Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 19
svonefnd verkfallsathvörf, þar sem haldnir voru fundir jafnvel daglega til þess að kynna mönnum það, sem væri að gerast. í Reykjavík voru slíkir fundir haldnir reglu- bundið hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana á Hótel Esju, sömuleiðis hjá kennarasamtökunum að Hallveigastöðum, í Hafnarfirði í hjálparsveitarhúsinu og sömuleiðis var haldið uppi skrifstofum hjá Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar og Keflavík, Kópavogar og víðar á land- inu. Eitt af því sem varð mjög áberandi var sambands- leysi úti á landi og kom í ljós að það háði mjög vmsri framkvæmd verkfallsins að það skorti tilfinnanlega upp- lýsingar um, hvað raunverulega var að gerast vegn símasambandsleysis. Yerkfallssjóður skapast Þegar verkfallið hafði staðið í nokkra daga, sam- þykkti samninganefnd BSRB að koma upp styrktarsjóði vegna verkfallsins. Fjár skyldi aflað með a) almennri fjársöfnun b) frjálsum framlögum þeirra opinberra starfs- manna, sem væru í starfi meðan á verkfalli stæði. Styrkur skyldi veittur þeim félagsmönnum BSRB, sem ættu í verulegum fjárhagserfiðleikum, sem stafaði af verkfallinu og færi eftir tekjum og fjölskyldustærðum. Sérstök sjóðstjórn var ætlað að stjórna bæði fjáröflun og úthlutun og formaður hennar var Kristín Tryggva- dóttir, ritari BSRB. Var í fréttatilkynningu til dagblaða óskað eftir umsóknum til skrifstofu bandalagsins. Ýmis félög brugðu mjög skjótt við og kom hæsta fjár- hæðin frá Hjúkrunarfélagi íslands, 1 milljón, Sjúkra- liðafélag íslands gaf 500 þús., Lögreglufélag Suðurnesja 300 þús., Félag flugmálastarfsmanna 200 þús. og Félag háskólamenntaðra kennara gaf 200 þús. og BHM beitti sér jafnframt fyrir verulegri söfnun á vinnustöðum. Frá einstaklingum innan vébanda BSRB barst all- mikið fé, einkum sýndu fangaverðir, lögreglumenn, starfs- fólk Pósts og síma og félagar SFR frá heilbrigðisstofn- unum lofsvert framtak og söfnuðu drjúgt á vinnustað. Utan BSRB bárust ýmis framlög, má þar nefna að Félag flugumferðastjóra gaf 150 þús., Félag ísl. rafvirkja 100 þús., Iðjuþjálfafélag íslands 100 þús. og blaðamenn Þjóð- viljans gáfu ein daglaun hver. Hæsta framlag frá ein- staklingi nam 110 þús. og næsthæsta 63 þús. í verk- fallinu söfnuðust á 8. milljón og munu reikningar verk- fallssjóðs verða kynntir á þingi BSRB, en greiddir styrkir skiptust þannig að 107 einstaklingar úr 10 félög- um fengu rúmlega 3 millj. kr. (Sjá bls. 25 í Ásgarði 1. tbl. 1978). 4. KAFLI VINNUSTÖÐVUN I. 06 2. MARS1978 Sarmtaða með ASÍ o. fl. Innan verðbólgunefndar þeirrar, sem ríkisstjórn hafði skipað og frá segir í 5. kafla í þessari skýrslu, hafði myndast samstaða með fulltrúum ASÍ og BSRB, sem skiluðu minnihlutatillögum ásamt fulltrúum Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þessi samstaða ASÍ og BSRB hélt áfram og fleiri samtök launafólks bættust í hópinn. Þegar frumvarp ríkisstjórnar sá dagsins ljós, hélt BSRB formannaráðstefnu, sem lagðist eindregið gegn kjara- skerðingu þeirri, er í frumvarpinu fólst. Sagði m. a. í samþykktum ráðstefnunnar þann 15. febr. 78. „Ef nauðsyn krefur og samstaða næst við önnur launþegasamtök um aðgerðir, felur formannaráðstefnan stjórn BSRB að gangast fyrir víðtækri þátttöku félags- manna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í þeim. — Komi til vinnustöðvunar, er stjórn bandalagsins falið að taka þátt í stjórnun hennar af þess hálfu.“ Samstarfsnefnd launafólks hélt daglega fundi. Voru í henni fulltrúar frá BSRB, ASÍ, Farmanna- og fiski- mannasambandi, Sambandi bankamanna, BHM og Iðnemasambandinu. Nefndin lét gera dreifimiða um kjaraskerðinguna og var hann prentaður í 60 þúsund eintökum og dreift um allt land. Var hann undirritaður af ASÍ, BSRB, FFSÍ, SÍB og BHM. Þá voru haldnir rúmlega 20 fundir utan Reykjavíkur á vegum samstarfsnefndar. Ræðumenn voru frá ASÍ og BSRB og auk þess frá öðrum á nokkrum stöðum. Fljótlega var tekið að ræða aðgerðir gegn lögunum og voru ýmsar hugmyndir uppi. Má þar nefna t. d. skæru- verkföll, staðbundnar vinnustöðvanir og allsherjarverk- fall, er stæði í einn eða fleiri daga, eða jafnvel ótíma- sett. Eftir miklar umræður var ákveðið að flytja tillögu í stjórnum allra samtakanna um, að hvetja félagsmenn til að leggja niður vinnu dagana 1. og 2. mars. Var það samþykkt af öllum nema bankamönnum. Ávarp stjórnar BSRB Stjórn BSRB sendi frá sér ávarp af þessu tilefni þann 23. febrúar, þar sem m. a. sagði: „Þar sem meirihluti Alþingis virti að vettugi allar ASGARÐUR 19

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.