Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 9

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 9
Á árinu 1976 þá komst skriður á þetta mál fyrir for- göngu einstakra aðildarfélaga og þá einkum SFR. 10. desember 1976 var undirritaður kaupsamningur, þar sem 6 félög og BSRB gerðust kaupendur að húsnæði í bygg- ingu á horni Grettisgötu og Rauðarárstígs. Húsið er 4 hæðir og stendur á eignarlóð, sem keypt var af Agli Vil- hjálmssyni h.f. Upphaflega voru fest kaup á 2. og 3. hær húseignarinnar, sem eru samtals 966 ferm., eða 56.8% alls hússins. Verð á eignarhluta þessum var 90 millj. kr og var það tilbúið undir tréverk. Settar voru fljótlega reglur um fyrirkomulag Félaga- miðstöðvarinnar sem taldist eigandi hússins. Ákveðið var að haldinn yrði sérstakur aðalfundur, sem kýs 7 stjórn- endur, einn frá hverjum eignaraðila, og varamenn til eins árs í senn. Hvert einstakt félag á rétt til afnota af skrifstofuhúsnæði sem samsvarar eignarhlut félagsins. Hin félögin eiga forleigurétt á því húsnæði, sem sameigendur nota ekki sjálfir. Formlegur sameignarsamningur var gerður 20. apríl 1977 og þá var einnig samið um smíði á innréttingum, sem skyldi ljúka í lok ársins 1977. f nóvember 1977 var hluti BSRB, sem upprunalega var aðeins 5% í húseign- inni aukinn í Í3V2%, og þá var jafnframt keypt 4. hæð hússins, sem er inndregin og heldur minni heldur en hinar hæðirnar (rúmlega 200 ferm.). Og á aðalfundi mars 1978 var svo að lokum keyptir um 100 ferm. á 1. hæð. í marsmánuði 1978 var flutt í nýja húsnæðið. Á 2. hæð eru skrifstofur Starfsmannafélags ríkisstofnana og BSRB og þar er jafnframt fundarsalur, sem tekur 80—100 manns. Á 3. hæðinni hafa hinir eigendurnir skrifstofur sínar, en þeir eru Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Samband grunnskólakennara, Landssamband fram- haldsskólakennara, Póstmannafélag íslands og Landssam- band lögreglumanna. 4. hæðin er alveg óinnréttuð, en á 1. hæð er eitt herbergi á vegum BSRB og auk þess eri' þar til húsa Sjúkraliðafélag fslands og Meinatæknafélag íslands. Eignaskiptingin í Félagamiðstöðinni er nú þannig að Starfsmannafélag ríkisstofnana á 32%, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 18%, Póstmannafélag fslands 13.5%, BSRB 13.5%, Samband grunnskólakennara 9%, Lands- samband framhaldsskólakennara 9%, og Landssamband lögreglumanna 5%. Reynslan sem þegar er fengin af notkun þessa hús- næðis er mjög góð. Möguleikarnir til sameiginlegrar starfsemi og alls konar þjónustu sem t. d. BSRB getur veitt bandalagsfélögunum eru mjög miklir. í fram- kvæmdastjórn Félagamiðstöðvarinnar eru Einar Ólafsson, frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Guðni fónsson, frá Sambandi grunnskólakennara og Ingimar Karlsson frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, og fjármál annast Guðmundur Árnason hjá Landssambandi framhaldsskóla- kennara. Skrifstofa BSRB Skrifstofa bandalagsins var til húsa að Laugavegi 172 allt fram til mars 1978. Húsnæðið var löngu orðið alltof lítið fyrir þá starfsemi, sem þar var rekin, bæði hvað snerti fundaraðstöðu og skrifstofuhúsnæði. Áþreifanleg- ust voru þó þrengslin meðan á verkfallinu stóð í árslok 1977. Skömmu eftir þing BSRB var gerð sú breyting, að Guðjóni B. Baldvinssyni var falið sérstaklega að gegna fræðslumálefnum bandalagsins, og þá voru ráðnir tveir starfsmenn, Baldur Kristjánsson, félagsfræðingur, tók við starfi Gunnars Eydal, sem félagsmálafulltrúi í nóvember 1976 og frá sama tíma var Jóhannes Guðfinnsson, lögfr.. ráðinn til að færa allt bókhald og er það hluti úr starfi. Með sérstöku samkomulagi við fjármálaráðuneytið var það ákveðið að formaður BSRB gæti á hverjum tíma orðið fastur starfsmaður bandalagsins, og Kristján Thorlacius hóf að gegna fullu starfi hjá bandalaginu frá 1. janúar 1978. Guðjón B. Baldvinsson lét af störfum er hann varð sjötugur, frá 1. september 1978. Frá sama tíma var ákveðið að ráða 3 starfsmenn. Kristín H. Tryggvadóttir, sem gegnt hefur störfum ritara í stjórn BSRB, var ráðin sem fræðslufulltrúi í stað Guðjóns, Valgerður Stefáns- dóttir var ráðin til að gegna símaþjónustu og ýmsum af- greiðslustörfum á skrifstofunni og Björn Arnórsson var ráðinn hagfræðingur bandalagsins. Á skrifstofunni eru nú samtals 9 manns. Auk þeirra 6 sem hér eru taldir, þá starfa þar Haraldur Steinþórsson framkv.stjóri, Erla Gunnarsdóttir og Rannveig Jónsdótt- ir, sem annast spjaldskrárvinnu og vélritun. Talsverð breyting er orðin á verkefnum skrifstofunn- ar. Spjaldskráin sem áður var tímafrek er nú að veru- legu leyti leyst með tölvuútskrift frá Skýrsluvélum ríkis- ins. Skýrsluvélar annast einnig áritun á Ásgarð hjá starfsfólki ríkisins og Reykjavíkurborgar. í staðinn hefur stórlega aukist vinnan við fjölritun og framleiðslu á fræðsluverkefnum og kjaramálaupplýs- ingum. Hefur tækjakostur skrifstofunnar verið stóraukinn. Má þar nefna kaup á fullkomnari ljósritunarvél og nýrri offsetprentvél. Skapar þetta möguleika til að leysa af hendi margvísleg verkefni fyrir bandalagsfélög, bæði þau sem hafa skrifstofu á Grettisgötu 89, og sömuleið- is hefur skrifstofan aðstoðað önnur bandalagsfélög, sem til hennar hafa leitað. ASGARÐUR 9

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.