Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 32

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 32
8. KAFLI MUNAÐARNES OG ORLOFSFERÐIR Framkvæmdir að MunaSarnesi Á árinu 1977 var lokið framkvæmdum við stækkun veitingaskálans að Munaðamesi. Annars vegar er um að ræða viðbyggingu, þar sem nú er aðalinngangur í veitingahúsið og afgreiðsla þar sem dvalargestir fá lylda að húsunum, sængurfatnað og annað, sem tilheyrir. í þessari viðbyggingu er aðstaða fyrir þá þjónustu og upplýsingar, sem umsjónarmaður og aðstoðarmenn hans veita og skrifstofa umsjónarmanns. f stóru og rúmgóðu andyri eru fatahengi og símasjálf- sali. Einnig er þar komið fyrir stólum og borðum fyrir þá, er bíða þurfa eða staldra við til skrafs og ráðagerða. í þessari viðbyggingu eru einnig snyrtiherbergi hússins. Þá hefur verið fullgerður veitingasalur í álmu, sem til þeirra nota var reist á árinu 1973, en var skil- rúmuð og notuð til annars vegna fjárskorts fyrst sem íbúðir og mötuneyti starfsmanna er unnu við framkvæmd- ir. Síðar var afgreiðslan flutt þangað til bráðabirgða, en vorið 1977 var sú bygging tekin í notkun sem veitinga- og fundarsalur. Þegar þessar breytingar voru gerðar á veitingaskálan- um, var tekið tillit til þeirra, sem þangað komu í hjóla- stólum. Bæði með dyrum beint inn í nýja veitingasalinn og sérstöku rúmgóðu snyrtiherbergi. Þá var einu orlofshúsa Starfsmannafélags ríkisstofnana breytt og þar gerð aðstaða fyrir fatlað fólk. Jafnframt er samkomulag um, að önnur félög BSRB fái þetta til- tekna hús leigt, ef á þarf að halda, í skiptum fyrir annað hús. í smíðum er nýtt hús fyrir starfsmenn, en viðbótar- húsnæði vantaði tilfinnanlega fyrir starfsmenn. Þetta hús er um 80 ferm. að stærð og verður væntanlega fullbúið snemma sumars 1979. Viðbótarvatnsveita hefur verið lögð frá vatnsbóli í landi Litla-Skarðs. Gerði BSRB samning um samstarf um vatnsveitu að Varmalandi og Munaðarnesi. Eldri vatnsveitan verður notuð áfram sem varaveita fyrir báða staðina og til eflingar brunavarna. Verða í sumar reistir vatnstankar í sambandi við eldri vatnsveituna, sem taka um 70 tonn af vatni og verða eingöngu notaðir til bruna- varna. BSRB kaupir Stóru-Skóga J júlímánuði 1978 var auglýst til sölu jörðin Stóru- Skógar í Stafholtstungum, en hún er nágrannajörð þess lands, sem BSRB hefur á leigu í Munaðarnesi og Stóru-Gröf vegna orlofsheimilanna. Land jarðarinnar Stóru-Skóga er um 300 hektarar. Er landið tilvalið útivistarsvæði fyrir dvalargesti orlofsbúð- anna. Hluti af Hólmavatni tilheyrir jörðinni. Kaupverðið var 36 milljónir og hefur þegar verið greitt að fullu. Til þess að unnt væri að greiða kaupverð jarðarinnar innan árs frá undirskrift kaupsamnings, var fengið 20 rnillj. kr. lán hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Reksfur veitingaskálans Sumarið 1977 var tekið upp nýtt rekstrarform á veit- ingaskálanum í Munaðarnesi, hliðstætt því sem tíðkast á Edduhótelunum. Ingólfur Pétursson, fulltrúi á Ferðaskrifstofu ríkisins, hefur um árabil haft yfirumsjón með rekstri Eddu- hótelanna, og hann hefur tekið þar upp þetta breytta rekstrarform. Ingólfur Pétursson og Stefanía Gísladóttir, kona hans, sem um árabil var forstjóri eins af Eddu-hótelunum, tóku að sér að endurskipuleggja reksturinn. Hefur fengist sama reynsla af þessu nýja rekstrarformi og hjá Edduhótelunum, að hallarekstur er úr sögunni. Og annað, sem er mjög ánægjulegt, að hið nýja rekstrar- form veitir starfsfólkinu góð launakjör. Sumarið 1979 er hið þriðja, sem Stefanía Gísladóttir veitir veitingahúsinu að Munaðamesi forstöðu. Starfræksla verslunarinnar var með sama hætti og ver- ið hefur. Reksfur orlofsheimifanna Rekstur orlofsheimilanna að Munaðarnesi hefur verið með sama hætti og áður. Eftirspum eftir vikudvöl hefur verið mikil og hjá sumum félögum er meiri eftirspurn en unnt er að fullnægja. Sumarið 1977 voru skiptidagar fyrir vikuleigu færðir á föstudaga, og gefur það góða raun. Utan orlofstímabilsins em húsin leigð til dvalar fyrir félagsmenn og aðra. Einnig hefur það farið í vöxt, að Munaðarnes er leigt út yfir vetrarmánuðina fyrir fundi og ráðstefnur. Umsjónarmaður að Munaðarnesi hefur verið frá upp- hafi Þórður Kristjánsson og kona hans Hrafnhildur Ingi- bersdóttir hefur einnig lagt þar mikið starf af mörkum. Eftirfarandi upplýsingar um rekstur orlofsheimilanna gefa hugmynd um afkomuna skv. rekstursreikningi full- trúaráðs orlofsheimilanna s.l. þrjú ár. Hvert það félag, 32 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.