Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 14

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 14
Um þessa atkvæðagreiðslu eru engin fyrirmæli í lands- lögum, en í kjarasamningalögunum eru ákvæði um alls- herjaratkvæðagreiðslu um sáttatillögu. Þar er gerð sú krafa að 50% taki þátt í atkvæðagreiðslu. í allsherjaratkvæðagreiðslu um undirritaðan samning þarf enga lágmarksþátttöku og einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum. Allsherjaratkvæðagreiðslan fór fram dagana 9. og 10. nóv. 1977, og greiddu 67.7% atkvæðisbærra ríkisstarfs- manna atkvæði. Úrslit urðu sem hér segir: Já sögðu 4601 (75.5%) Nei sögðu 1155 (19.0%) Auðir seðlar 330 ( 5.4%) Ógildir 9 ( 0.1%) Breyfingar frá sáffafillögu Hér á eftir verður getið helstu breytinga, sem náðust fram umfram sáttatillöguna, sem felld var. Upptalning- in er þó ekki tæmandi: Til skýringar varðandi launabreytingar er hér birtur samanburður á öðrum hvorum launaflokki 1. júlí 1977 skv. eldri samningi, sáttatillögunni og loks endanlegum samningi 1977. Allsstaðar er tekið efsta þrep. Lfl. Júlí Sátta- % frá Samnings- % frá 1977 tillaga júlí drög júlí 1. 85.372 94.912 11.17 97.912 14.69 3. 90.859 99.855 9.90 102.855 13.20 5. 98.825 108.595 9.89 112.901 14.24 7. 106.265 118.755 11.75 122.811 15.57 9. 113.707 128.917 13.38 133.721 17.60 11. 121.154 139.080 14.80 144.631 19.38 13. 128.500 149.245 16.14 155.541 21.04 15. 138.488 160.578 15.95 166.451 20.19 17. 149.251 172.332 15.46 177.361 18.83 19. 160.852 184.487 14.69 188.271 17.05 21. 173.354 197.075 13.68 200.075 15.41 23. 186.826 210.129 12.47 213.281 14.16 25. 201.348 223.687 11.09 227.042 12.76 27. 213.682 236.193 10.53 239.736 12.19 29. 226.772 249.064 9.83 252.800 11.48 31. 240.622 262.301 9.01 266.236 10.64 Samkvæmt sáttatillögunni hækkuðu grunnlaun síðan um 1.5% 1. nóv. 1977 — en skv. samningum hækkuðu þau um 4000 kr. í september, október og nóvember. Sáttatillagan gerði ráð fyrir 3% hækkun 1. des. 1977, þó aldrei lægri upphæð en 5000 kr. Þessi hækkun varð 4% frá júlíkaupi og ekki lægri en 5000 í 1.—4. lfl., um 6500 kr. í 5.—9. lfl. og 4% hækkun þar fyrir ofan. Samkvæmt sáttatillögunni áttu laun að hækka um 3% 1. júlí 1979, en sú dagsetning færðist fram til 1. apríl 1979. Samið var um örar flokkatilfærslur í neðstu launa- flokkunum. Þannig færast allir í 5. launaflokk og tekur sú tilfærsla allt að 6 árum. Eftir 15 ára starfsaldur hækki starfsmenn um einn launaflokk. Eftir 10 ára starfsaldur skal greiða með desemberlaun- um persónuuppbót, sem 1977 var 40 þús. kr., fyrir fullt starf og hlutfallslega fyrir minna starf. Heimilt er að nota skilgreiningar eða starfsmat til röð- unar starfsheita og einstaklinga í launaflokka í sérsamn- ingum. Skýrari reglur og samræmdar eru nú um greiðslur, ef ekki næst tilskilin hvíld fyrir fastan vinnudag eða eftir langa samfellda vinnu. Krafan um endurskoðunarrétt í samningstímabili með verkfallsrétti náðist ekki fram. Sá fyrirvari, sem náðist um, að heimilt sé að krefjast endurskoðunar og fjalla um ágreininginn hjá sáttasemjara, hefur reynst einskis virði í framkvæmd. Bókanir voru gerðar um samvistartíma við vaktaskipti og að taka skuli tillit í sérkjarasamningi til sérstaklega mikilla óhreininda við störf. Ýmis ákvæði úr eldri sérkjarasamningum varðandi kennara hafa verið felld inn í fskj. 1. með aðalkjarasamn- ingi. Ákvæðum í grein 1.4.3 í samningi um jafngildi prófa til launa var með sérstakri bókun framfylgt varðanð' kennara með hækkun um einn launaflokk. Fylgiskjal 3 um kjaraatriði og vinnutíma fyrir leikara o. fl. var endurskoðað og bætt. Breytt var fylgiskjali nr. 4 um vinnutíma starfsfólks við skólastofnanir sem ekki starfa allt árið. Sérstök bókun var gerð um nokkur kjaraatriði hjúkr- unarfræðinga. Fleiri atriði verða ekki rakin hér, en kjarasamningur- inn í heild er eins og áður segir birtur í 4. tölublaði Ásgarðs 1977. Aðalkjarasamningur bæjarsfarfsmanna Framkvæmd samninga og verkfalls hjá bæjarstarfs- mönnum varð afar mismunandi. Aðalkjarasamningar bæjarstarfsmanna voru undirritaðir á tímabilinu frá 10. október til 9. nóvember. Á Akranesi var undirritaður samningur 10. október, Vestmannaeyjum, Garðabæ og Seltjarnarnesi 11. október, Neskaupstað, Fél. opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Siglufirði 12. október. Reykjavík og Húsavík 13. október, Sauðárkróki 14. október, Keflavík 15. október, Akureyri 17. október, Hafnarfirði og Mosfellssveit 18. október, ísafirði 20. október og Kópavogi 21. október. Þá voru samningar Reykjavíkurborgar við Hjúkrunarfélag íslands undir- ritaðir 26. október og Akureyrarbæjar við Hjúkrunarfé- lagið ekki fyrr en 9. nóvember. Yfirlit yfir þessa samn- inga er að finna í 1. tbl. Ásgarðs í febrúar 1978. 14 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.