Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 20

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 20
aðvaranir og áskoranir launþegasamtaka um að hætta við að samþykkja ákvæði um riftun samninga, þá er það ákvörðun samtakanna að boða til vinnustöðvunar á upp- hafsdegi kjaraskerðingarákvæðanna. Samstaða hefur tekist um, að vinnustöðvun verði boðuð að þessu sinni miðvikudaginn 1. mars og fimmtu- daginn 2. mars. Stjórn BSRB hvetur alla til þátttöku í aðgerðunum en getur ekki fyrirskipað slíkt. Hver einstakur verður að taka ákvörðun um hlutdeild sína og samstöðu með öðr- um.“ Síðan segir þar um aðstöðu BSRB: „BSRB setti fram þá kröfu við gerð kjarasamningalag- anna, og endurtók hana í síðustu samningsgerð, að segja mætti upp kaupliðum samnings, ef röskun yrði á um- saminni vísitölutryggingu eða veruleg rýrnun á kaup- mætti. Þessu var neitað af þeim sömu stjórnvöldum, sem nú hafa rofið samninga við opinbera starfsmenn. Vinnustöðvunin er algjör nauðvörn samtaka, sem mein- að hefur verið að semja við sína viðsemjendur á jafn- réttisgrundvelli. Takist ekki að hrinda þeirri árás, sem riú er gerð á nýfenginn samningsrétt BSRB og aðildarfélaga þess, þá virðist næsta tilgangslítið að efna til viðræðna og samn- ingagerðar í framtíðinni við ríkisvald og sveitastjórnir. Það er því sjálf tilvera stéttarsamtaka okkar sem er í húfi.“ Ávarpið er í heild birt í 2. tbl. Ásgarðs í mars 1978. Refsihótanir stjórnvalda Viðbrögð atvinnurekenda urðu mjög á einn veg. VSI gaf út yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar eru taldar ólöglegar og brot á samningum og varði ábyrgð og skaða- bótaskyldu samkvæmt almennum réttarreglum. Skoraði VSÍ á alla þjóðholla íslendinga að virða lög landsins og taka ekki þátt í ólöglegum aðgerðum. Frá fjármálaráðuneytinu kom straumur af yfirlýsingum. 24. febrúar kom fréttatilkynning þaðan, þar sem fjall- að var um fund fjármálaráðherra með formönnum BSRB og BHM. Kom þar m. a. fram, að ráðherra hafði skorað „... á formennina að hætta við hinar fyrirhuguðu að- gerðir, sem væru ólöglegar og varða þá, sem þátt í þeim tækju, bæði refsiábyrgð og frádrætti á launum. Ráðherra benti á að í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru ákvæði, sem kveða á um fvá- drátt frá launum vegna óheimilla fjarvista starfsmanna, en auk þess geta þær varðað refsingum." Með fréttatilkynningunni var birt tilvísun til þessara laga, þar sem m. a. sagði: „Starfsmanni er skylt að vinna án endurgjalds yfir- vinnu allt að tvöföldum þeim tíma, er hann hefur verið frá starfi, án gildra forfalla eða hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Nú sýnir starfsmaður óstundvísi og vanrækslu í starfi sínu og lætur ekki skipast við áminningu yfirboðara og varðar það brottvikningu um stundarsakir eða fyrir fullt og allt, ef miklar sakir eru.“ Þá var í síðari fréttatilkynningu því harðlega mótmælt að hér væri um „nauðvörn“ eða neyðarrétt að ræða. 28. febrúar felldi ríkisstjórn úr gildi umburðarbréf nr. 7/1968, en þar var heimild til starfsmanna að velja um, hvort óheimilum fjarvistum skyldi mætt með fækkun á sumarleyfisdögum eða aukavinnu. Síðan var í fréttatil- kynningu ríkisstjórnar ítrekað að starfsmanni væri skyh að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma, er hann hefur verið frá starfi án gildra fort'alla eða hlíta því, að dregið sé af launum sem því nemur. Og sjálf ríkisstjórnin fjallar um málið og sendir þessa frétt 27. febrúar: „Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, þar sem fjallað var um hvatningu meiri hluta stjórnar BSRB og launa- málaráðs BHM til starfsmanna ríkisins um að leggja nið- ur vinnu þ. 1. og 2. mars n.k. í því skyni að mótmæla lögum nr. 3/1978 um ráðstafanir í efnahagsmálum. var eftirfarandi ályktun gerð: Ríkisstjórnin telur, að hvatning og þátttaka af hálfu starfsmanna ríkisins í ólöglegu verkfalli sé með öllu ósamrýmanleg þeim trúnaðarskyldum, sem á starfsmönn- um ríkisins hvíla. Að óreyndu vill ríkisstjórnin treysta því, að starfsmenn ríkisins taki ekki þátt í ólöglegu verkfalli og ítrekar yfir- lýsingu fjármálaráðherra í fréttatilkynningu 24. febrúar S.I., að farið verði að lögum varðandi viðurlög, þ. á m. frádrátt á launum, vegna óheimilla fjarvista starfs- manna.“ Sama daginn og vinnustöðvunin hófst gat BSRB fyrst komið á framfæri sínum skýringum á launafrádrætti vegna vinnustöðvunar. Var fréttin samin í samráði við lögfræðing BSRB og kom í dagblöðum 1. mars. „BSRB hefur í dag borist fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu. Sú ákvörðun ráðuneytisins að fella nú úr gildi heimild um val starfsmanna mn leiðir til að mæta fjarvistum er tilraun til að hræða starfsfólk frá þátttöku í vinnustöðv- un með ógnun um stórfelld fjárútlát. Jafnframt er nefnilega dreift þeirri hugmynd, að ríkið geti dregið frá launum yfirvinnukaup í tvöfaldan þann tíma, sem starfsmenn eru fjarverandi, eða sem svarar 32% af mánaðarkaupi, vegna tveggja daga fjarvista. Sannleikurinn er hins vegar sá, að afturköllun um- burðarbréfsins breytir engu um upphæð þá, sem krefjast mætti í frádrætti af launum. Þessum ákvæðum hefur verið beitt nokkrum sinnum (t. d. gagnvart BHM og kennurum) og nam þá frádrátt- urinn 9.8% af mánaðarkaupi fyrir tvo daga. Lætur það nærri að vera sú upphæð, sem ríkið hefði þurft að greiða starfsmanni, sem mætir til vinnu. 20 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.