í kringum þig var alltaf gam-
an. Þú varst glaðlynd, dugleg,
góð og hafðir einstaklega
skemmtilegan húmor. Það er
gott að eiga ótal gullkorn og
minningar um þig sem mér þyk-
ir svo vænt um. Þú varst sér-
staklega góð amma og varst
dugleg að fara í sund og dunda
þér með mér á mínum yngri ár-
um. Um tíma komst þú til að
mynda með strætó úr Reykjavík í
Kópavoginn einu sinni í viku
og eldaðir grjónagraut og kennd-
ir mér og vinkonum mínum að
prjóna.
Ég er þakklát fyrir allan þann
tíma sem við fengum saman og
það að hafa fengið tækifæri til að
kynna þig fyrir dóttur minni, þó
að það hefði verið gaman fyrir
okkur allar að fá lengri tíma sam-
an.
Það er kominn tími til að
kveðja í bili. Nú ertu komin í
Sumarlandið fallega og hefur
vonandi hitt alla þá sem biðu þín
þar.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Þangað til næst.
Þín
Rakel.
Elsku amma.
Við systkinin minnumst þín
með hlýju og væntumþykju. Það
er erfitt að kveðja þig og er sökn-
uðurinn mikill. Efst í huga er
þakklæti fyrir allar minningarnar
sem við eigum með þér og það
samband sem við þróuðum við
þig. Þú varst ætíð til staðar fyrir
okkur og hægt að leita til þín
hvenær sem var.
Það var alltaf gott að koma til
þín, svo gott að við höfum oftar
en einu sinni dottað í sófanum
eftir kaffisopann og suðusúkku-
laðið meðan þú sýndir barna-
barnabörnunum hitt og þetta
spennandi sem þú fannst til.
Spiladósin var alltaf vinsæl.
Það var gott að tala við þig og
spjalla um ýmislegt hvort sem
það voru málefni líðandi stundar
eða það sem var að gerast í okkar
lífi.
Þú varst opin fyrir öllu og nú-
tímaleg, þú varst vel að þér og
gast tileinkað þér margt og fylgd-
ist með því sem var að gerast í
þjóðfélaginu og úti í heimi. Það
var líka gaman að hlusta á þig
tala um bernskuna í Blöndudals-
hólum þar sem þér fannst svo
gaman að fara á hestbak og njóta
náttúrunnar í sveitinni. Þú varst
sjálfstæð, fordómalaus, klár, hlý
og falleg að utan sem innan.
Þú varst líka mikil listakona
og eigum við systkinin hin ýmsu
listaverk eftir þig; prjónaða
sokka sem og málverk, glerlista-
verk og saumaða dúka. Það lék
allt í höndunum á þér.
Þú skilur við okkur með gott
veganesti og varst góð fyrir-
mynd.
Við munum alltaf hugsa til þín
með hlýju og þakklæti elsku
amma.
Haukur, Sigríður (Sigga),
Þórný og Anna.
Nú kveður dagsbirtan dalinn
og dökkva á himininn slær.
Í friðsælum bakka við litla lind
ljómandi draumsóley grær.
(JT)
Að eiga saman félag – eins og
verður t.d. meðal frænda, sveit-
unga eða skólafélaga – er eft-
irsóknarvert og lítið félag varð
til fyrir 12-14 árum þegar móðir
mín, Sigríður Ólafsdóttir, hafði
vetursetu í borginni, fékk sér
íbúð í Hvassaleitinu og bjó þar
góðan hluta ársins. Þar var sam-
komusalur og píanó og þangað
komu stundum fleiri Blöndæl-
ingar á síðdegissamkomur. Elín
bjó við götuna Bólstaðarhlíð, átti
stutt að fara og við rifjuðum upp
góðar stundir heiman úr dalnum
og frá æviferlinum. Ömmur okk-
ar Elínar voru systur og tengdu
þannig enn frekar heimilin í Hól-
um og Tungu.
Frændi okkar úr Blöndudaln-
um, Jónas Tryggvason, orti ljóð-
ið Svæfðu hana vornótt sem
kögrar þessa fáorðu grein. Hún
er birt hér til að minnast þess-
arar mikilhæfu, hógværu en ein-
örðu frænku minnar og þakka
fyrir hlý kynni. Og vorljóðinu
lýkur svo:
Nú glitra gulltár á hvarmi
er geislinn í kveldhúmi dvín.
Svo lokar hún augunum hægt og hljótt
og hverfur, vornótt, til þín.
(JT)
Ingi Heiðmar Jónsson.
Í Hávamálum Indverja,
Bhagavad Gita, er talað um
ódauðleika sálarinnar á fallegan
og hughreystandi hátt. Andinn
fæðist ekki; andinn deyr ekki;
andinn breytist aldrei; andinn
verður alltaf til.
