Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 10
2. KAFLI KJARASAMNINGAR OPIN- BERRA STARFSMANNA 1977 Á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar BSRB 15. mars 1977 var samþykkt að segja upp þágild- andi kjarasamningi við ríkið frá 1. júlí 1977 að telja. Áður hafði samninganefnd BSRB hafið störf að undir- búningi kröfugerðar í væntanlegum samningaviðræðum. Samninganefndin kom saman á fyrsta fund sinn 7. febrúar 1977. Á þeim fundi var Kristján Thorlacius kos- inn formaður hennar og Haraldur Steinþórsson, vara- formaður. Ritarar voru kjörnir Valgerður Jónsdóttir frá Hjúkrunarfélagi fslands og Ari Jóhannesson frá Póst- mannafélagi íslands. Á öðrum fundi 10. febrúar var ákveðið að skipta samn- inganefndinni í 8 undirnefndir, sem hver um sig fjallaði um tiltekin atriði í væntanlegri kröfugerð. Sfefna þings BSRB 1976 Á 30. þingi BSRB 11.—14. okt. 1976 voru samþykktar ályktanir um kjaramál, þar sem meginstefna var mörk- uð: 1. Að bætt verði að fullu kjaraskerðing undanfarinna ára og tryggður kaupmáttur, sem sé hvergi lakari en sam- kvæmt kjarasamningi BSRB í des. 1973 í endanlegri mynd hans. 2. Að samið verði um verulegar kjara- og launabætur sem lyfti launakjörum upp af láglaunastigi. 3. Að full verðtrygging verði tekin upp á laun sam- kvæmt óskertri framfærsluvísitölu. 4. Að leiðrétt verði launamisræmi, sem orsakast af því, að opinberir aðilar neituðu starfshópum innan BSRB um sambærileg kjör og ríkið samdi við hliðstæða starfshópa utan samtaka opinberra starfsmanna. f ályktun 30. þings BSRB segir ennfremur: „Við kröfugerð verði tekið mið af meginkröfum BSRB í ágúst 1975. Þingið minnir sérstaklega á eftirtalin atriði: 1. Sett verði tryggileg ákvæði í heildarkjarasamninginn um rétt BSRB til uppsagnar og verkfallsheimildar á samningstímabilinu, ef veigamiklum forsendum. hans yrði breytt og kaupmætti umsaminna launa raskað. 2. Byrjunarlaun verði hækkuð. Aldurshækkanir ásamt bili milli launaflokka alls staðar sett jafnt að krónu- tölu. 3. Staðfest verði 5 daga vinnuvika og dagvinna á tíma- bilinu kl. 08—17 frá mánudegi til föstudags. 4. Vikulegur vinnutími vaktavinnufólks verði skemmri en dagvinnumanna og núverandi reglur samræmdar. Vinnuskylda geti styttst í áföngum eftir 55 ára ald- ur, sé þess óskað af hálfu starfsmanns. 5. Starfsmanni skal heimilt að halda störfum að hluta eftir tilskilin aldursmörk. 6. Greiða skal álag á áhættusama, óþrifalega og óholla vinnu. 7. Bætt verði kjara- og félagsleg aðstaða þeirra, er verða að vinna fjarri heimilum sínum. 8. Laugardagar teljist ekki til orlofsdaga og orlofsleng- ing fáist fyrr en nú er. Lágmarkstrygging orlofsfram- lags hækki verulega og fylgi almennum launahækk- unum. Orlof lengist oftar miðað við starfsaldur. 9. Yfirvinnutímakaup hækki í 100% miðað við dag- vinnu og vaktaálag hækki frá því sem nú er. 10. Mötuneyti verði tekið upp á vinnustöðum, en þar sem því verður ekki við komið greiðist fæðispening- ar. 11. Opinberum starfsmönnum verði tryggð endurhæfing og starfsmenntun og skal námstími teljast til vinnu- tíma. 12. f heildarkjarasamning verði tekin upp kjaraatriði úr sérsamningum eftir óskum viðkomandi bandalags- félaga. BSRB afli með tilstyrk bandalagsfélaga gagna um raun- veruleg launakjör annarra og taki saman greinargerð um þróun kjaramála að undanförnu fyrir samninganefnd bandalagsins til að styðjast við varðandi mótun kröfu- gerðarinnar." Undirnefndirnar, sem skipaðar voru á fundi samninga- nefndar 10. febrúar 1977, unnu mikið starf við frágang einstakra þátta kröfugerðarinnar, sem var í heild af- greidd í samninganefnd 23. mars 1977. Kröfugerðin var birt í 2. tölublaði Ásgarðs 1977. Kröfugerðin kynn) og rædd Dagana 25. apríl til 17. maí 1977 voru haldnir fundir aðildarfélaga BSRB, auk vinnustaðafunda og 20 almennra funda á vegum bandalagsins víðsvegar um land. Á þess- um fundum var kröfugerðin kynnt og rædd. í auglýsingum um þessa fundi var lögð sérstök áhersla á að hvetja félagsmenn í BSRB til að mæta á þessum fundum og kynna sér kröfugerðina og ræða hana. Það væri höfuðnauðsyn, því nú færi framvegis fram alls- herjaratkvæðagreiðsla um væntanlega kjarasamninga. Yrðu menn því að þekkja sem best til málavaxta. Samtals munu hafa mætt á þriðja þúsund manns á fundum þessum. 10 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.