Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 25

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 25
Voru niðurgreiðslur auknar, skattar lágtekjufólks lækk- aðir o. fl. skv. sama frumvarpi og var það ætlað á móti 2% verðbótum. Þá var BSRB innt eftir ábendingum um sérstakar félagslegar aðgerðir, sem ætlað var jafngilda 3% verðbótum til handa opinberum starfsmönnum og lagði BSRB fram tillögur um aðild að stjórn fram- kvæmda og úthlutun íbúða, sem byggðar eru á félags- legum grundvelli, að opinberum starfsmönnum verði tryggðar atvinnuleysistryggingar eins og öðru launafólki, að biðreikningar lífeyrissjóða verði afnumdir og hlutað- eigandi lífeyrissjóðir opnaðir öllum þeim, sem starfa samkvæmt samningum BSRB og aðildarfélaga þess og að BSRB fái aðstöðu til að fjalla um undirbúning löggjafar um þær félagslegu ráðstafanir, sem gert er ráð fyrir. Erfitt er að meta hvað þessi lög höfðu í för með sér mikla kjaraskerðingu, t. d. útkomuna úr skattadæminu. Enn hefur þó ekkert verið framkvæmt af þeim félagslegu ráðstöfunum, sem ofan greinir og áttu að koma í stað 3% verðbóta. Stjórn BSRB mótmælti aðgerðum þessum með eftirfarandi samþykkt, sem var gerð 28. nóvember, með atkvæðum allra fundarmanna: „Vegna framkomins stjórnarfrumvarps um tímabundn- ar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, mótmælir stjórn BSRB því eindregið, að gildandi kjarasamningum sé ennþá breytt með lögum og þannig skertur umsam- inn kaupmáttur launa. Stjórnvöld virðast ekki sjá önnur ráð til að draga úr óðaverðbólgu en minnka kaupmátt launa. Stjórn BSRB telur, að ráðstafanir af þessu tagi hafi þó alltaf reynst skammgóður vermir og ekki dugað til lækningar verðbólgunnar. Stjórn BSRB bendir á þá staðreynd, að íslenska þjóðin hefur á nokkrum áratugum endurbyggt svo til allan húsakost landsmanna og byggt upp flest atvinnutæki sín og orkuver. Þessi gífurlega fjárfesting hefur skapað auknar þjóðar- tekjur og bættan þjóðarhag, en jafnframt leitt af sér óðaverðbólgu og fjármálameinsemdir, sem nauðsynlegt er að snúast gegn. Þjóðin á nú um það að velja að draga um sinn úr hinni öru fjárfestingu og taka allt efnahagskerfið föstum tökum eða slaka á eðlilegum kröfum um sambærilcg lífskjör og fólk býr við í nágrannalöndum okkar. Launafólk krefst þess, að stjórnvöld velji fyrri kostinn. Því skorar stjórn BSRB á ríkisstjórn og Alþingi að hefjast þegar handa um áætlunargerð til lengri tíma, er hafi það markmið að draga úr verðbólgu, tryggja kaup mátt launa og forgangsverkefni í framkvæmdum, er ekki þola bið. Verði ekki brugðið skjótt við um breytingu á íslensku efnahagslífi, þá munu bráðabirgðaráðstafanir þær, sem í frv. felast, reynast haldlitlar og ný verðbólguvandamál hlaðast upp.‘ Vísifölunefnd endurvakin 22. nóv. 1978 óskaði forsætisráðherra þess í bréfi, að Vísitölunefndin hæfi störf að nýju og gerði tillögur um endurskoðun viðmiðunar launa við vísitölu. Nefndin klofnaði sem fyrr, en hún lauk störfum 11. febrúar. Tillögur formanns nefndarinnar gengu mjög í þá átt að skerða kjörin, auk þess að skekkja vísitölugrund- völlinn verulega. Vísast um þetta til frásagnar í Ásgarð 2. tbl. 1979. BSRB stóð að eftirfarandi bókun ásamt fulltrúum ASÍ og FFSÍ. „í gær afhenti forsætisráðherra fulltrúum samtaka okkar eintak af efnahagsmálafrumvarpi sínu. f frum- varpinu eru teknar upp nær óbreyttar tillögur formanns vísitölunefndar, sem til umræðu hafa verið hér í nefnd- inni og ráðherra er kunnugt um að hafa mætt þungri andstöðu af okkar hálfu. Jafnframt lýsir forsætisráð- herra því yfir að hann muni taka til greina þau atriði, sem samstaða næst um í vísitölunefnd. M. a. vegna afstöðu atvinnurekenda í nefndinni er ljóst að slíkt sam- komulag verður ekki. Skilabréf vísitölunefndar virðist þannig hafa misst gildi sitt. Við teljum þó rétt að árétta afstöðu okkar til einstakra atriða. Við erum algerlega á móti því að skattar og niður- greiðslur verði tekin út úr vísitölu og að verðbætur verði frystar til 9 mánaða svo nokkur atriði séu nefnd. Við höfum hins vegar lýst okkur reiðubúna að ræða þætti eins og hvernig beinir skattar séu teknir inn í vísitölugrundvöll, að setja grunn verðbótavísitölu á 100 í tengslum við nýja samninga og hvort og hvernig taka mætti upp viðskiptakjaravísitölu í framtíðinni. Um þessi atriði er ekki samkomulag í nefndinni og þar sem forsætisráðherra hefur þegar lagt fram frum- varp í ríkisstjórninni byggt á tillögum formanns vísi- tölunefndar að því er vísitölumál varðar, hefur hann í reynd slitið störfum nefndarinnar. Með þessu tekur forsætisráðherra verkefnið af borði vísitölunefndar og færir það yfir á annað svið. Miðstjórn ASÍ mun síðar gefa umsögn um frumvarp forsætisráðherra í heild sinni og er reiðubúin til þess að ræða við stjórnvöld um einstök atriði þess þ. m. t. verðbótaákvæði kjarasamninga. Stjórn BSRB mun síðar fjalla um frumvarp forsætis- ráðherra. Sama gildir um stjórn FFSÍ.“ Efnahagsfrumvarp forsætisráðherra Efnahagsfrumvarp forsætisráðherra, er um getur í ofangreindri bókun var tekið til umfjöllunar í stjórn BSRB, sem gerði um það allítarlega umsögn. (Sjá 2. tbl. Ásgarðs 1979). Var þar einkum mótmælt þeim miklu kjaraskerðingum, sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Voru á frumvarpinu gerðar nokkrar breytingar og var 25

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.