Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 35

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 35
raunveruleg dæmi um ágreining af þessu tagi. í næstu kjarasamningum náðist fram það atriði, sem þarna var deilt um. Frá máli þessu er nánar skýrt í 1. tbl. Ásgarðs 1978. 2. Synjað um greiðslu vegna of stuttrar hvíldar 29. september 1977 var kveðinn upp dómur í Félags- dómi í máli, sem BSRB höfðaði gegn fjármálaráðherra. Krafan var, að dæmt verði að þeim ríkisstarfsmönnum, sem ekki ná tilskilinni lágmarkshvíld, skuli greitt yfir- vinnuálag. Var krafan í tveimur liðum. Dómurinn skiptist í þrennt. Tveir dómaranna vildu vísa þessu máli frá, af sömu forsendu og greinir í málinu hér að framan, þar sem ekki væri farið í mál vegna til- tekins einstaklings. Þeir studdu svo hins vegar efnislegan dóm annarra tveggja dómenda um, að fjármálaráðherra skyldi sýknaður í máli þessu. Einn dómarinn vildi taka til greina annan liðinn í kröfum BSRB. Frá þessu máli er skýrt í sama tölublaði Ásgarðs og í máli 1. Þetta ákvæði náðist síðan einnig fram í næstu kjarasamningum . 3. Synjað um sœngurfatnað 28. febrúar 1978 var kveðinn upp í Félagsdómi dómur í máli BSRB f. h. Fél. ísl. símamanna gegn fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs. Dómkröfur voru þær, að dæmt yrði að starfsmönnum Pósts og síma, sem starfa sinna vegna þurfa að gista íbúðarskúra, skuli lagður til þeim að kostnaðarlausu sams konar viðleguútbúnaður og tíðkast f gistihúsum hér á landi. í niðurstöðu dómsins var tekið fram að í 20. gr. aðal- kjarasamnings sé fyrirvari um viðleguútbúnað „eftir því sem við verður kornið". Vegna þessa fyrirvara, var fjár- málaráðherra sýknaður af kröfum stefnanda. 4. Vinnutími leikara BSRB fór í málið f.h. leikara Þjóðleikhúss í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana. Krafist var að greidd yrði sem yfirvinna öll vinna umfram 138 klst. mánaðarlega vinnuskyldu, án skerðingar á þegar áunnum álagsstund- um. Vinnustundir verða þannig taldar saman eftir því hvenær á útreikningstímabilinu þær eru unnar. Vildu leikarar ekki una því, að yfirvinnustundir, sem unnar væru eftir að leikari hefði skilað mánaðariegri vinnuskyldu sinni, kæmu til frádráttar á vaktaálagsstund- um og kröfðust leiðréttinga á þessu. Niðurstaða félagsdóms var sú, að þegar taldar eru saman vinnustundir leikara, sem starfa samkvæmt A- samningi, sé rétt að telja þær í þeirri röð, sem þær eru unnar. Þykir því rétt að taka kröfur BSRB til greina. Má!s- kostnaður féll niður. 5. Kröfur um að dómarar víki úr sœti BSRB krafðist þess í máli, sem flutt var fyrir Félags- dómi í desember 1977, að Sigurður Líndal, dómari, sem tilnefndur er af Hæstarétti, viki sæti. Ástæðan vat skrif, sem Sigurður lét frá sér fara meðan á stóð verk- falli BSRB um forustu verkalýðssamtakanna. Hann gæti því ekki talist hlutlaus aðili til dómsuppkvaðningar í málum, sem snerta þeirra samtök. Sama krafa var síðan gerð í öðrum málum, sem BSRB lagði fyrir Félagsdóm. Niðurstaða dómsins var einróma í bæði skiptin á þá lund, að Sigurður Lfndal skyldi víkja sæti. Málflytjandi fjármálaráðuneytisins tók síðan upp þá kröfu í mars 1979, að Örlygur Geirsson, sem tilnefndur er í Félagsdóm af BSRB, skuli víkja úr sæti í þremur málum, sem þá voru fyrir dóminum. Ástæðurnar væru þær, að hann fullnægi ekki dómaraskilyrði, þar sem hann væri stjórnarmaður í BSRB, sem er aðili málsins. 22. mars 1979 var þetta mál tekið til úrskurðar í Félagsdómi og var niðurstaða meirihluta dómsins á þá lund, að hin sérstöku dómaraskilyrði til dómara Félags- dóms, sem tilnefndir eru af Hæstarétti, skuli ekki ná til þeirra dómara, sem tilnefndir eru af Alþýðusambandi Islands, Vinnuveitendasambandi fslands eða öðrum að- ila. Þykir af því leiða, að heimilt er að tilnefna til setu í Félagsdómi menn í stjórn sambanda og félaga, sem geta rekið mál fyrir Félagsdómi að fullnægðum almenn- um skilyrðum. Var því niðurstaða fjögurra dómara á þá lund, að Örlygur Geirsson skuli ekki víkja sæti sem dómari í málinu. Einn dómarinn var þeirrar skoðunar að hann skyldi víkja sæti. 6. Viðurkenning starfsaldurs BSRB hefur lagt fram þá kröfu í Félagsdómi að við- urkenndur verði að fullu starfsaldur, sem starfsmenn hafi áunnið sér fyrir gildistöku síðasta kjarasamnings bandalagsins (1. júlí 1977). Ríkið hefði ekki fallist á að unnt væri að ávinna sér nema eins flokks launahækkun vegna starfa hjá ríkinu á tímabili fyrir gildistöku samn- ingsins. Máli þessu er ólokið, þegar skýrsla þessi er samin. 7. Samningar BSRB gildi fyrir afleysinga- fólk og lausróðna BSRB hefur sett fram þá kröfu fyrir Félagsdómi að dæmt verði, að ríkisstarfsmenn, sem eru félagsmenn í BSRB, skuli fá kaup og önnur starfskjör eftir aðalkjara- samningi bandalagsins. Þetta eigi m. a. við a) sumarafleysingafólk b) starfsmenn, sem ráðnir eru hluta af ári vegna tímabundinna verkefna, c) starfsmenn, sem ráðnir eru til starfa án heimildar skv. lögum nr. 97/1974 um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismál ríkisstofnana. Fram hafði komið í samstarfsnefnd BSRB og fjármála- 35 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.