Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 27

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 27
Tillögur BSRB 26. okt. 1978 voru af hálfu BSRB settar fram þessar tillögur um samningsréttinn. Tillögurnar voru lagðar fram í samningsréttarnefndinni: 1. Fellt verði niður ákvæði um samningstímabil, sem framvegis verði þá samningsatriði. 2. Kjaranefnd verði lögð niður. Verkfallsréttur gildi um sérsamninga aðildarfélaga BSRB. 3. Kjaradeilunefnd verði lögð niður. BSRB veiti nauð- synlegar undanþágur. 4. Lögin verði látin ná til þeirra stofnana, sem fá fé til greiðslu launa frá hinu opinbera (ríki og/eða) sveitarfélögum. Viðræður um samningsréttinn gengu mjög erfiðlega og segja má að lengi vel hafi ekki verið samkomulag milli fulltrúa ríkis og BSRB nema 1. liðinn. Ríkisstjórnin var frá upphafi reiðubúin að breyta því ákvæði í lögunum. Eftir áramótin komst nokkur skriður á samningavið- ræður, en þær strönduðu á ný eftir fund 18. jan. s.l. Viðræður lágu niðri fram til miðs marsmánaðar. Sjá nánar um einstaka þætti þessa máls í 5. og 6. tbl. Ásgarðs 1978 og 1. tbl. 1979. Samkomuíagið Stjórn og samninganefnd BSRB héldu sameiginlega fund 20. mars s.l. til að fjalla um uppsögn gildandi samninga. Fundinum bárust skilaboð frá fjármálaráðherra með ósk um, að haldið yrði áfram umræðum um samnings- réttarmálin. Að loknu fundarhléi voru samþykkt drög að slíku samkomulagi sem sex manna nefnd BSRB skyldi hafa sem veganesti í viðræðum við samráðsnefnd ríkis- stjórnarinnar. Næstu tvo daga voru stöðugir viðræðufundir við ráð- herranefndina. Umræður urðu mjög mikiar og ýtarlegar í samninga- nefndinni um einstaka þætti þeirra tillagna, sem gengu milli samningsaðilanna. Samkomulag það, sem 6 manna nefndin lagði fram að lokum, var samþykkt á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar 22. mars s.I. með 48 atkvæðum gegn tveimur, 5 sátu hjá. Samkomulagið, sem var undirritað 23. mars s.l. með þeim fyrirvara að það yrði samþykkt í allsherjarat- kvæðagreiðslu félagsmanna BSRB, fer hér á eftir í heild. SAMKOMULAGIÐ Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Bandalags starfsmanna ríkis og bœja hafa náð samkomu- lagi um eftirfarandi: 1. Ríkisstjórnin beiti sér fyrir eftirfarandi efnisbreyting- breytingum & lögum nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: a. Fellt verði niður úr lögum ákvæði um tveggja ára lágmarks samningstímabil, en lengd samnings- tímabils verði framvegis samningsatriði. b. BSRB fer með gerð aðalkjarasamninga fyrir ríkis- starfsmenn. Á sama hátt fara félög bæjarstarfs- manna með gerð aðalkjarasamninga við hlutaðeig- andi sveitastjórnir. c. Hvert aðildarfélag BSRB fer með gerð sérkjara- samninga, það er um skipun starfsheita og manna í launaflokka. Þeir samningar gilda í 3 ár. Ef sér- kjarasamningar takast ekki, skulu aðildarfélögin hafa verkfallsrétt, enda verði verkfall þá boðað samtímis og frá sama tíma hjá öllum aðildarfélög- um BSRB, sem verkfall ætla að boða. Heimilt skal félögum í stað verkfallsboðunar að vísa ágreiningi skv. þessum lið til þriggja manna gerðardóms, þar sem samningsaðilar skipa sinn mann hvor o<- Hæstiréttur formann. Á sama hátt getur ráðherra eða sveitarstjórn sem segir upp samningi einhliða lagt á verkhann eða skotið einstökum málum af þessu tagi til gerðardóms. Til gerðardóms má skjóta málum einstaklinga á samningstímabili vegna nýráðinga og breytinga á störfum. Ákvæði þessa liðar taki gildi 1. sept. 1980. d. Nefndarmönnum í Kjaradeilunefnd verði fækkað úr 9 í 5. Fjármálaráðherra skipi tvo, BSRB tvo og Hæstiréttur einn, sem sé formaður. Gildandi ákvæði í lögum, þar sem kveðið er á um hverjir ekki megi fara í verkföll til að haldið verði uppi nauðsynlegri öryggisgæslu og heilsugæslu verði gerð skýrari. e. Lögin nái til hálfopinberra stofnana, m. a. þeirra sem fá fé til greiðslu launa frá ríki eða sveitar- félögum að meginhluta. Ákvæði um þetta verði sett með lögum eða reglugerð eftir því sem þörf krefur að athuguðu máli. 2. Jafnframt því sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir ofan- greindum breytingum á samningsréttarlögum BSRB nr. 29/1976, samþykkir samninganefnd BSRB fyrir sitt leyti að falla frá þeirri 3% grunnkaupshækkun, er taka átti gildi 1. apríl n.k. Samkomulag þetta er af báðum aðilum undirritað með þeim fyrirvara að það verði samþykkt í ailsherjaratkvæðagreiðslu félags- manna BSRB. Reykjavík, 23. mars 1979. Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Tómas Árnason. F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Kristján Thorlacíus. Einar Ólafsson. Örlygur Geirsson. Kristín H. Tryggvadóttir. Hersir Oddsson. Haraldur Steinþórsson. ÁSGARÐUR 27

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.