Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 11

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 11
Kjaradeiíunni vísað tií sáffasemjara Eftir að kröfugerð var lögð fram fyrir 1. apríl 1977 var ekki haldinn viðræðufundur samningsaðila fyrr en 22. apríl s. á. Á þessum fundi kom ekkert gagntilboð fram frá ríkinu og samninganefnd ríkisins tók ekki af- stöðu til einstakra liða í kröfugerð BSRB. Báðir aðilar urðu sammála um að vísa deilunni þá þegar til sáttasemjara, sem samkvæmt lögum bar þá að kveðja tvo menn með sér í sáttanefnd. Kvaddi hann til þeirra starfa Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Sam- bands almennra lífeyrissjóða og Jón Erling Þorláksson, tryggingarfræðing. Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartar- son, var formaður sáttanefndarinnar, og í fjarveru hans um skeið gegndi Logi Einarsson, hæstaréttardómari, því starfi. Viðræður ASÍ, FFSÍ og BSRB við ríkissfjórnina Sameiginlegar viðræður Alþýðusambands íslands, Far- manna- og fiskimannasambands íslands og BSRB annars vegar og fulltrúa ríkisstjórnarinnar hins vegar fóru fram um skattamál, húsnæðismál, verðlagsmál, vaxtakjör og dagvistunarmál. BSRB tilnefndi eftirtalda fulltrúa í þessu skyni: Albert Kristinsson, í húsnæðismálanefnd, Harald Steinþórsson í skattanefnd, Elínu Ólafsdóttur í dagvist- unarnefnd, Örlyg Geirsson í vaxtanefnd og Einar Ólafs- son í verðlagsmálanefnd. Yiðræðum fresfað Á fundi samningsaðila með sáttasemjara 2. júní 1977 varð samkomulag um að fresta samningaviðræðum fram í ágústmánuð. Var tillaga um frestun borin fram af samninganefnd ríkisins og samþykkt af BSRB, enda varð jafnframt samkomulag um: 1. að tíminn yrði notaður til þess að vinna sameigin- lega að samanburði á kjörum ríkisstarfsmanna og til- tekinna starfshópa, jafnhliða því sem Hagstofan starfaði að þeim þætti samanburðar kjara, sem hún hafði tekið að sér. 2. Væntanlegir kjarasamningar giltu frá 1. júlí 1977. Viðræður hefjasf á ný Fyrstu tillögur fulltrúa fjármálaráðherra og gagnkröfur voru lagðar fram á fundi með sáttanefnd 23. ágúst 1977. Næstu tvær vikur voru stöðugir fundir undir forustu sáttanefndar, þar sem farið var yfir einstaka liði í kröfu- gerð BSRB. Af hálfu samninganefndar BSRB var lögð áhersla á að skýra sem ítarlegast fyrir sáttanefnd og samn- inganefnd ríkisins alia þætti kröfugerðarinnar. Samninganefnd BSRB lagði í þetta mikið starf. Þar sem ekki komu fram ný gagntilboð frá ríkinu, var lögð áhersla á að kynna sáttanefnd kröfurnar sem best, þar sem henni var skylt að leggja fram sáttatillögu, ef til boðunar verk- falls kæmi: Samanburður launakjara Sameiginleg undirnefnd BSRB og fjármálaráðuneytis- ins höfðu í þrjá mánuði unnið að gagnasöfnun um launakjör. Beitt var þeirri einföldu en öruggu aðferð að styðjast eingöngu við þær upplýsingar, sem ríkið sjálft hafði í fórum sínum sem launagreiðandi, en það borgar kaup eftir fjölmörgum kjarasamningum verkalýðsfélaga innan ASÍ. Einungis voru valdir hópar, sem ætla mætti að væru marktækir — en sleppt einstaklingum og ýmsum afbrigð- um, sem ekki var talið að gæfu raunsanna mynd. Hjá ríkinu voru tiltækar upplýsingar um 1246 starfs- menn, sem fengu í jan.—júní 1977 laun skv. samningum Sóknar, Framsóknar, Dagsbrúnar og línumanna. Meðal- laun alls voru 81 þúsund. Laun skv. 2. og 3. launafl. BSRB voru á sama tíma 71—81 þúsund. í 1.—3. launafl. í ríkisverksmiðjunum voru 127 starfs- menn og meðalkaup þeirra 88—96 þús. kr. Meðalkaup í dagvinnu (tímakaup) skv. fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar á 1. ársfjórðungi 1977 var hjá verkakonum 79 þús. og verkamönnum 93 þúsund. Skv. upplýsingum um 208 iðnaðarmenn hjá ríkinu í iðnaðarmannafélögum voru meðaltekjur þeirra í janúar— júní 116 þúsund. 36 iðnaðarmenn í ríkisverksmiðjunum höfðu þá 129 þúsund að meðaltali. Fréttabréf kjararannsóknarnefndar taldi dagvinnutekjur iðnaðarmanna á 1. ársfjórðungi vera 124 þús. Iðnaðarmenn voru skv. kjarasamningi (dómi) í 9. launafl. hjá SFR og var kaup þeirra á sama tíma 92—102 þúsund. Meðalkaup 53ja verkstjóra hjá ríkinu í verkstjóra- félögum reyndist vera 136 þús. kr. 13 verkstjórar hjá ríkisverksmiðjum höfðu að meðaltali 157—162 þús. kr. Verkstjórar iðnaðarmanna voru í 11. launaflokki hjá SFR og laun þar voru 99—109 þúsund. Kennarar í iðnskólum (og menntaskólum) sem voru í B-15 til B-17, fengu þá í kaup 112—134 þúsund. Innan BSRB eru fjölmennir starfshópar, sem ekki höfðu beina viðmiðun við hliðstæða hópa, sem vinna eftir kjarasamningum annarra stéttarfélaga. Teknir voru til samanburðar ýmsir hópar í BSRB til að færa sönnur á mismunun ríkisins í launagreiðslum, eftir því í hvaða stéttarfélögum menn voru. ASGARÐUR n

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.