Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 36

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 36
ráðuneytis, að ríkið taldi að það gæti einhliða tekið ákvörðun um öll launakjör þessa fólks og þ. á m. röðun þess í launaflokka. BSRB taldi hins vegar að þessir að- ilar fullnægðu því ákvæði kjarasamningalaganna og kjara- samnings að vera í hálfu starfi eða meira. Það skipti ekki máli, hvort samningsráðningin næði yfir skemmri eða lengri tíma. Málflytjandi ríkisins gerði þá aðalkröfu fyrir Félags- dómi, að málinu yrði vísað frá dómi, þar sem að það tilheyrði almennum dómstólum en ekki Félagsdómi. Vara- krafa var hins vegar að fjármálaráðherra væri sýknaður af öllum kröfum. Mál þetta hefur þegar verið flutt fyrir Félagsdómi, en dómur var ekki uppkveðinn, þegar skýrsla þessi var samin. 8. Viðurkenning starfsaldurs hjó öðrum en ríkinu BSRB hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna starfs- tíma. Krafan er að starfstími hjá öðrum en hinu opin- bera skuli jafngilda 6 ára starfsaldri skv. kjarasamningi. Viðkomandi ráðuneyti (menntamálaráðuneyti) hafði fall- ist á við gerð ráðningarsamnings, að þessi starfstími væri tekinn til greina, en því var hins vegar synjað af fjár- málaráðuneytinu. Dómur lá ekki fyrir í máli þessu, þegar skýrslan var samin. Samsffarfsnefnd BSRB og fjármála- ráðherra í lögunum um kjarasamninga bandalags starfsmanna ríkis og bæja er gert ráð fyrir því að stofnuð skuli samstarfsnefnd og að BSRB tilnefni í hana 2 menn og fjármálaráðherra 2. Hlutverk þessarar nefndar er sam- kvæmt lögum það, að stuðla að samræmingu á fram- kvæmd laga þessara. Þá skal leggja fyrir nefndina deilu- mál, sem upp kunna að rísa. Verði samkomulag í sam- starfsnefnd um atriði, skal það bindandi fyrir báða aðila. Samstarfsnefnd hélt sinn fyrsta fund í septemtr 1976. Af hálfu BSRB hafa alla tíð átt sæti f nefndim Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson, en af hálfu fjármálaráðuneytisins Höskuldur Jónsson og Þor- steinn Geirsson, og síðar í stað Höskuldar, Baldur Möller. Starfsmenn nefndarinnar hafa verið þeir Guðmundur Karl Jónsson, fjármálaráðuneyti og Gunnar Eydal o" síðar Baldur Kristjánsson frá BSRB. Einar Ólafsson er varamaður í nefndinni. Fyrir nefndina, sem haldið hefur 27 fundi, hafa alls verið lögð 38 mál af hálfu BSRB. Auk þess hafa komið fyrir nefndina fjölmargar óformlegar fyrirspurnir á báða bóga og þar hafa átt sér stað umræður um einstaka þætti kjarasamninga og um ýmis framkvæmdaatriði. Um ágreiningsmál fyrir samstarfsnefnd má lesa sér til í eftirtöldum heftum Ásgarðs: f 4. tbl. 1976: Um lágmarkshvíld — frídaga vaktavinnumanna — greiðslu staðgengilsstarfa — útfærslu á orlofslengingu — vetrarorlof — hvort atvinnurekandi skuli greiða fyrir læknis- vottorð — yfirvinnu vaktavinnumanna í veikindum — framkvæmd greiðslu yfirvinnukaups — yfirvinnukaup lausráðinna og ágreiningsmál —• það hvernig búa skuli að símamönnum í útilegum. 1 1. tbl. Ásgarðs 1978: Um hvernig greiða skuli vinnu í verkfalli (sjá einnig um þetta í Huga 12. tbl. 2. árg.) — hvernig skilja beri ákvæði aðalkjarasamnings um flokkatilfærslu milli launaflokka 1—5, — 8 stunda lágmarkshvíldina — fæðispeninga I 3. tbl. Ásgarðs 1978: Um hvort orlof skuli skert vegna verkfallsins (svo varð ekki) — breytingu á ráðningarsamningi án samráðs við starfsmann — starfsaldurshækkun — almennt um meðferð ráðningasamninga í 5. tbl. Ásgarðs 1978: Um launalaust leyfi í stað veikindaleyfis — bætur fyrir hattmissi opinbers starfsmanns — hvernig greiða skuli, þegar unnið er í sumarleyfi —• réttindi sumarafleysingarfólks í 7. tbl. Ásgarðs 1978: Um hvort tiltekið starfsfólk við heilbrigðisþjónustu og víðar skuli teljast dagvinnufólk eða vaktavinnu- fólk — hvort greiða skuli orlofslaun eða orlofsfé í til- teknu tilviki — hvort lögskráðir sjómenn geti fallið undir sömu starfsgrein og verkstjórar í landi í 2. tbl. Ásgarðs 1979: í samstarfsnefnd voru samþykktar reglur um fæðis- peninga og mötuneyti í skólum um 12 daga gæsluvaktafrí, 16 daga frí, — 50 mín. reglu. í 3. tbl. Ásgarðs 1979: Þar er birt samkomulag sem tókst í samstarfsnefnd um það að þær konur sem hafa starfað hjá ríkinu í 6 mánuði skuli fá barnsburðarleyfi. Barnsburðarleyfismál hafa verið mjög áberandi á nær öllum fundum samstarfsnefndar. 36 ÁSGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.