Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 37

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 37
10. KAFLI ÝMIS MÁL Lífeyrissjóðsmál Síðasta þing BSRB lýsti fullum stuðningi við þá rétt- lætiskröfu, að öllu launafólki verði tryggð eftirlaunakjör sambærileg þeim, sem gerast best í landinu. Jafnframt var lögð rík áhersla á, að áunninn lífeyris- og eftirlaunaréttindi opinberra starfsmanna verði ekki skert. Endurskoðun lífeyrissjóðslaga Þá var ályktað um ýmsar umbætur á gildandi laga- ákvæðum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Á árinu 1975 var skipuð nefnd til að endurskoða lög um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Enginn árangur hefur enn orðið af starfi þessarar nefndar. Fulltrúar ríkisvaldsins og Bandalags háskóla- manna hafa komið í veg fyrir, að nokkrar leiðréttingar fengjust fram. Tvær ástæður eru fyrir þessari afstöðu þeirra. í fyrsta lagi hefur ríkisvaldið viljað bíða með öll stærri málin eftir að heildarstefna verði mynduð almennt um lífeyrismál í landinu. f öðru lagi hefur sú krafa verið sett fram af hálfu BHM, að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins verði klofinn og félagsmenn í BHM verði fram- vegis í sérstökum lífeyrissjóði. Þessi krafa BHM hefur komið í veg fyrir, að nauðsyn- legar leiðréttingar fengjust á lögunum svo sem lækkun úr 20 ára aldri í 16 til aðildar að sjóðnum og að hinn svo nefndi biðreikningur verði jafnframt lagður niður. Lífeyrissjóöslán Lán úr lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eru nokk- uð mishá. Þau hafa tekið breytingum með hækkun verð- lags í landinu og miðað við fjárhagslega stöðu sjóðanna. Upphæð lána hefur verið sem hér segir: Frá 1. apríl 1977 1.500.000 Frá 16. des. 1977 1.800.000 Frá 22. sept. 1978 2.300.000 Frá 5. apríl 1979 2.800.000 Endurlán eftir 10 ár eru óbreytt (300.000 kr.). Vextir hafa verið: Frá 1. maí 1976 16% Frá 16. des. 1977 19% Lífeyriskerfi allra landsmanna Á árinu 1976 skipaði ríkisstjórnin 17 manna nefnd til að semja tillögur um nýskipan lífeyriskerfisins í landinu. Þessi nefnd hefur ekki lokið störfum, og er gert ráð fyrir, að starf hennar taki enn alllangan tíma. Hins vegar hefur nefndin nýlega skiiað frumvarpi, sem felur í sér bráðabyrgðalausn þessara mála á þann veg, að um 3000 manna, sem orðnir eru 70 ára, fái nú sambærilegan lífeyri og þeir, er koma undir ákvæði laga um eftirlaun til aldraðra í stéttarfélögum. í nefndinni komu fram þrjár hugmyndir um, hvernig afla skuli fjár tii að standa undir eftirlaunum til þeirra landsmanna, sem fengju rétt samkv. frv. ef að lögum yrði. Stjórn BSRB tók þá afstöðu að styðja tillögu, sem studd var af öllum öðrum fulltrúum samtaka launa- fólks í nefndinni, svo og af fulltrúum Vinnuveitenda- sambands íslands og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. Þessi tillaga felur í sér m. a., að lagður verði 5% skattur á iðgjaldatekjur allra lífeyrissjóða, auk fram- lags frá ríkissjóði, atvinnuleysistryggingasjóði, stofn- lánadeild landbúnaðarins, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og eftirlaunaiðgjaldi sjálfstæðra atvinnurekenda. Miðað við verðlag nú er áætlað, að þetta næmi urn 170—200 millj. kr. greiðslum árlega frá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, en heildarkostnaður vegna gild- andi laga um eftirlaun aldraðra og þeirra viðbótar, sem frumvarpið gerir ráð fryir, er áætlaður rúmlega 3.7 milljarðar. Yerkfallssjóóur bætir refsifrádráft í bréfi fjármálaráðuneytis frá 17. mars 1978 var til- kynnt að dregin yrðu 8% af mánaðarkaupi fyrir eins dags fjarvist og 16% fyrir tveggja daga fjarvist 1. og 2. mars. Stjórn BSRB samþykkti eftirfarandi mótmæli á fundi sínum 21. mars: „Stjórn BSRB mótmælir harðlega þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur að draga yfirvinnukaup í stað dagvinnu af þeim starfsmönnum, sem þátt tóku í mótmælaaðgerðum gegn kjaraskerðingu launafólks í byrjun marsmánaðar þ. á. Stjórn BSRB samþykkir, að þeir starfsmenn ríkis- og bæjarfélaga, sem beittir verða refsifrádrætti launa sem svarar yfirvinnukaupi vegna fjarveru í mótmælaskyni 1. og 2. mars s.l., skuli eiga kost á greiðslu úr Verk- fallssjóði BSRB. Beinir bandalagsstjórn þeim tilmælum til aðildarfélaga bandalagsins, að þau leggi viðbótarfé í Verkfallssjóð BSRB í þessu skyni. Það sem á vantar að núverandi inn- stæða f Verkfallssjóði, væntanleg framlög bandalagsfé- laganna og framlög einstaklinga hrökkvi fyrir þessum útgjöldum, skal greiða úr sjóði BSRB.“ Varðandi framkvæmd á greiðslum var eftirfarandi samþykkt: ASGARÐUR 37

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.