Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 16

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 16
forminu til frá 26. september, þá var vitað að það mundi hefjast 11. október miðað við það að sáttanefnd notaði þá fresti, sem kjarasamningalögin gera ráð fyrir. Sú varð og raunin. Yerkfallsnefnd skipuð Þegar samninganefnd BSRB frestaði viðræðum sínum í byrjun júní, var jafnframt ákveðið að hefja undirbún- ing verkfalls ef til kæmi. Samþykkt var að skipa verkfalls- nefnd, sem skyldi fjalla um áróður og kynningarstarf, skipulagningu funda og upplýsingastarf í sambandi við allsherjaratkvæðagreiðslur varðandi væntanlega samninga. Einnig var ákveðið að koma á fót verkfallsnefndum í öllum bandalagsfélögunum og reyna að treysta tengsl bandalagsins við trúnaðarmenn og vinnustaði. í verkfallsnefndinni voru þessir upphaflega: Form. var Guðni Jonsson, Sambandi ísl. barnakennara, varaformað- ur Svanlaug Árnadóttir, Hjúkrunarfélagi íslands, ritari Ingibjörg M. Jónsdóttir, Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Aðrir nefndarmenn voru: Albert Kristinsson, Starfsmannafél. Hafnarfjarðar, Birgir Sveinbergsson, Starfsmannafél. ríkisstofnana, Björn Sigurðsson, Lög- reglufélagi Reykjavíkur, Guðmundur Árnason, Lands- sambandi framhaldsskólakennara, Jóhann Örn Guð- mundsson, Félagi ísl. símamanna, Margrét Bjarnason, Starfsmannafélagi ríkisútvarpsins, Sigurður Samúelsson, Póstmannafélagi fslands, og Sveinbjörn Guðmundsson, Tollvarðafélagi fslands. Þegar verkfall var hafið, þá breyttist verksvið verk- fallsnefndarinnar og hún hafði mjög þýðingarmiklu hlut- verki að gegna í verkfallinu og varð mjög virk. Þar sem starfstími nefndarinnar reyndist þá vera megin- hluti sólarhringsins, var ákveðið að viðkomandi félög tilnefndu tvo varamenn fyrir hvern aðalmann og komu þeir til skiptis til starfa í nefndinni. Þannig varð Páll Guðmundsson, sem var varamaður Guðna Jónssonar, í framkvæmd formaður nefndarinnar um langt skeið í forföllum Guðna og fjarveru varaformanns. Afgreiðsla sállatiliögu Verkfallsnefndin og skrifstofa BSRB unnu að skipu- lagningu fyrir allsherjaratkvæðagreiðslu um sáttatillögu, sem lögð var fram 20. sept. 1977. Var ákveðið að kjör- staðir yrðu 46 og tilnefndi BSRB 2 menn í hverja kjör- stjórn og ríkið og bæjarstjórnir gátu tilnefnt einn mann til að fylgjast með. Ákveðið var að láta vinnustaðinn ráða kjörstaðnum en ekki heimilisfang. Menn þyrftu ekki að mæta á eigin kjörstað, heldur gætu kosið þar sem þeim hentaði best. Ákveðið var að þeir mættu kjósa, sem hefðu greitt félagsgjald til BSRB eða bandalagsfélags og væru í starfi á kjördag sem var 2. og 3. október 1977. Ágreiningur skapaðist um rétt hjúkrunarfræðinga utan Reykjavíkur og Akureyrar og starfsfólks sjálfseignar- stofnunar í opinberri þjónustu. Var reynt að leysa þetta að hluta í samráði við bæjarstarfsmannafélög. Sáttatillaga var einnig lögð fram hjá 17 bæjarstarfs- mannafélögum og fór atkvæðagreiðslan fram á sama tíma. Á tímabilinu frá 23. sept. til 29. sept. voru haldnir fund- ir á 19 stöðum utan höfuðborgarsvæðisins og í Reykja- vík hjá öllum starfsmannafélögum. Fulltrúar úr samn- inganefnd BSRB mættu á öllum fundunum og skýrðu stöðuna í kjaramálum og síðan voru frjálsar umræður. Fundina munu hafa sótt um 3—4000 manns. Ásgarður var gefinn út og birti sáttatillöguna í heild og auk þess voru gefin út blöð af Huga, sem voru send til ailra félagsmanna í BSRB. Ákveðið var að hafa kosningaskrifstofu fyrir öll félög ríkisstarfsmanna og kjörskrármiðstöð BSRB fyrir allt landið í Tjarnarbúð í Reykjavík. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafði slíka skrifstofu í Tjarnargötu 12. Utan Reykjavíkur voru myndaðar kosninganefndir fyrir alla kjörstaðina með fulltrúum fjölmennustu banda- lagsfélaganna, sem fylgdust með kjörsókn og unnu að aukinni kosningaþátttöku. Upphaf verkfalls Eftir að ríkisstarfsmenn og öll félög bæjarstarfsmanna höfðu fellt tillögu sáttanefndar með um 90% greiddra atkvæða, var flestum ljóst að til verkfalls gæti dregið. Þegar samningaviðræður, sem fram fóru frá því að atkvæðagreiðsla fór fram og þar til 11. október, reynd- ust árangurslitlar, þá skall verkfall á þriðjudaginn 11. október. Því lauk að morgni 25. október og stóð því í rúma 14 almanaksdaga og þar af 10 almenna vinnu- daga. Skrifstofa BSRB var til húsa að Laugavegi 172 og reyndist húsnæðið afar þröngt til að hafa þar bækistöð fyrir verkfallsstjórn. Þar var verkfallsnefndin til húsa og jafnframt var herbergjum skipt niður milli verk- fallsvarða frá hinum ýmsu félögum. Sum bandalags- félögin höfðu hins vegar bækistöð annars staðar í höfuðborginni, m. a. kennarar, símamenn o. fl. Júlíus Sigurbjörnsson kennari tók að sér að hafa yfirumsjón með verkfallsvörslu. Vaktir voru settar á allan sólarhringinn og reyndist sérstaklega nauðsynlegt að nota næturtímann til hringinga út á land, þar sem álag á síma var mjög mikið. Það kom í ljós, að mikill fjöldi verkfallsvarða var jafnan reiðubúinn til starfa. Sömuleiðis myndaðist fljótlega sjálfboðaliðakerfi varðandi akstur og bílakostur var nægur. Sömuleiðis gáfu sig fram sjálfboðaliðar til 16

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.