Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 26

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 26
það þá enn tekið fyrir á stjórnarfundi BSRB 13. mars. Var þar samþykkt tillaga, sem auk þess að vísa til fyr- samþykkta mótmælti sérstaklega „ ... að verðbótavísi- tala sé sett á 100 1. febrúar 1979, sem ætla má að skerði verðbætur 1. júní n.k. Nýr vísitölugrundvöllur hefur ætíð miðast við gildistíma nýs samnings, sem ekk' verður fyrr en eftir 1. júlí n.k. hjá BSRB. Að vísitöluviðmiðun verði breytt á 3 mánaða fresti, sem hefur augljósa kjaraskerðingu í för með sér. Að tóbak og áfengi verði tekið inn í grunn vísitölunn- ar og þannig raskað samningsákvæðum í gildandi kjara- samningum til skerðingar á kjörum. Að tekin sé upp og lögfest viðskiptakjaravísitala án samninga við samtök launafólks. Sérstaklega er mót- mælt, viðmiðun slíkrar vísitölu við tímasetningu á því samningstímabili BSRB og aðildarfélaga þess, sem gildir til 1. júlí 1979. Að tekinn sé upp óskilgreindur skattur vegna olíu- verðhækkana, er ekki komi inn í verðbótavísitölu. Með þessu er opnuð leið til ótiltekinnar skattlagningar og breytingar gerðar á vísitöluákvæðum án samninga...“ Kjaradómur um vísiföluþak BHM Sunnudaginn 4. mars tók Kjaradómur afstöðu til kröfu BHM um lyftingu vísitöluþaksins og féll úrskurður á þann veg að vísitöluþakinu skyldi lyft frá áramótum 1978—1979. Fjármálaráðherra tók þegar þá afstöðu að hækkun þessi skyldi einnig koma til framkvæmda gagn- vart BSRB. (Sjá bls. 11. í 3. tbl. Ásgarðs 1979). Kjaraskerðing 1. júní n.k. Mat á kjaraskerðingaráhrifum nýju efnahagslaganna sýnir að viðskiptakjaravísitalan mun fela í sér 3% kjara- skerðingu 1. júní, niðurfelling uppsöfnunar búvörufrá- dráttar og það að setja áfengi og tóbak inn í vísitölu- grunninn, án þess að taka tillit til verðhækkana mun lækka kaup um 1% og frysting verðbótaaukans 1—Wz°/o. Þessir liðir samanlagðir fela semsagt í sér að kaupið verði um 5% lægra 1. júní, en ella hefði orðið. Frádráttur vegna olíustyrkja hefur enn ekki verið ákveðinn, en Þjóðhagsstofnun hefur metið hann á Vz%, sem mundi þá leiða til um 51/z% kjaraskerðingar þegar 1. júní. Ógerlegt er að meta með nokkurri nákvæmni þá kjaraskerðingu sem verður síðar á árinu vegna þessara laga. (Sjá bls. 10 í 3. tbl. Ásgarðs 1979). 6. KAFLI SAMNINGSRÉTTUR Á árinu 1976 var samið við þáverandi fjármálaráðherra um nýja löggjöf um samningsrétt, sem fól í sér verk- fallsrétt um aðalkjarasamning BSRB. Að þessu sinni var, eins og 1962 og 1973, um áfanga- sigur að ræða á leið til samningsréttar til jafns við önnur samtök launafólks. Þá urðu samtökin að sætta sig við að ná ekki fram þýðingarmiklum atriðum, sem þau gerðu kröfur um. M. a. urðu menn að sætta sig áfram við tveggja ára lögbundið samningstímabil, Kjaranefnd, sem úrskurðar um ágreining um sérsamninga félaganna og fleiri stór og minni atriði. Þegar núverandi stjórnarflokkar voru að ræða um myndun ríkisstjórnar, var sú stefna þeirra mörkuð, að engar grunnkaupshækkanir yrðu fram til 1. des. 1979. Komu þá tilmæli til BSRB um framlengingu kjara- samninga til des. 1979 og niðurfellingu 3% grunnkaups- hækkunar 1. apríl 1979 gegn því að samningsréttarlög- unum yrði breytt á þann veg, að samningstímabilið verði framvegis samningsatriði og Kjaranefnd lögð niður. Formannaráðstefna ákveður viðræður Á formannaráðstefnu BSRB 31. ágúst 1978 var sam- þykkt með 48 atkv. gegn 1 að taka upp viðræður við væntanlega ríkisstjórn um samningsréttarmálið. (Sjá frá- sögn af samþykkt þessari í 1. kafla skýrslunnar). Ríkisstjórnin skipaði síðar nefnd til að fjalla um þetta mál. í þeirri nefnd eru 3 fulltrúar BSRB, 2 frá BHM, 1 frá Sambandi ísl. bankamanna og 3 frá ríkisstjórninni, formaður Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari. Fulltrúar BSRB í nefndinni voru Kristján Thorlacius, Albert Kristinsson og Einar Ólafsson. Þessari nefnd var skipt í 3 undirnefndir, og ræddu fulltrúar ríkisins og BSRB saman í einni þessara nefnda. Voru samtals haldnir 9 fundir í nefndinni. í framhaldi starfs nefndarinnar voru teknar upp beinar viðræður á milli fulltrúa samninganefndar BSRB og 3 ráðherra. Samninganefnd BSRB fól 6 manna undirnefnd að ræða við ráðherranefnd um málið. í henni áttu sæti Kristján Thorlasius, Haraldur Steinþórsson, Hersir Oddsson, Kristín H. Tryggvadóttir, Einar Ólafsson og Örlygur Geirsson. 26 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.