Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 17

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 17
kaffihitunar og kökur og brauð, sem gefið af einstakling- um var til reiðu allan verkfallstímann. Strax eftir fyrsta sólarhringinn var komið á föstu skipulagi, þar sem hver og einn gekk að ákveðnum verkefnum, bæði í þágu verkfallsvörslunnar og afgreiðslu erinda frá verkfalis- nefndinni. Starf verkfallsnefndar Verkfallsnefnd BSRB var á nær linnulausum fundum allan verkfallstímann. Voru bókaðir 20 fundir og auk þess var hún oft kölluð til skrafs og ráðagerða á fundi samninganefndar, sem haldnir voru vestur í háskóla. Verkfallsnefndin hafði bækistöð á skrifstofu BSRB að Laugavegi 172. Alls bárust verkfallsnefndinni 226 formleg erindi og var þeim öllum svarað á formlegan hátt. Einnig komu margs konar beiðnir svo og upplýsingar og þær voru umsvifalaust afgreiddar. M. a. fjölluðu þær um símtö! til útlanda vegna dauðsfalla og veikinda, og afgreiðslu á lyfjum úr tolli, nauðsynjum til sjúkrahúsa o. fl. o. fl. Til að gefa til kynna áhrif af þessu fyrsta verkfalli ríkis- starfsmanna og bæjarstarfsmanna, má geta eftirfarandi: a) Allar flugsamgöngur til og frá landinu stöðvuðust. b) Allir vöruflutningar til og frá landinu stöðvuðust. c) Kennsla í öllum grunnskólum lagðist af, einnig kennsla í flestum framhaldsskólum. Starfsemi flestra hinna svokölluðu æðri skóla lagðist af a. m. k. fvrstu dagana vegna verkfalls húsvarða. Leikskólar og barnaskólar hættu starfsemi sinni á þeim stöðum þar sem bæjarstarfsmenn voru í verk- falli. d) ÖIl símaþjónusta lagðist niður og var næstum ókleift að ná sambandi milli landshluta og þar sem bilaði var ekki gert við. Útburður og flokkun á pósti stöðv- aðist. e) Starfsemi stjórnarráðs íslands lamaðist svo og starf- semi stjórnarstofnana annarra. Þar sem forstöðu- mönnum var heimilt samkv. lögum um réttindi og skyldur að gegna starfi og félagsmenn í Bandalagi háskólamanna lögðu ekki niður vinnu, þá voru ýms- ar stofnanir opnar, en ekki var um neina afgreiðslu að ræða á málum. Hjá bæjarfélögum var gengið mjög misjafnlega langt í að túlka reglugerðina bæjarstjórnum í vil og voru ekki sams konar ákvæði alls staðar í gildi varð- andi þá sem skyldu starfa í verkfalli. Öll rannsóknarstarfsemi og þjónusta við atvinnuveg- ina lagðist af. Þó var samkv. úrskurði sjávarútvegs- ráðuneytisins landað fiski án þess að um fiskeftir- lit væri að ræða. g) Útsendingar sjónvarpsins lögðust niður og Ríkis- útvarpið útvarpaði eingöngu veðurskeytum og áríð- andi tilkynningum. Kjaradeiíunefnd í lögum um kjarasamninga er ákveðið að kjaradeilu- nefnd skuli skipuð og er henni ætlað að ákveða, hvaða einstakir menn vinni í verkfalli, svo að haldið verði uppi nauðsynlegri öryggisvörslu og heilsugæslu. Skal kjara- deilunefnd skipta vinnuskyldu á milli þeirra manna, sem starfa skulu. Kjaradeilunefnd var ekki fullskipuð fyrr en skömmu fyrir verkfallið, þar sem Hæstiréttur hafði dregið að tilnefna formann nefndarinnar. Formaðurinn var Helgi V. Jónsson, hrl. Af hálfu Alþingis voru kjörnir í nefnd- ina Friðjón Þórðarson, alþingismaður og Pétur Einars- son, lögfr. Af hálfu BSRB voru Ágúst Geirsson, Fél. ísl. símamanna, Nanna Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur og Guðmundur Gígja lögreglumaður. Af hálfu fjármála- ráðherra, Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri, Ólafur Ólafsson, landlæknir og Magnús Óskarsson, vinnumála- stjóri. Þá voru tilnefndir varamenn fyrir alla aðalmenn. Með fréttatilkynningu 4. október frá Kjaradeilunefnd kom í ljós að hún leit á verksvið sitt nokkuð rýmra heldur en túlkað var af samtökunum. Var því samþykkt á fundi verkfallsnefndar athugasemd við frétt Kjaradeilu- nefndar varðandi einstaka þætti um verksvið nefndar- innar og á sameiginlegum fundi stjórnar, samninga- nefndar og verkfallsnefndar BSRB var ákveðið 7. okt. að skipuleggja víðtæka verkfallsvörslu og að verkfalls- nefnd bandalagsins ætlaði að koma í veg fyrir verk- fallsbrot bæði af hálfu viðsemjenda bandalagsins og annarra og fylgjast með því, að hvergi væri farið út fyrir löglegar ákvarðanir Kjaradeilunefndar eða undan- þáguheimildir verkfallsnefndar. Óskað var eftir góðri samvinnu við Kjaradeilunefnd um lausn þessara mála. Deilur milli verkfallsnefndar BSRB og Kjaradeilu- nefndar settu mikinn svip á allt verkfallið og gekk það svo langt að þann 16. október, þá sendi Kjaradeilu- nefnd bréf til ríkisstjórnar íslands og stjórnar BSRB þar sem talið var að bandalagið hefði brotið þær grund- vallarreglur sem ríkisstjórn og stjórn BSRB höfðu komið sér saman um að skyldu gilda í verkfalli .Voru þar tilgreind ein sex atriði, sem öll voru fremur smávægi- leg, en hins vegar var málið tekið upp af ríkisstjórn á þá lund að öll bandalagsstjórn var boðuð á fund full- skipaðrar ríkisstjórnar út af þessum ágreiningi. Að kærubréfinu stóðu allir í Kjaradeilunefnd, líka fulltrú- ar BSRB. Þau atriði, sem um var deilt í þessu bréfi, var verkfallsvarsla við Hjúkrunarskóla íslands, hindrun á afgreiðslu símstöðvarinnar á Brúarlandi, verkfallsvarsla við telexþjónustu Pósts og Síma, hliðvarsla lögreglu- manna á Keflavíkurflugvelli, tímabundnar fjarvistir nokk- urra aðstoðarmanan sjúkraþjálfara og takmarkanir á störfum lögreglumanna. Stjórn BSRB mótmælti bæði kæruatriðum þessum og málsmeðferð. Af hálfu BSRB var gerð athugasemd um afgreiðslu ýmissa mála frá Kjaradeilunefnd m. a. á starfsmanna- listum á sjúkrahúsum og hafði BSRB reynt að stuðla ASGARÐUR 17

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.