Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 8

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 8
5. Bœjarstarfsmannaráðstefnan 3. janúar 1979 í tengslum við fund samninganefndar BSRB þá var boðað til bæjarstarfsmannaráðstefnu 3. janúar 1979. Vegna samgönguerfiðleika þá voru færri mættir en til stóð eða 14 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum. Rætt var um hugmynd sem sett hafði verið fram á samninganefndar- fundi, hvort ekki væri tímabært að bæjarstarfsmanna- félögin stofnuðu með sér einhvers konar samband. Einn- ig var rætt um viðhorfin í samningsréttarmáli bandalags- ins og hvernig aðstaða bæjarstarfsmanna væri sérstaklega varðandi þau tilboð er komið hefðu frá fjármálaráðherra. Allmiklar umræður urðu um bæði þessi mál, en vegna fámennis var ákveðið að efna til nýs fundar að loknum samninganefndarfundi í trausti þess, að þá hefðu ein- hverjir bæst við. Framhaldsfundur var svo haldinn 5. janúar 1979 og sátu hann 18 fulltrúar frá 10 bæjarstarfsmannafélögum. Fram kom tillaga um að eftirtalin 7 bæjarstarfsmannafélög tilnefni í undirbúningsnefnd fyrir samráð bæjarstarfs- manna þ. e.: Akureyri, Akranes, Hafnarfjörður, Kópa- vogur, Reykjavík, Seltjarnarnes, og Hjúkrunarfélag ís- lands. Samþykkt var svohljóða að nefndin væri skipuð á þennan hátt og að Albert Kristinsson skyldi kalla hana saman. Erlenf samstarf 1. Bœjarstarfsmenn BSRB er þátttakandi í samtökum norrænna bæjar- starfsmanna. Þar eru haldnir formannafundir árlega og fulltrúafundur annað hvort ár. Þórhallur Halldórsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, er í stjórn norrænna bæjarstarfsmannasambandsins og sótti formannafundi þar í október 1976, í Svíþjóð í desembr' 1977 í Kaupmannahöfn og í nóvember 1978 í Finnlandi. Þá sótti hann jafnframt afmæli finnskra bæjarstarfs- m annasambandsins. Þing norrænna bæjarstarfsmanna var haldið í maí 1978 og það sóttu 4 fulltrúar, Hersir Oddsson, Þórhall- ur Halldórsson, Ingimar Karlsson og Haukur Hannesson frá Kópavogi. I júlí 1977 var haldin ráðstefna í Finnlandi og hana sóttu Eyþór Fannberg og Birna Stefánsdóttir. 2. Ríkisstarfsmenn NOSS, samband ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum var lagt niður í september 1978. Var boðaður sérstakur fund- ur í Stokkhólmi, þar sem mættir voru Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson og varð það að samkomulagi að leggja niður þetta samstarf, sem BSRB hefur tekið þátt í frá 1966. Eins og er þá er ekki um að ræða neitt sérstakt samband ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum. 3. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga Samþykkt var á síðasta þingi BSRB að sækja um aðild að Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU). Aðildarumsókn BSRB var tekin til greina og hefur banda- lagið greitt iðgjöld til alþjóðasambandsins síðan, en hins vegar ekki sótt þar neina fundi. Innan Alþjóðasambandsins er síðan starfandi sérstakt samband verkalýðsfélaganna í Evrópu og sótti BSRB um inngöngu í það. Þar hefur ekki verið haldið þing ennþá, en það mun verða haldið núna alveg á næstunni og þá afgreidd inntökubeiðni bandalagsins þar. Skilyrði fyrir því að verða síðan tekinn sem gildur aðili í sambandi norrænna verkalýðsfélaga, NFS, er að hafa fyrst hlotið aðild að Evrópusambandinu. BSRB hef- ur haft nokkurt samband við ráðamenn í NFS, og er þess að vænta að gengið verði frá umsóknaraðild BSRB sem yrði þannig annar þátttakandinn frá íslandi ásamt Al- þýðusambandi fslands. f norræna sambandinu eru tvö sambönd frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og eitt frá Noregi. Er þar alls staðar um að ræða annars vegar al- þýðusamband viðkomandi lands og hins vegar samband opinberra starfsmanna. 4. Aðrir aðilar BSRB fékk boð til að senda þátttakendur í Folkbild- ungskonferens, sem haldinn var í Svíþjóð í maí 1978 og þangað fóru Guðjón B. Baldvinsson og Þórir Marons- son. Þá var BSRB boðið sumarið 1977 að senda öðru sinni þátttakanda á sumarskóla, sem haldinn var á vegum ensks sambands opinberra starfsmanna NALGO á sumr- inu 1977, mætti Haraldur Steinþórsson fyrir bandalagið (frásögn í 1. tbl. Ásg. ’78). Sigurveig Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, sem sæti á í stjórn BSRB sótti ásamt fulltrúa frá ASÍ námskeið Norrænna verkalýðsháskólans, sem fram fór í Svíþjóð. Sviss og Frakklandi og stóð í 7 vikur (27.5—8.7 ’78.) Var þar sérstaklega kynnt starf Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar í Genf. (Sjá Ásgarð 6. tbl. 1978). Félagamiðsföðin Hugmyndin um sameiginlegt félagsheimili fyrir BSRB og bandalagsfélögin er gömul. Á 25 ára afmæli BSRB 1967 lét borgarstjórinn í Reykjavík í té loforð um lóð í nýja miðbænum. Um svipað leyti var byrjað að leggja í húsbyggingasjóð BSRB. 8 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.