Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 13

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 13
Á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar BSRB 21. sept. 1977 var samþykkt eftirfarandi ályktun með 64 samhljóða atkvæðum. „Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSRB telur, að tillaga sáttanefndar sé óviðunandi og hvetur félagsmenn í bandalaginu að fjölmenna á kjör- stað í allsherjaratkvæðagreiðslunni 2. og 3. október n.k. og fella sáttatillöguna." Sáttatillagan var birt í heild í 3. tölublaði Ásgarðs 1977. Síðar í skýrslunni mun verða gerð grein fyrir helstu atriðum, sem náðust í samninga umfram það, er sátta- tillagan gerði ráð fyrir. Sáttatillagan gerði ekki ráð fyrir neinni breytingu á tilboði ríkisins um laun í fjórum neðstu flokkunum og sáralitlum hækkunum frá tilboðinu í 5., 6. og 7. launa flokki. í þessum flokkum voru um 20% félagsmanna BSRB. Auk þess var gengið alltof skammt í sáttatillög- unni til leiðréttingar á launastiganum fyrir fjölmennustu starfshópana. Þriðja veigamikla atriðið, sem gerði það tvímælalaust að verkum, að sáttatillagan var felld, ásamt þeim tveimur fyrrnefndu, var að ekki var þar gengið til móts við kröfu samtakanna um rétt til endurskoð- unar kaupliða á samningstímabilinu með verkfallsrétti. Fyrir utan þessi atriði voru mörg atriði almenns eðlis og vegna ýmissa starfshópa, sem sáttanefndin tók ekki til greina. Fundir og allsherjaralkvæðagreiðsla BSRB og bandalagsfélögin héldu fundi um allt land um sáttatillöguna. Munu 3—4 þúsund manns hafa sótt fundina. Fulltrúar úr samninganefnd BSRB kynntu sátta- tillöguna og skýrðu einstaka þætti málsins. Úrslit allsherjaratkvæðagreiðslunnar um sáttatillög- una urðu sem hér segir: Ríkisstarfsmenn Atkvæði greiddu 7875 eða 90%. Nei sögðu 7063 eða 90.8% gildra atkvæða. Já sögðu 716 eða 9.2% gildra atkvæða. Bœjarstarfsmenn Á kjörskrá félaga BSRB, sem starfa hjá bæjar- og sveitarfélögum voru 4013 og greiddu 3521 atkvæði. Nei sögðu 3109 eða 89.7%, já sögðu 356 eða 10.3%. Viðræður - verkfail Þar sem sáttatillagan var þannig felld, hófst verkfall 11. október. Frá sjálfu verkfallinu er sagt í öðrum kafla skýrslunnar, en það stóð í hálfan mánuð. Eftir að tillaga sáttanefndar var felld, hófust samninga- viðræður að nýju 7. okt. 1977 í húsakynnum Háskóla Islands. Þær kröfur, sem samninganefnd lagði megináherslu á voru: 1. hækkun lægstu launa, 2. frekari leiðréttingar til fjölmennustu starfshópanna, 3. endurskoðunarréttur á samningstíma til jafns við aðra. Á viðræðufundum 8. og 9. október lagði ríkið fram tvö tilboð um launastiga. Voru bæði þessi tilboð nær óbreytt frá því sem sáttatillagan fól í sér. Til þess að reyna að komast hjá verkfalli gerði BSRB tilboð 9. október 1977, þar sem slegið var verulega af launakröfum eða um 10—12%. Daginn eftir, þ. e. 10. okt. lagði ríkið fram launatilboð, þar sem breytingar voru enn óverulegar frá sáttatillögu. í þessu tilboði fólst launahækkun 0,25% til 1.5% miðað við ár. Öllum leiðréttingum var hafnað. Á fundi þennan dag var samþykkt í samninganefm' BSRB með 49 samhljóða atkvæðum að beina því til sáttasemjara að hann beiti sér fyrir því, að fulltrúar ríkisins tækju upp viðræður strax um kjarakröfur banda- lagsins í heild. Verkfall hófst 11. okt. hjá öllum ríkisstarfsmanna- félögunum og flestum bæjarstarfsmannafélögunum, og féllu þá viðræður niður í bili. BSRB hélt fjölmennan útifund á Lækjartorgi til þess að kynna stöðuna í samningunum. Dagana 17. til 25. október voru síðan nær stöðugir sáttafundir í kjaradeilunni, og tókust samningar að morgni 25. október. Þá var verkfalli frestað fram yfir atkvæðagreiðslu félagsmanna. Fundahöld - kynning á samningi Kjarasamningurinn fyrir ríkisstarfsmenn, sem undir- ritaður var 25. okt. 1977, var birtur í heild í 4. tölu- blaði Ásgarðs 1977. Þá var efnt til víðtækra fundahalda um land allt til þess að kynna samninginn og ræða hann. í Reykjavík og nágrenni voru fundirnir á vegum að- ildarfélaganna, en úti um land voru 19 almennir fundir haldnir á vegum BSRB fyrir félagsmenn í öllum að- ildarfélögunum. Auk félagsfunda í Reykjavík og nágrenni héldu sum félögin marga vinnustaðafundi. Allsherjarafkvæöagreiðslan Samkvæmt lögum BSRB ber samninganefnd banda- lagsins að undirrita samninga með fyrirvara um end- anlegt samþykki að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. 13

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.