Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 21

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 21
Þannig liggur þegar fyrir örugg túlkun ríkisvaldsins og fordæmi fyrir því, hvernig skuli greiða þetta, sem að áliti lögfræðinga yrði þung á metum við endanlegt uppgjör þessa máls.“ Niðurstaða þessa máls var sú að dregið var frá launum, sem svaraði 8% mánaðarlauna fyrir 1 dag, en 16% fyrir tvo daga. Samþykkti stjórn BSRB þá á fundi 21. mars 1978 að greiða bætur úr verkfallssjóði, sem svaraði 5 eða 10 þús. krónum miðað við, hvort frá- dráttur hefði verið 8 eða 16%. Mikil þáfftaka ; Eftir vinnustöðvunina var mikið deilt um þátttöku BSRB og vildi fjármálaráðuneytið gera hana sem minnsta. Frá skrifstofu BSRB var birt eftirfarandi frásögn: „Eftir þeim gögnum sem við höfum tóku um eða yfir helmingur ríkisstarfsmanna þátt í vinnustöðvun, aðrir en þeir, sem eru í öryggisþjónustu eða starfa að heilsugæslu. Sennilega hafa þátttakendur innan BSRB verið 3—4 þúsund." í júníhefti Hagtíðinda 1978 er þetta staðfest í eftir- farandi frásögn: „Um 12000 einstaklingar á BSRB- eða BHM-kjörum taka laun hjá ríkinu sem launþegar í fullu starfi eða hlutastarfi, en af þeim komu a. m. k. 2500 ekki til greina sem þátttakendur í þessum aðgerðum vegna öryggis- eða heilbrigðisþjónustustarfa. Samkvæmt upplýsingum launa- deildar fjármálaráðuneytisins gerðu um 4700 starfsmenn ekki fullnægjandi grein fyrir fjarvist og þar af var um fjórðungur frá vinnu aðeins annan daginn. Þátttaka rík- isstarfsmanna var mjög breytileg eftir starfshópum, t. d. mikil meðal grunnskólakennara en tiltölulega lítil meðal skrifstofufólks. Starfsfólk í Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar tók mjög lítinn þátt í þessum aðgerðum.“ Úfiíundur 1. mars var haldinn geysifjölmennur útifundur í Reykjavík og stóðu að honum þau samtök, sem að að- gerðunum stóðu. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: Útifundur launþegasamtakanna, haldinn á Lækjartorgi 1. mars 1978, mótmælir harðlega árás ríkisstjórnarinnar á lífskjör launafólks og frjálsan samningsrétt samtakanna. Með lögum frá Alþingi stefnir ríkisstjórnin að stór- felldri kjaraskerðingu, þótt afkoma þjóðarbúsins og þjóð- artekjur gefi fyllsta tilefni til umsaminna kjarabófa. Riftun löglega gerðra kjarasamninga hefur vakið rétt- láta reiði og hefur alþýða landsins risið upp til mótmæla með tveggja daga allsherjar vinnustöðvun. Fagna ber þeirri víðtæku samstöðu sem tekist hefur með stærstu launþegasamtökum landsins, og þeirri einingu sem ríkir um að hrinda kjaraskerðingunni og tryggja í framtíðinni fullan og óskoraðan rétt til frjálsra samninga um kaup og kjör. Áform ríkisstjórnarinnar um að takmarka samningsrétt- inn með skerðingu á vísitöluákvæðum kjarasamninganna eru tilræði við frjálsan samningsrétt launþegasamtaka á íslandi. íslensk alþýða! Sýnum órofa samstöðu. Sameinumst öll um kröfuna: KJARASAMNINGANA f GILDI! Aðgerðir þessar voru og eru umdeildar og víst er að ýmislegt hefði mátt betur fara. T. d. er spurning, hvort verkfallið hefði átt að standa nema einn dag, hvort samtökin, sem slík, hefðu e. t. v. átt að boða til verlc- falls, en ekki leggja þessa ábyrgð á hendur hvers og eins fyrir sig. Fleira mætti nefna. Hins vegar er það tvímælalaust, að vinnustöðvunin hafi átt sinn þátt í að hnekkja kjaraskerðingarlögunum og þá ekki síst sú víð- tæka samstaða, sem náðist með samtökum launafólks. 5. KAFLI EFNAHAG5MÁL Höfuðeinkenni íslensks efnahagslífs á tímabilinu milli þinga hefur verið verðbólgan, eins og reyndar svo mörg tímabil þar á undan. Hástemmdar yfirlýsingar stjórnvalda um hörkulegar aðgerðir gegn henni hafa einatt koðnað niður í einhæfar kjaraskerðingartilraunir og hefur þar misvel tekist eftir viðnámsþrótti verkalýðshreyfingar- innar hverju sinni. Yerðbólgunefnd Strax upp úr síðastliðnu þingi BSRB eða 21. október 1976 skipaði þáverandi forsætisráðherra Verðbólgunefnd. Voru í henni 14 fulltrúar ríkisstjórnar, þingflokkanna og nokkurra hagsmunasamtaka. Nefndin starfaði að gagnaöflun og hittist 16 sinnum veturinn 1976—1977, en skilaði ekki áliti né tillögum. Starf hennar lá niðri um sumarið, en hófst aftur haust- ið 1977 og hittist 11 sinnum áður en hún lauk störfum 8. febrúar 1977. Kristján Thorlacius var skipaður í nefndina skv. til- ASGARÐUR 21

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.