Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 4

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 4
1. KAFLI 5TARF5EMI B5RB Bandalagssfjórn Stjórn og endurskoðendur bandalagsins voru kosnir á 30. þingi þess 14. október 1976. Aðalstjórn skipa: Formaður Kristján Thorlacius, 1. varaform.: Hersir Oddsson, Starfsm.fél. Reykjavíkurb. 2. varaform.: Haraldur Steinþórsson, Landssamb. fram- haldsskólakennara, Ágúst Geirsson, Félagi ísl. símamanna, Albert Kristinsson, Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Ein- ar Ólafsson, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Guðrún Helgadóttir, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, fónas Jón- asson, Lögreglufélagi Reykjavíkur, Kristín H. Tryggva- dóttir, Sambandi ísl. barnakennara (Samband grunnskóla- kennara), Sigurveig Sigurðardóttir, Hjúkrunarfélagi ís- lands, Örlygur Geirsson, Félagi starfsm. stjórnarráðsins. f varastjórn voru kosin: Vilborg Einarsdóttir, Ljós- mæðrafél. fsl., Ásgeir Ingvarsson, Starfsm.fél. Kópavogs, Magnús Björgvinsson, Fél. flugmálastarfsm. rík., Páll R. Magnússon, Starfsmannafélagi Sjónvarps, Helga Harðar- dóttir, Póstmannafélagi íslands, Helga Guðjónsdóttir, Starfsmannafélagi Keflavíkur og Bergmundur Guðlaugs- son, Tollvarðafélagi fslands. Endurskoðendur: Gunnar Vagnsson, Starfsmannafélagi ríkisútvarps og fónas Ásmundsson, Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Varamaður var Sigurður Ó. Helgason, Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Á fyrsta stjórnarfundi var Einar Ólafsson endurkjörinn gjaldkeri bandalagsins og Kristín H. Tryggvadóttir kjör- in ritari. Páll R. Magnússon, Starfsm.fél. Sjónvarpsins, lét af störfum hjá ríkinu og hætti þá í varastjórn bandalagsins. Annar endurskoðandinn, Gunnar Vagnsson, lést á tíma- bilinu og tók þá varamaður við, Sigurður Ó. Helgason. Stjórnarfundir á þessum tæplega þremur árum munu verða um 65. Þar af eru nokkrir fundanna sameiginlegir með samninganefnd BSRB eins og lög bandalagsins gera ráð fyrir. Fjármái bandalagsins Reikningar BSRB verða birtir hér í blaðinu, auk þess sem gjaldkeri mun kynna þá sérstaklega á 31. þinginu þar sem þeir verða til umræðu og afgreiðslu. Rétt þykir 4 þó að geta þess hér í skýrslunni í mjög grófum dráttum. hvernig fjármál bandalagsins eru. Skattur til BSRB er þrír af þúsundi (0.3%) af föstum launum og hefur ekkert breyst frá 1962. Nú í lok kjör- tímabilsins er það orðin föst regla að öll félögin inn- heimta sín félagsgjöld og greiða síðan af þeim til banda- lagsins. Langflest bandalagsfélaganna hafa tekið upp mán- aðarlega innheimtu á gjöldum til sín, en þó munu ennþá nokkur af bæjarstarfsmannafélögunum framkvæma inn heimtuna tvisvar eða þrisvar á ári. Afar mismunandi er hvað félögin taka hátt gjald af sínum félagsmönnum, er> það mun vera á bilinu frá 0.6—1.3% af föstum launum. Séu teknar saman helstu upplýsingar úr reikningum áranna 1976—1978, þá sést eftirfarandi: Iðgjöld 1976 voru 35.6 millj. króna — 1977 — 54.8 — — — 1978 — 93.4 — — Samtals 183.8 — — eða 98.2% af tekjum BSRB. Ríkissjóður hefur samtals á þessum þremur árum lagt fram 2.9 millj. kr. vegna hagfræðistarfa og fræðslustarfs og vaxtatekjur voru 0.5 millj. kr. Þannig eru aðrar tekjur einungis 1.8%. Skipting gjalda getur aldrei orðið alveg nákvæm, þar sem t. d. launa- og skrifstofukostnaður ætti að verulegum hluta að skiptast á aðra liði, eins og útgáfustarf og samn- inga. En það er þó ekki gert í þessum lauslega saman- burði. Launakostnaður 47.7 millj. (25.8% gjalda) Skrifstofukostn. 19.1 — (10.3% — ) Ásgarður og Hugi 24.6 — ( 13.5% — ) Fræðslustarf 12.4 — ( 6.7% - ) Ráðstefnur og erl. samstarf 8.8 — ( 4.9% — ) Samningastarf 8.7 — ( 4.8% — ) Munaðarnes 13.8 — ( 7.5% — ) Ýmis kostn., fjárfesting 6.2 — ( 3.3% — ) Reksturshagnaður 43.0 — (23.2% — ) Af þessum reksturshagnaði hefur síðan stærstum hluta. eða samtals 24.4 millj. króna verið varið til kaupa á húsnæði og innbúi að Grettisgötu 89. f það hafa samtals farið 13.2% af gjöldum þessi þrjú ár. Félagafjöldi í árslok 1975 var félagafjöldinn í BSRB 12.134 í 31 aðildarfélagi. Fyrir bandalagsþingið 1976 höfðu gengið inn tvö bæjarstarfsmannafélög. Eitt aðildarfélagið, Skattstjórafélag fslands hefur lagt niður starfsemi vegna fámennis. í árslok 1978 reyndist félagsmannafjöldinn vera 14.573 í 32 aðildarfélögum og hefur því fjölgað um 2.439 félags- menn eða 20.1% á þremur árum. Á árinu 1975 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.