Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 34

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 34
menn. Sala almennra flugfarseðla er ákaflega mikilvægur þáttur fyrir ferðaskrifstofur. Möguleikarnir til þess að ná niður verði á ferðum eru fyrst og fremst fólgnir í því, að starfshópar og einstök bandalagsfélög gætu tekið sig saman og efnt til hópferða. Síðan væri það hlutverk ferðaskrifstofunnar að reyna að tengja það sambærilegum óskum annars staðar frá og skipuleggja leiguflug, sem nýtist fyrir báða aðila, þá sem eru að koma til íslands og þá sem vilja ferðast erlendis. Orlofsdvöl í Slaðarfelisskóla Vorið 1977 var BSRB gefinn kostur á að taka á leigu húsmæðaskólann að Staðarfelli í Dölum. Var það að ráði að gera tilraun með að leigja hann út til orlofsdvalar á tímabilinu frá 24. júní til 2. september þ. á. Voru þar til ráðstöfunar 10 herbergi og 4 íbúðir. Þetta var auglýst í Huga og á vinnustöðum. Aðsókn var minni að þessari dvöl heldur en áætlað hafði verið og sérstaklega leigðust ekki herbergin allan tímann. Var því að þessu nokkur halli og ekki áfram- hald á slíkri starfsemi, þótt bandalagið hafi átt kost á að fá þessi húsakynni áfram til ráðstöfunar. Þeim sem þarna dvöldu líkaði hins vegar vistin afarvel og um- sjónarmaður þetta sumar var Ingigerður Guðjónsdóttir. 9. KAFLI DÓMAR OG MÁLAREKSTUR Ráðuneytið ákvað fyrst að áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar, en nú á árinu 1979 hefur sjávarútvegsráðu- neytið ákveðið að fella málið niður, og er það því úr sögunni. B. Niðurlagning stöðu Að beiðni Félags ísl. símamanna var höfðað mál fyrir bæjarþingi varðandi uppsagnarfrest símstöðvarstjóra á Minni-Borg. Starfrækslu stöðvarinnar var hætt og stöðv- arstjórinn fékk 3ja mánaða laun, en FIS og BSRB töldu að það ætti í samræmi við 14. gr. laga um réttindi og skyldur að greiða 6 mánaða laun. Málflutningi í máli þessu er lokið og dómur var kveðinn upp alveg nýlega, og vannst málið og krafan var tekin til greina. C. Héraðsdómur um orlofsfé vegna yfirvinnu Starfsmaður Lóranstöðvarinnar á Sandi ,sem er í Félagi ísl. símamanna, fór í mál gegn fjármálaráðherra og krafð- ist þess, að honum væri greitt fullt orlofsfé vegna yfir- vinnu frá 1. maí 1972 til 31. des. 1975. Á þessum tíma höfðu gilt samkvæmt samningum BSRB og fjármálaráðherra ákveðnar greiðslur, 5—-10 þús. á ári, á orlofsfé. Taldi starfsmaður þessi að þetta bryti í bága við lög nr. 87/1971 um orlof, en þau ættu að gilda fyrir opinbera starfsmenn eins og aðra. Niðurstaða héraðsdóms var sú, að taka bæri kröfu stefnanda að fullu til greina. BSRB hefur óskað eftir umsögn lögfræðings bandalags- ins, Guðm. Ingva Sigurðssonar, um áhrif þess dóms fyrir aðra starfsmenn. Málinu hefur verið vísað af hálfu fjármálaráðuneytisins til Hæstaréttar. Lögfræðingur bandalagsins, hefur bent á, að sjálfsagt sé fyrir þá sem unnið hafa mikla yfirvinnu á þessum árum að gera kröfu til greiðslu orlofsfjár. Ríkissjóður muni yfirleitt ekki hafa borið fyrir sig fyrningar á kröf- um, en orlofsgreiðslur fyrnast á 4 árum. Almenn dómsmál A. Synjað um lögbann í verkfalli BSRB í október 1977 krafðist sjávarútvegs- ráðuneytið að lagt yrði lögbann á þær aðgerðir verk- fallsvarða að hindra, að hafrannsóknarskipið Árni Frið- riksson kæmist út til síldarleitar. Dómur féll á þann veg, að synjað var um lögbann og var tekið fram í forsendum hans að telja verði, að þar sem lög bjóði lögreglumönn- um ákveðið athafnaleysi, þá bresti fógetavald til að leggja fyrir lögreglumenn athafnir. Lögbanni, sem sett yrði við slík skilyrði yrði ekki hægt að halda uppi og því gagns- laust. Félagsdómsmál 1. Merktir vinnudagar vaktavinnumanna 16. september 1977 var kveðinn upp í Félagsdómi dóm- ur í máli, sem BSRB höfðaði gegn fjármálaráðherra. Dómkrafa var, að dæmt yrði, að dagar skuli ekki teljast merktir vinnudagar á varðskrá skv. 8. mgr. 13. gr. kjara- samnings varnaraðila og sóknaraðila frá 1. apríl 1976, ef vakt á viðkomandi degi er skemmri en 7 klst. Þannig verði aldrei greitt minna en 7 klst. fyrir al- mennan frídag. Dómurinn klofnaði í þessu. Meirihluti dómsins sýkn- aði fjármálaráðherra af þessu, en minnihlutinn vildi vísa málinu frá dómi, þar sem ekki hefðu verið lögð fram 34 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.