Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 24

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 24
málum og ný stefna í fjárfestingar- og lánamálum." f því skyni að koma föstu formi á þetta samráð og samstarf, hafa þrír ráðherrar verið kjörnir til þess að taka þátt í því að annast það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Eru það þeir Tómas Árnason, fjármálaráðherra, Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, og Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra. Þess er hér vinsamlegast farið á leit við yður, að þér tilnefnið af yðar hálfu fulltrúa til þess samráðs og sam- starfs, sem hér hefur verið fjallað um. Ólafur Jóhannesson, Guðm. Benediktsson. Nokkrir fundir voru haldnir í framhaldi af þessu, en vart er hægt að segja að samráð þetta hafi borið nokk- urn ávöxt. Stjórn BSRB tilnefndi sex fulltrúa til að taka þátt í samráðsfundum þessum, en þeir voru Kristján Thorlacius, Hersir Oddsson, Haraldur Steinþórsson, Einar Ólafsson, Kristín H. Tryggvadóttir og Örlygur Geirsson. Yísifölunefnd 26. september 1978 skipaði ríkisstjórn svonefnda Vísi- tölunefnd til að gera tillögur um endurskoðun viðmið- unar launa við vísitölu. f nefndina voru skipaðir, auk Jóns Sigurðssonar, hag- rannsóknarstjóra, sem var formaður hennar, 2 fulltrúar frá ASÍ, 2 frá VSÍ, 1 frá Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna, 1 frá BSRB, 1 frá BHM, 1. frá FFSÍ og 1 frá samninganefnd ríkisins í launamálum. Var Haraldur Steinþórsson, framkv.stj. BSRB, skipaður af hálfu þess, en auk þess skipaði stjórn fjögurra manna undirnefnd. f henni sátu: Ágúst Geirsson, FÍS. Jónas Jónasson, Landssambandi lögreglumanna. Sigurveig Sigurðardóttir, Hjúkrunarfél. íslands. Örlygur Geirsson, Fél. starfsm. stjórnarráðsins. Með nefndinni starfaði Björn Arnórsson, hagfræðing- ur BSRB. Hélt nefndin fjölmarga fundi þar sem tillögur og gögn voru unnin, rædd og undirbúin fyrir fundi vísitölunefndar og stjórnar BSRB. Þegar frá upphafi var gott samstarf milli fulltrúa ASÍ, BSRB og FFSÍ í nefndinni og unnu hagfræðingar BSRB og ASÍ saman að gagnaöflun. Á tímabilinu fram til 17. nóvember hélt nefndin 10 fundi. 17. nóv. lagði Jón Sigurðsson formaður Vísitölunefndar- innar fram tillögur, sem hann dró saman á eftirfarandi hátt: 1. Nýr grunnur verði lagður að vísitölu framfærslu- kostnaðar á næsta ári. 2. Breytingar á sköttum og niðurgreiðslum hafi ekki áhrif á verðbótavísitölu. Meðferð á áfengis- og tóbaksverðsbreytingum haldist óbreytt. 3. Búvörufrádráttur haldist eða í hans stað komi al- mennur frádráttur, sem nemi ákveðnu hlutfalli af hækkun framfærsluvísitölu hverju sinni. 4. Ákvæði um verðbótaauka verði tekin til sérstakrar endurskoðunar, en fyrst um sinn verði hann felldur inn í fastar verðbætur á núverandi stigi. 5. Rýrni viðskiptakjör þannig, að innflutningsverð hækki umfram útflutningsverð, skal ekki verðbæta laun sem því nemur. Batni viðskiptakjör að nýju á samningstímanum, kæmi til hækkunar verðbóta í áföngum, þegar fyrra viðskiptakjarastigi er örugg- lega náð innan þeirra marka. 6. Verðbætur greiðist sem hlutfallslegar bætur eins á öll laun ef ein regla á að gilda fyrir alla í þessu efni. 7. Verðbætur greiðist á sex í stað þriggja mánaða fresti fyrst um sinn. 8. Fari verðbætur fram úr ákveðnum umsömdum mörk- um á næsta ári, falli það, sem umfram er, niður eða renni í bundinn sjóð. Drög að tillögum þessum höfðu verið rædd í nefnd- inni og lét fulltrúi BSRB bóka sérstaklega á 7. fundi nefndarinnar 10. nóv. eftirfarandi: „Samningar BSRB og ráðherra eru í gildi til 1. júlí n.k. Ég hef ekki sem tilnefndur af BSRB neitt umboð til að gera hér tillögur um breytingar á gildandi vísitöluákvæð- um miðað við 1. des. n.k.“ Fulltrúar BSRB, ASÍ og FFSÍ létu auk þess bóka eftir- farandi sameiginlega yfirlýsingu: „Við leggjum áherslu á, að það er ekki verkefni nefnd- arinnar að gera tillögur um hvað gert skuli 1. desember. Nefndin hefur rætt allar helstu tillögur, sem fram hafa komið á undanförnum árum, um breytingar á vísitölu- kerfinu, og umræður standa nú um verðbótaauka, fyrir- komulag skatta í vísitölukerfinu og hvort taka megi tillit til breytinga viðskiptakjara í verðbótarvísitölu. Við lýs- um okkur reiðubúna til áframhaldandi umræðna um þessi atriði. Jafnframt er okkur ljóst að þeim umræðurn verður ekki lokið fyrir 20. nóvember n.k. og lengri tími er nauðsynlegur, ef nefndin á að láta frá sér fara til- lögur um þessi atriði. Við höfum innan nefndarinnar gert fjölmargar athugasemdir við drög þau, sem rædd hafa verið á fundunum, svo og lýst andstöðu við ákveðin atriði þeirra. Á þessu stigi máls teljum við þó ekki rétt að gera sér- staka grein fyrir sjónarmiðum okkar.“ Rétt er að geta þess, að fulltrúar VSÍ töldu ekkert svigrúm til nokkurra verðbóta, en fulltrúi samninganefnd- ar ríkisins stóð að hugmyndum Jóns Sigurðssonar. Desemberlögin - mófmæii BSRB l.desember 1978 komu til framkvæmda lög um tíma- bundnar ráðstafanir gegn verðbólgu. Samkvæmt beim voru aðeins greiddar út 6.12% verðbætur í stað 14.13%. 24 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.