Í ógleymanlegri heimsókn á
æskustöðvar Ellu og systkina
hennar í Blöndudal síðasta sum-
ar horfðum við á Hóla og hóla,
gengum eftir veginum með Ellu
frænku og Íju frænku, veltum
fyrir okkur túnunum, trjánum og
árunum sem líða. Þegar talið
barst að eilífðinni og jarðvistar-
lokunum sem bíða okkar allra
rifjuðum við upp fyrri samtöl við
Ellu frænku og sögðum við hana:
„Þú trúir því að eitthvað gott
bíði þín hinum megin þegar
þessu lýkur hérna, ekki satt?“
Hún horfði á okkur með festu og
ró og sagði: „Ég trúi ekki, ég
veit.“
Þessi vissa og þessi ró ein-
kenndi Ellu frænku. Samvistir
við hana gáfu okkur vísbending-
ar um hvaðan við kæmum og
hvert við færum. En fyrst og
fremst voru stundir með Ellu
dýrmætar stundir með góðri
konu, frænku, móðursystur. Orð-
in sögðu okkur margt, en einnig
augun og þögnin.
Svona voru þau öll systkinin
úr Blöndudalshólum. Þeim varð
kannski ekki tíðrætt um tilfinn-
ingar sínar en það var heldur
ekkert yfirborðsblaður eða
skreytni í samskiptum við þau.
Þetta eru dýrmætir og góðir eig-
inleikar í hverri manneskju, að
óttast ekki að segja hug sinn en
finna sig þó ekki knúna til að
fylla upp í þagnir eða gera sér
upp skoðanir á hverju sem er.
Þegar við vorum börn voru
heimsóknir til Ellu frænku og
fjölskyldu sveipaðar ævintýra-
ljóma enda bjuggu þau á Ak-
ureyri sem var eins og útlönd í
okkar huga.
Þegar Ella flutti til Reykja-
víkur hittum við hana oftar og
kynntumst henni betur, syst-
urnar héldu góðu sambandi og
væntumþykjan á milli þeirra og
systkinanna allra var augljós.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund viljum við þakka góðri
konu fyrir samfylgdina og send-
um fjölskyldu hennar kærleik-
skveðjur. Og hver veit, kannski
hittumst við aftur hinum megin.
Bjarni og Anna Kolfinnu-
og Hinriksbörn.
Elín mágkona mín hefur nú
kvatt þetta tilverustig og hverfur
á braut næstsíðust systkinanna
frá Blöndudalshólum.
Þau hafa horfið af sjónarsvið-
inu í aldursröð frá hinu yngsta
uns nú að Ingibjörg, frumburð-
ur Önnu og Bjarna í Hólum, er
ein eftir. Á uppvaxtarárum
þeirra var heimilið í Blöndu-
dalshólum glæsilegur fulltrúi
sveitamenningar og þjóðlegrar
framfarastefnu. Sú mótun í
uppvexti fylgdi systkinunum
síðan og birtist meðal annars í
afstöðu til uppeldis, menntunar
og samfélagshátta, auk ætt-
rækni og næmrar tilfinningar
fyrir högum vina sinna og
vandamanna. Það var ómetan-
legt fyrir okkur að sunnan, fjöl-
skyldu Kolfinnu systur hennar,
að eiga vísan samastað fyrir
norðan á heimili Ellu og hennar
fólks á Akureyri. Fyrir bragðið
tryggðu þessi tvö norðlensku
aðsetur, í Blöndudal og á Ak-
ureyri, trygga fótfestu ungu
kynslóðarinnar á ættarslóðum í
þeim landshluta, í fylgd, leið-
sögn og leik með staðkunnugum
ættingjum á svipuðu reki. Alls
þessa er ástæða til og gleðiefni
að minnast nú og þakka, þegar
systurnar tvær, sem þessum
ferðum réðu, Elín og Kolfinna,
eru horfnar okkar sjónum.
Að baki hæglátu jafnaðargeði
Ellu bjó síkvikur hugur, sem sí-
fellt ígrundaði „hin hinstu sann-
indi um eðli tilverunnar, þekk-
ingu á hinum hinsta veruleika og
allri þeirri margbreytni, sem er
upp runnin í honum“ svo gripið
sé til orða úr skilgreiningum á
guðspeki.
Hún var öll sín fullorðinsár
dyggur félagsmaður í Guðspeki-
félaginu/Lífspekifélaginu, tók
þátt í starfinu meðan hún mátti
og velti án afláts fyrir sér þeim
spurningum sem á hugann leit-
uðu.
Mannlegt eðli, siðfræði og
æðri máttarvöld voru umhugs-
unarefni sem héldu vökulum
huga hennar uppteknum meðan
mátti. Elín mágkona mín trúði
staðfastlega á annað – eða önnur
– tilvistarstig, sem yrðu áfanga-
staðir er sálin yfirgæfi hinn jarð-
neska líkama.
