Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 18

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 18
að lausn þeirra mála með áskorunum í útvarpi áður en verkfall hófst um að starfsfólk skyldi mæta til vinnu. Nokkur bréfaskipti og heimsóknir urðu varðandi af- greiðslu einstakra mála meðan á verkfallinu stóð milli BSRB og Kjaradeilunefndar. Helsfu ágreiningsmái í 1. tbl. Ásgarðs í febr. 1978 er rakinn ítarlegur verk- fallsannáll. Er því ekki ástæða til þess að fjölyrða um einstök mál en eftirtalin ágreiningsmál komu m. a. upp: a) Deilt var um hliðvörslu lögregluþjóna á Keflavík- urflugvelli og dróst afgreiðsla ökutækja nokkuð fyrsta verkfallsdaginn. b) Miklar deilur urðu um skólana, þar sem húsverðir höfðu m. a. lagt niður vinnu í framhaldsskólum, þar sem einkum voru starfandi kennarar úr Bandalagi há- skólamanna. Voru skólarnir lokaðir lengst af, en undir lokin voru gefnar undanþágur frá því. c) í heild má segja að sjúkrahús landsins hafi starfað nokkurn vegin eðlilega meðan á verkfalli stóð, en í upp- hafi voru mjög ófullkomnir listar frá kjaradeilunefnd yfir starfsfólk og ágreiningur skapaðist af þeim sökum. d) Strax 2. verkfallsdaginn fóru flugfarþegar hér heima og erlendis að ókyrrast mjög og þann dag kom sendinefnd frá Flugleiðum á fund verkfallsnefndar og voru síðan margir fundir haldnir með þessum aðilum. Fimmta verkfallsdaginn veitti verkfallsnefndin undan- þágu til flugs til útlanda bæði Flugleiðum og Arnarflugi. Áður hafði verið veitt undanþága til að flytja sjúkling til útlanda. Er vika var liðin af verkfallinu, komu á ann- að hundrað íslendingar heim frá útlöndum og síðan í lok verkfallsins var samþykkt að leyfa þremur Flugleiða- þotum að fara út með farþega og að 3 Arnarflugs- þotur fengju leyfi til þriggja ferða. e) Telexmálið svokallaða var mikið til umræðu. Fyrir- skipun kom frá ríkisstjórninni um að opna telexstöðina í Landssímahúsinu sem hafði verið lokað vegna þess að gataspjöld vantaði í hana, og því voru greiðslur fyrir telexviðskipti ekki skráðar, en þau gátu hins vegar farið fram. f) Þriðja dag verkfallsins óskaði Eimskipafélag íslands eftir að tvö skip félagsins fengju að koma að bryggju í Reykjavík, en því var hafnað. Var þetta upphafið að miklum deilum. Þegar farskipin voru orðin 9, var reynt að skapa þrýsting á verkfallsnefnd og forystu BSRB og í því skyni var verkfallsvarsla aukin og var um tfma 150 manns starfandi að vörslu vegna þessa. Ekkert skip var tekið upp að bryggju meðan á verkfallinu stóð. g) Nolckur dæmi voru um tilraunir til verkfallsbrota, en engin mjög alvarleg en á 8. degi verkfallsins gerðist það í mötuneyti Arnarhvols, að starfsmenn í stjórnar- ráði lögðu hendur á tvo verkfallsverði, sem voru við dyr mötuneytisins. Stjórn BSRB vítti ofbeldið á fundi sínum. h) Meðal þeirra mála sem Kjaradeilunefnd afgreiddi var undanþáguheimild vegna tollaafgreiðslu á græðling- um. Þetta mál vakti nokkuð umtal, en var látið afskipta- laust af BSRB. i) Fiskmat var mjög umrætt meðan á verkfalli stóð og taldi BSRB að það væri lögbrot að landa fiski án þess að starfsmenn framleiðslueftirlits sjávarafurða kæmu þar nærri. Fulltrúar BSRB fóru á fund sjávarútvegs- málaráðherra vegna máls þessa, en hann neitaði að skipta sér af því. j) Undir lok verkfallsins var stöðvuð afgreiðsla á 40.000 lesta skipi með súrál til Straumsvíkurhafnar vegna ÍSAL. Skipinu var haldið úti þar til verkfalli var lokið og fyrir lá að ÍSAL ætlaði að fara fram á lögbann vegna þessara aðgerða verkfallsmanna. k) Afarmörg mál komu til kasta verkfallsnefndar- innar og heimildir voru gefnar til undanþágu varð- andi símtöl bæði til útlanda og viðgerða á biluðum símum vegna heilsu og öryggisþjónustu, en flestum öðrum undanþágum var hafnað. Fundir og upplýsingaþjónusta Reynt var að, gefa út fréttablaðið Huga og meðan á verkfallinu stóð og var skipulögð dreifing á því. Það reyndist ýmsum erfiðleikum háð vegna sambands- leysis um landið, en blaðið var borið út í hverfi til félagsmanna BSRB í Reykjavík og kaupstöðum. Á 5. verkfallsdegi boðaði BSRB til útifundar á Lækjartorgi og töluðu þar forystumenn samtakanna og skýrðu stöðuna í verkfallsmálum. Mættu þar 2—3000 opinberir starfsmenn. Við lok verkfallsins laugardaginn 22. október fjöl- menntu félagar í BSRB að tröppum Háskóla íslands og stóðu þar í þögulli mótmælastöðu, þegar samninganefnd ríkisins kom þar til fundar. Mörg af aðildarfélögum bandalagsins reyndu að gefa út dreifibréf og m. a. kom út dreifirit í Hafnarfirði nokkrum sinnum meðan á verkfallinu stóð og hét Verk- fallspósturinn. Á skrifstofu BSRB var reynt að gefa upplýsingar um það helsta sem var að gerast í verkfallinu til þeirra, sem þangað komu, en þangað streymdu hundruð manna á hverjum degi. Síðan var ákveðið að boða til blaða- mannafunda og voru þeir haldnir stöðugt tvisvar á dag og skýrðu þar bæði forráðamenn bandalagsins frá stöð- unni í samningamálum og fulltrúar frá verkfallsnefnd og verkfallsvörslu gerðu grein fyrir því helsta, sem þar hefði borið á góma. Á þennan hátt var reynt að vega upp á móti þeim áróðri, sem blöð héldu uppi gegn verk- fallinu. Þegar fór að líða á verkfallið, þá mynduðu félög 18 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.