Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 12

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 12
Sameiginlegt er með þessum störfum sem hér eru tekin til samanburðar að þau tilheyra heilbrigðisþjónustu eða uppeldismálum. Kaupið er meðalkaup í jan.—júní 1977, eins og hjá öðrum þeim, sem hér er fjallað um í þessum samanburði: Sjúkraliðar (6. og 7. lfl.): 81—95 þúsund. Ljósmæður (9. lfl.): 92—102 þúsund. Þroskaþjálfar (9. og 10. lfl.): 92—-105 þúsund. Fóstrur (10. lfl.): 95—105 þúsund. Röntgentæknar (10. og 11. lfl.): 95—109 þúsund. Hjúkrunarfræðingar (10.—12. Ifl.): 95—112 þúsund. Meinatæknar (11. og 12. lfl.): 99—112 þúsund. Grunnskólakennarar (með minna en BA-próf) (10,—12. lfl.): 95—112 þúsund. Grunnskólakennarar (BA-próf eða langur starfsferill) (13,—15. lfl.): 105—124 þúsund. Könnun Hagsfofunnar Könnun Hagstofu íslands á kjörum verslunar- og skrif- stofufólks í einkaþjónustu í Reykjavík náði til 1100 starfsmanna, sem starfa hjá 65 aðilum. Upplýst var um raunverulegar launagreiðslur í janúarmánuði 1977. Ýmislegt fróðlegt kom í ljós, t. d. er augljóst að með- altal fastra launa var talsvert hærra en launin skv. launa- stiga verslunarmanna. Yfirborganir þær sem þannig áttu sér stað voru minnstar í lægstu launaflokkunum, en juk- ust þegar ofar dró. Þannig voru yfirborganir 10.4 og 11.7% í 3. og 4. launaflokki VR, en þar eru byrjunar- flokkar ýmissa starfshópa. f 5. og 6. launafl. VR var afgreiðslufólk og sérhæft fólk, bókarar II, gjaldkerar II, vélgatarar, ritarar I og fleiri, og þar virðast yfirborganir frá samningi hafa verið 16.9 og 18.6%. Yfirborganir voru frá 25.1—29.6% í 7., 8. og 9. launa- fl. VR (þar eru m. a. bókarar I, gjaldkerar I, bréfritarar, deildarstjórar, skýrsluvélamenn I, fulltrúar II o. fl.). í 10. launafl. VR eru aðalgjaldkerar, deildarstjórar I, kerfisfræðingar og sölustjórar. Kaup þeirra hefði átt skv. samningi VR að vera 113 þús. kr. í janúar s.l. (sem svaraði til 15. launafl. BSRB), en reyndist 45.4% hærra eða 165 þús. kr. (sem var hærra en 24. lfl. BSRB var þá). Launastigi VR nær ekki hærra, heldur eiga einstakling- ar þá að semja um kaupið sitt. Meðaltal þeirra starfs- manna, sem þannig var ástatt um, reyndist 207 þús. kr. eða 25% hærra en í næsta launaflokki fyrir neðan. — Á þeim tíma var hæsta kaup skv. launatöflu BSRB (ráðu- neytisstjórakaupið) 196 þúsund krónur. Munur hæstu og lægstu launa sem skýrslan sýnir hjá VR er tæplega þrefaldur launamismunur (2.8) og er það sami munur og skv. launatöflu BSRB. Launamis- munur hjá VR er þó nokkru meiri, því að þar kemur ekki fram hver eru hæstu laun, heldur meðaltalið í efsta launa- flokki, og forstjórar og framkvæmdastjórar voru undan- skildir í könnuninni. Við beinan samanburð á kjörum skrifstofufólks hjá ríkinu annars vegar og VR hins vegar þarf margt að gæta og skal því ekki kveðinn upp neinn endanlegur dómur í því efni. Þessi samanburður, sem gerður var, að því er til skrifstofufólks tekur, af Hagstofu íslands, en að öðru Ieyti af sameiginlegri nefnd BSRB og ríkisins, hafði áreið- anlega mikil áhrif á gang viðræðna. Þess vegna þótti rétt að taka frásögn af því í þessa skýrslu. Viðræður stranda - verkfall boðað Á sameiginlegum fundi stjórnar BSRB og samninga- nefndar bandalagsins, sem haldinn var mánudaginn 5. sept. 1977 var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma með 59 samhljóða atkvæðum: „Hálfur mánuður er liðinn síðan samningaviðræður hófust á ný í kjaradeilum opinberra starfsmanna við ríkið og sveitarfélögin. Þrátt fyrir svo til daglega sáttafundi þann tfma, hafa engin þau tilboð komið frá ríki eða sveitarfélögum, er skapi grundvöll til samkomulags. Launatilboð ríkisins gerir ráð fyrir mun minni kjara- bótum en atvinnurekendur hafa almennt samið um í sumar, hvað þá að það leiðrétti það misræmi, sem skapast hefur á undanförnum árum milli launa opinberra starfs- manna og annarra. Tilboð ríkisins um önnur atriði en grunnlaunahækkun- ina gengur einnig alltof skammt. f tilboði um verðtryggingu launa er komið til móts við kröfur bandalagsins. Þó er þar ekki gert ráð fyrir verðlagsbótum á lágmarkskrónutölur áfangahækkana til hinna lægst launuðu. Með kröfum BSRB er stefnt að því að semja um sam- bærileg kjör starfsmanna ríkis og bæja og aðrar starfs- stéttir þjóðfélagsins hafa. Sá samanburður sem fyrir ligg- ur styður þessar kröfur sterklega. Til að koma hreyfingu á samningaviðræðurnar, þar sem reynt verði til þrautar að ná samningum, ákveður sam- eiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar að nota heimild laga og boða til verkfalls frá og með 26. þ. m. Felur fundurinn formanni og varaformanni samninga- nefndar BSRB að tilkynna fjármálaráðherra verkfalls- boðunina." Sátfalillaga Verkfall var boðað 26. sept. 1977, en sáttanefnd not- færði sér heimild í kjarasamningalögunum og frestaði verkfalli í 15 daga eða til 11. október. Sáttanefndin lagði fram sáttatillögu fyrir bæði ríkis- og bæjarstarfsmenn miðvikudaginn 21. sept. 1977. Alls- herjaratkvæðagreiðsla um sáttatillöguna fór fram 2. og 3. október. 12 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.