Sá viðskilnaður og sú vissa um
það, sem við tæki, var í fullu
samræmi við þá áralöngu grein-
ingu sem hún hafði stundað á
eðli og tilgangi tilverunnar. Hún
hafði líka fyllilega til þess unnið
að mega ljúka vegferð sinni á
þann hógværa og fyrirferðarlitla
hátt sem raun bar vitni og hún
hafði óskað sér.
Eftir stendur því það eitt að
óska Ellu góðrar ferðar með
hjartans þökk fyrir samfylgdina.
Hinrik Bjarnason.
Fyrr en varir er ævin öll hjá
hverjum og einum sem gistir
þessa jörð og eftir standa minn-
ingar. Nú er það vinkona mín og
bekkjarsystir úr Kennaraskóla
Íslands, Elín Bjarnadóttir, sem
kvatt hefur þessa jarðvist og þá
hrannast upp minningar.
Okkar fyrstu kynni voru
haustið 1948 er við vorum að
hefja nám í Kennaraskóla Ís-
lands. Nemendum hafði verið
skipað til sætis í einni kennslu-
stofunni og kennslustundin byrj-
aði á því að við skyldum kynna
okkur. Á næsta borði fyrir fram-
an mig sat dökkhærð og mjög
fríð stúlka sem vakti athygli
mína.
Þegar hún kynnti sig heyrði
ég að þarna var nafna mín. Brátt
mynduðust sterk tengsl milli
okkar sem komum þó úr svo
ólíku umhverfi. Hún var frá
menningarheimili að norðan,
Blöndudalshólum í Austur-
Húnavatnssýslu, og ég stelpan
úr Garðahverfinu.
Við vorum bekkjarsystur í tvo
vetur. Eftir að þeim skemmti-
lega tíma lauk flutti Ella til Ak-
ureyrar þar sem hún hóf kennslu
haustið 1950. Ég hóf á sama tíma
kennslu í Reykjavík. Minnis-
stæðir eru dagarnir sumarið
1952 þegar ég heimsótti Ellu í
Blöndudalshóla og var nokkra
daga á því myndarlega heimili.
Tveimur árum síðar stofnaði
Ella heimili á Akureyri með
manni sínum og þar fæddust
börnin þeirra fjögur. Öll eru þau
atorku- og dugnaðarfólk sem
hefur eignast marga afkomend-
ur.
Tengsl okkar Ellu rofnuðu
aldrei þótt lengi væri landfræði-
lega langt á milli búsetu okkar.
Ég les bréfin frá okkar gömlu
dögum og gleðst yfir þeim. Alltaf
tók Ella höfðinglega á móti mér
og mínum þegar við áttum leið
um Norðurland.
Þegar börn Ellu voru orðin
fullorðin og flutt að heiman
færði hún sig um set til
Reykjavíkur og þá urðu sam-
skipti okkar meiri. Þá kom hún
til liðs við saumaklúbb okkur
bekkjarsystra úr Kennaraskól-
anum. Heita má að hann hafi
verið við lýði allt frá útskrift og
fram á síðustu ár eða vel á sjö-
unda tug ára, þótt fækkað hafi í
liðinu.
Þegar við nokkur gömul
skólasystkin úr Kennaraskólan-
um vorum komin á efri ár fórum
við að hittast reglulega. Auðvitað
var Ella í þeim skemmtilega
hópi. Iðulega fór hópurinn í
morgunsund saman. Við skipt-
umst síðan á um kaffiboð eftir
sund flesta laugardaga.
Þar voru rifjuð upp fyrri
kynni og rætt um dægurmálin
og bókmenntir eða annað sem
var efst á baugi hverju sinni.
Ekki var nafna mín hávær í
þessum hópi, en hún laumaði oft
fram kímilegum orðum í sam-
ræðuna.
Hlý minning lifir í hjarta mínu
um Ellu Bjarna. Ég þakka henni
samfylgdina öll þessi ár.
Elín Vilmundardóttir.
Elín Bjarnadóttir
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
bróðir og mágur,
JÓN ÓLAFUR SKARPHÉÐINSSON
prófessor,
lést fimmtudaginn 11. febrúar. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju 23. febrúar
klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og
vinir sem munu fá boð viðstaddir. Útförinni verður streymt og
má nálgast hlekkinn á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Landvernd, Votlendissjóð eða önnur félög sem
standa að uppgræðslu landsins eða endurheimt votlendis.
Hólmfríður Jónsdóttir
Una Björk Jónsdóttir
Ása Karen Jónsdóttir
Halla Oddný Jónsdóttir
Friðgeir Bjarni Skarphéðins. Sigrún Rafnsdóttir
Karl Skarphéðinsson Sara Gylfadóttir
Hjálmar Skarphéðinsson Elín Ólafsdóttir
Óskar Bjarni Skarphéðins. Dóra Bergrún Ólafsdóttir