Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 15

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 15
Á sjö fyrstnefndu stöðunum mun ekki hafa komið til verkfalls. Af hálfu viðsemjenda var stofnuð sameiginleg samninganefnd fimm sveitarfélaga á Reykjanesi. Hún náði fyrst samkomulagi við Starfsmannafélag Kópavogs 9. sept. um öll atriði aðalkjarasamnings önnur en launa- stiga og launabætur. Var sams konar samkomulag einnig gert við Seltjarnarnes, Keflavík, Mosfellssveit og Garða- bæ. Starfsmannafélögin aflýstu samt ekki verkfallsboðun sinni og átti Kópavogsfélagið m. a. allra félaga iengst í verkfalli. Segir frá samkomulagi þessu í Huga 10. tbl. 2. árg. Þá var fyrri aðalkjarasamningur samninganefndnr Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við borgina felld- ur á fundi 10. október. Bæði á Akureyri og Hafnarfi'-öi voru upphaflega felldir á félagsfundum aðalkjarasamn- ingar sem þessi félög höfðu gert. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig hagað var vsrk- föllum bæjarstarfsmanna á einstökum stöðum, en þau voru afar mismunandi eins og fyrr segir. Sérkjarasamningar bæjarstarfsmanna- félaga Félagsmálaráðuneytið veitti, umbeðið, bæjarstarfs- mannafélögunum frest til að ljúka sérkjarasamningum við viðsemjendur sína, til 1. febrúar 1978, en þeim á skv. reglugerð að vera lokið 45 dögum eftir undirritun aðalkjarasamnings, ella fari þeir fyrir Kjaranefnd. Að- eins eitt félag þurfti ekki á frestun að halda, Starfsmanna- félag Akureyrar, en það undirritaði samning við bæjar- stjórn 17. des. 1977. Ellefu bæjarstarfsmannafélög til við- bótar náðu samningum. Siglufjörður 31. jan. 1978, Vest- mannaeyjar 8. febr. 1978, Reykjavík 9. mars 1978, Hafn- arfjörður 21. mars 1978, Seltjarnarnes 23. mars 1978, Sauðárkrókur 31. mars 1978, Neskaupstaður 20. apríl 1978 og Akranes 21. maí 1978. Þá náðist og samkomulag í Garðabæ og FOSS náði samkomulagi við sveitarstjórn- ir í Árnessýslu. Á fimm stöðum náðist ekki samkomulag. ísafirði, Húsa- vík, Mosfellshreppi, Keflavík og Kópavogi. Kjaranefnd úrskurðaði um samninga þessara félaga og birti úrskurð sinn 24. apríl 1978. Samningar félaganna og dómar eru birtir í 4. og 5. tölublaði Ásgarðs 1978. Sérkjarasamningar ríkisslarfsmanna Kjaranefnd fékk til afgreiðslu alla sérkjarasamninga ríkisstarfsmannafélaganna 15, nema hvað LSFK tókst að semja fyrir þann hluta félagsmanna sinna, sem kenna í framhaldsskólum. Úrskurðir Kjaranefndar bárust í lok febrúar og eru birtir í 3. tbl. Ásgarðs 1978. BSRB semur fyrir einsfaklinga Samkvæmt reglugerð um kjarasamninga sveitarfélaga þá annast BSRB alla samninga fyrir einstaklingsaðila, sem ekki eru í bæjarstarfsmannafélögum. Stjórn BSRB gerði um þetta samhljóða eftirfarandi samþykkt 24. apríl 1978: „Stjórn BSRB samþykkir að fela fyrir sína hönd for- manni eða framkvæmdastjóra bandalagsins að staðfesta aðalkjarasamninga eða sérkjarasamninga, sem gerðir eru skv. 4. gr. rgl.g. nr. 236/1976 um fyrirsvar BSRB fyrir einstaklingsaðila. Verði áður leitáð samþykkis þeirra einstaklinga, sem aðild eiga að hverjum samningi, og skal fara fram leyni- leg atkvæðagreiðsla meðal þeirra, ef ósk kemur fram um slíkt. Röðunarmálum einstaklinga skal vísa til Kjaranefnd- ar, ef ekki næst samkomulag aðila um sérkjarasamning, eða ef aðilar eru sammála um að vísa ágreiningi varð- andi einstakling til kjaranefndar. Einfaldur meirihluti þeirra sem kjósa, ræður í atkvæðn- greiðslu um afstöðu starfsmannahóps þess, sem samn- ingur nær til. Sérstakur fulltrúi á skrifstofunni (Baldur Kristjánsson) hafi verkefni þessi sérstaklega með höndum og haldi sam- an öllum gögnum varðandi einstaklingsaðila." 3. KAFLI FRAMKVÆMD VERKFALLS í OKTÓBER 1977 Verhfallsboðun Á sameiginlegum fundi stjórnar BSRB og samninga- nefndar bandalagsins, sem haldinn var mánudaginn 5. september var samþykkt með 59 samhljóða atkvæðum tillaga um verkfallsboðun. Tillagan er birt í heild í 2. kafla hér að framan. í kjölfarið fylgdi síðan verkfallsboðun bæjarstarfs- mannafélaga. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sam- þykkti verkfallsboðun 6. sept. með 49 samhljóða atkvæð- um og önnur bæjarstarfsmannafélög höfðu öll boðað verkföll 10. september. Þó að verkfall væri boðað að ASGARÐUR 15

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.