Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 6

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 6
Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Bandalag há- skólamanna og Sambands ísl. bankamanna um aðgerðir til að hrinda þeirri árás á frjálsan samningsrétt, sem frumvarpið felur í sér. Skorar formannaráðstefnan á Alþingi að hætta við að samþykkja þau ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér riftun á samningum um kaup og kjör. Verði Alþingi ekki við þessari áskorun er launafóik knúið til aðgerða til verndar samningsréttinum nú og í framtíðinni. Ef nauðsyn krefur og samstaða næst við önnur laun- þegasamtök um aðgerðir, felur formannaráðstefnan stjórn BSRB að gangast fyrir víðtækri þátttöku félagsmanna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í þeim. Komi til vinnustöðvunar, er stjórn Bandalagsins falið að taka þátt í stjórnun hennar af þess hálfu." Stofnaður verkfallssjóður. Kristín Tryggvadóttir, sem var formaður nefndar, sem annaðist styrktarsjóð þann, sem myndaður var í verk- falli BSRB, gerði formannaráðstefnunni grein fyrir söfn- uninni og ráðstöfun fjár. Samtals hafði verið safnað 10 millj. kr. og ráðstafað 3.1 millj. Sérstök nefnd undirbjó tillögur um verkfallssjóðinn og formannaráðstefnan sam- þykkti samhljóða eftirfarandi tillögu: „Formannaráðstefna BSRB haldin 15. febrúar 1978 samþykkir að stofnaður verði verkfallssjóður BSRB. Stofnframlag verði það fé, sem ekki var úthlutað úr styrktarsjóði vegna verkfallsins 1977. Framlög í verkfallssjóðinn verði fyrst um sinn miðuð við framlög úr aðalsjóði BSRB og aðildarfélaga eftir nán- ari ákvörðun þessara aðila. Einnig væri í verkfalli leitað eftir fastri greiðslu hjá þeim, sem starfa í verkfallinu, svo og efnt til söfnunar hjá almenningi. Ráðstefnan ákveður að skipa skuli 7 manna sjóðsstjórn. stjórn bandalagsins skipi stjórnina eftir tilnefningu frá bandalagsfélögum. Sjóðsstjórn semji drög að reglugerð fyrir verkfallssjóð, þar sem ákveðið verði um fjáröflun og meginreglur um úthlutun. Verði drög þessi kynnt bandalagsfélögunum um næstu áramót og miðað við að reglugerðin verði endan- lega staðfest á bandalagsþingi næsta ár.“ Formaður BSRB flutti skýrslu stjórnar og rakti störfin frá síðasta bandalagsþingi .Gerði hann grein fyrir gangi samningaviðræðna og framkvæmd fyrsta allsherjarverk- falls bandalagsins og ýmsum fleiri málum. Gjaldkeri BSRB útskýrði ársreikninga bandalagsins fyrir árið 1976. Þá samþykkti formannaráðstefnan tillögu að orlofs- heimilagjaldi bæjarstarfsmanna verði á árinu 1978 0.13% í staðin fyrir 0.10%, sem var árið áður og hafði verið ákveðið á þingi BSRB. Frásögn af formannaráðstefnunni birtist í 2. tbl. Ásgarðs í mars 1978. Formannaráðstefnan var haldin að Hótel Sögu. 2. Formannaráðstefna 31. ágúst 1978. Stjórn BSRB samþykkti 29. ágúst að boða til for- mannaráðstefnu til að fjalla um viðræður þær, sem átt höfðu sér stað milli bandalagsins og þeirra stjórnarflokka, sem undirbjuggu myndun nýrrar ríkisstjórnar. Var hún boðuð tveimur dögum seinna eða 31. ágúst og var hald- in í húsakynnum samtakanna, Grettisgötu 89. Rétt til setu á formannaráðstefnunni áttu 74 fulltrúar. Þrátt fyrir skamman fyrirvara voru mættir 62 fulltrúar, þegar flest var. Formaður bandalagsins rakti þær viðræður, sem átt höfðu sér stað meðan á tilraunum stóð til stjórnarmynd- unar. Var þar bæði um að ræða óformlegar viðræður einstaka stjórnarmanna í BSRB, sem síðan skýrðu frá gangi mála á stjórnarfundum, og einn formlegur fund- ur var haldinn með fulltrúum úr viðræðunefnd, sem stjórn bandalagsins hafði kosið. Miklar umræður urðu um málið og var drögum að tillögum vísað til sérstakrar nefndar, sem fjallaði um það og endanlegar tillögur henn- ar voru síðan bornar undir atkvæði og samþykktar með 48 atkvæðum gegn einu. Tillagan var svohljóðandi: Samningsréttur án áfangahækkunar. Nefnd á vegum stjórnar BSRB átti mánudaginn 28. ágúst viðræður við fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka, sem nú hafa myndað ríkisstjórn. Eftirfarandi atriði komu fram varðandi afstöðu stjórn- málaflokkanna í efnahagsmálum: 1. Lögin um ráðstafanir í efnahagsmálum frá í febrúar s.l. verði felld úr gildi. Kjarasamningar verði teknir í gildi og verðbætur greiddar frá 1. sept. n.k. samkv. þeim með þeirri undantekningu, að fullar verðlagsbæt- ur verði aðeins greiddar upp að tiltekinni launaupp- hæð, en síðan sama krónutala á laun þar fyrir ofan. 2. Kjarasamningar þeir, sem nú eru í gildi, yrðu fram- lengdir til 1. des. 1979 með óbreyttu grunnkaupi án nokkurra áfangahækkana á tímabilinu. 3. Sérstök endurskoðun verði framkvæmd á vísitölu- grundvellinum, sem miði að því að áhrif verðlags- hækkana verði ekki jafnvíðtæk á öllum sviðum þjóð- lífsins og verið hefur. 4. Tekið verði upp samstarf milli stjórnvalda og stétt- arfélaga. Sérstök undirnefnd ríkisstjórnar hafi ávallt samband við launþegasamtökin varðandi þau mál, er sérstaklega snerta hagsmuni félagsmanna. 5. Lögin um samningsrétt opinberra starfsmanna í BSRB verði endurskoðuð og m. a. afnumin bæði lögbund- inn gildistími til tveggja ára og gerðardómar um sér- kjarasamninga, auk þess sem verkfalls- og samnings- réttur verði samræmdur því, sem almennt gerist hjá verkalýðsfélögum. Formannaráðstefna BSRB fagnar því, að afnumin verði lögin um efnahagsmál frá því í febrúar og maí 1978, sem mjög hafa skert umsamin kjör félagsmanna BSRB. For- 6 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.