Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 38

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 38
„Greiddar verði kr. 5.000 vegna 8% frádráttar af mán- aðarlaunum og kr. 10.000 vegna 16% af mánaðarlaunum, hvort tveggja miðað við fullt starf. Þeir, sem vinna hluta úr degi, eigi kost á hlutfallslegri greiðslu. Verkfallsstjórn úr fyrra verkfalli verði falið að annast úthlutun." í verkfallssjóðinn söfnuðust 872 þús. kr., en 640 félagar fengu bættan refsifrádrátt sinn og námu greiðslurnar alls 5.588.000 kr. Þar sem verkfallssjóðurinn nægði fyrir útgjöldum, þá kom ekki til viðbótargreiðslu úr sjóði bandalagsins. Greiðslur til einstaklinga skiptust þannig eftir aðildar- félögum: Samband grunnskólakennara 180 félagsm. Starfsmannafélag ríkisstofnana 176 — Landssamband framhaldsskólakennara 97 — Félag íslenskra síntamanna 80 — Hjúkrunarfélag fslands 33 — Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 21 — Starfsmannafélag Kópavogs 17 — Starfsmannafélag Hafnarfjarðar 8 — Starfsmannafélag sjónvarps 8 — Starfsmannafélag Garðabæjar 6 — Félag starfsmanna stjórnarráðs 5 — Starfsmannafélag ríkisútvarps 3 — Félag opinberra starfsm. Suðurlandi 3 — Póstmannafélag íslands 1 — Einstaklingsaðilar í BSRB 2 — Mælt með samþykkt ályktunar um öflun upplýsinga um þjóðartekjur og kaupmátt hér og á Norðurlöndum (4/1 1977). Stjórn BSRB telur að þingsályktun um hámarkslaun o. fl. muni ekki leiða til lausnar á þeim vanda, sem henni var ætlað að leysa. (13/4 1978). Lýst yfir andstöðu við þingsályktun um að koma upp með lögum hagstofnun launþega og vinnuveitenda (13/4 1978) . Varðandi þingsályktun um lágmarks- og hámarkslaun var því svarað að slíkt ætti ekki að vera lögbundið (15/1 1979) . Ferðaslysafrygging BSRB og félaga vegna fundahalda Bandalagið hefur gert sérstakan samning við Sjóvá- tryggingafélag íslands um ferðaslysatryggingar á vegum BSRB eða bandalagsfélaga vegna fundahalda og ráð- stefnuferða bæði innanlands og erlendis, t. d. getur þetta gilt fyrir fulltrúa, sem koma utan af landi eða ræðummenn sem eru á fundaferðum. Bandalagsfélögin geta gengið inn í þennan samning með þvf einu að skrá hina tryggðu fyrir milligöngu skrif- stofu BSRB. Fá félög hafa þó hagnýtt sér þetta — nema hvað Hjúkrunarfélag íslands tryggir fulltrúa sína reglu- bundið. 1. maí BSRB hefur undanfarin fimm ár verið aðili 1. maí að kröfugöngu og útifundi í Reykjavík með Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Iðnemasambandi Is- lands. Síðustu þrjú árin hafa þeir Örlygur Geirsson og Jónas Jónasson verið í 1. maí-nefndinni. Bandalagsstjórn hefur öll árin samþykkt eða lýst sig fylgjandi 1. maí ávarpi verkalýðsfélaganna og tilnefnt ræðumann á útifundinn. Árið 1977 talaði þar Örlygur Geirsson, árið 1978 talaði Kristján Thorlacius og 1979 Haraldur Steinþórsson. Umsagnir um þingmál Stjórn BSRB hefur fengið send til umsagnar ýmis mál frá nefndum Alþingis. Er þar einkum um að ræða þings- ályktanir frá einstökum þingmönnum. Hér verður skýrt frá afgreiðslu stjórnarinnar og í sviga er dagsetning stjórnarfundarins. Samþykktur stuðningur við tillögu um vinnuvernd og starfsumhverfi (20/4 1977). Skorað á Alþingi að samþykkja ályktun um skipun nefndar til að kanna eðli og útbreiðslu atvinnusjúkdóma (20/4 1977). Tilnefndir fulltrúar BSRB fil ýmissa sfarfa 24/6 1977 var samþykkt að Guðmundur Sigurþórsson sæti áfram í ferðakostnaðarnefnd fram yfir næstu samn- inga. Samkvæmt eigin ósk lét hann svo af því 30/11 ’77 og var Ágúst Guðmundsson, deildarstj. kosinn í staðinn. Yfirkjörstjórn var kosin 26. okt. 1977 vegna atkvæða- greiðslu um nýgerðan kjarasamning fyrir ríkisstarfsmenn. Formaður var Eggert Bjarnason (Lögrf. Rvíkur) og með honum voru Jón Helgason (SFR) og Hörður Zóphanías- son (SÍB). Örlygur Geirsson, deildarstj. var 30/11 1978 tilnefndur í Félagsdóm fyrir BSRB til þriggja ára í stað séra Bjarna Sigurðssonar, sem gegnt hafði því með prýði um all- langt skeið. Kristján Thorlacius var frá 1. jan. 1979 endurkjör- inn í stjórn Lífeyrissj. starfsmanna rík. til þriggja ára. Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson voru 30/11 1978 tilnefndir í samstarfsnefnd BSRB og fjár- málaráðh. skv. 39. gr. laga nr. 39/1976 um kjarasamninga. Þórir Maronsson, aðst. yfirlögregluþjónn og Gunnar Sandholt félagsráðgjafi voru tilnefndir 20/12 1978 í samstarfsnefnd ríkisins og BSRB um fullorðinsfræðslu skv. ákvæðum aðalkjarasamnings. 38 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.