Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 22

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 22
nefningu BSRB og starfaði Björn Arnórsson, hagfræð- ingur með honum. Þegar í upphafi hófst samstarf meðal fulltrúa BSRB og ASÍ í nefndinni, en fulltrúar Alþýðubadalags, Al- þýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri bættust í þann hóp undir lokin. Sendu þessir aðilar frá sér sam- eiginlegt álit, svo sem síðar getur. Fljótlega komu upp mótsetningar innan nefndarinnar um fjölmörg atriði, sem of langt væri að rekja hér. For- maður nefndarinnar lagði fram „Frumdrög að áliti verð- bólgunefndar" 28. febr. 1977. Þar var mjög almennt fjallað um fjárfestingar, en því skýrar kveðið á um kjaraskerðingar. Þá var í fyrstu frumdrögunum að finna hugmyndir um, að Verðbólgunefnd yrði varanleg stofn- un. Þessu mótmælti fulltrúi BSRB þegar á þeim fundi, er fyrstu frumdrögin voru lögð fram og taldi þetta þrengja samningsrétt aðila vinunmarkaðarins óhæfilega. Var þá orðalagi nokkuð breytt, en innihaldið var hið sama. „Frumdrögin" voru í heild lögð fyrir samninganefnd BSRB til umræðu og umsagnar. Kom m. a. fram í sam- þykkt samninganefndar: „1. Áhersla er lögð á að samningsréttur samtaka launa- fólks sé ekki skertur. 2. Kjarasamningar þeir, sem framundan eru, verði und- irbúnir og gerðir samkvæmt gildandi lögum og venjum. 3. Jafnhliða viðræðum um nýja kjarasamninga er nauðsynlegt, að samninganefndir aðila ræði við ríkisstjórnina um aðgerðir í efnahagsmálum til þess að tryggja kaupmátt launa og fulla atvinnu. Af hálfu launþegasamtakanna fari slíkar viðræð- ur fram á vegum aðalsamninganefnda þeirra með milligöngu undirnefnda.“ Verðbólgunefndin skilaði margklofin af sér álitum þann 8. febrúar 1978, eins og áður segir. Auk fulltrúa BSRB stóðu 4 aðrir nefndarmanna að sameiginlegu áliti og er það birt f Ásgarði 2. tbl. 1978 á bls. 16, en þar segir m. a.: „Samkomulag 5 fulltrúa í verðbólgunefnd er þannig byggt á því grundvallaratriði, að ekki verði hrófiað við kjarasamningum, full atvinna haldist og dregið verði úr verðbólgu með verðlækkunaraðgerðum." Fulltrúar ASÍ og BSRB tóku sérstaklega fram að samtökin væru reiðubúin til viðræðna við ríkisstjórn- ina á grundvelli þessara tillagna. Auk þess lét Kristján Thorlacius bóka eftirfarandi: „Til viðbótar þeim yfirlýsingum og tillögum, sem ég stend að, ásamt fjórum öðrum nefndarmönnum í verð- bólgunefnd, vil ég taka fram eftirfarandi: Ein af meginorsökum hinnar hröðu verðbólguaukn- ingar á síðari árum er, að mínum dómi, óhagkvæm og skipulagslaus fjárfesting á vegum hins opinbera og annarra aðila í þjóðfélaginu. Þessari öru fjárfestingu hefur fylgt óhófleg og stórvarasöm skuldasöfnun er- lendis. Ég tel að jafnframt því sem gerðar eru ráðstafanir til lagfæringar á skipulagi fjárfestingamála til lengri tíma, sé rétt að hefjast handa þegar á þessu ári og hægja nokkuð á fjárfestingu, sem unnt er að fresta, jafnvel þó þörf sé.“ Febrúarlög 1978 Niðurstöður urðu þó þær, að ríkisstjórn gekk þvert gegn tillögum ASÍ og BSRB og fékk samþykkt lög (nr. 3/1978) um að á árinu 1978 skyldu verðbætur á laun ekki hækka meir en sem svaraði helmingi hækk- unar verðbótavísitölu og verðbótaauka skv. útreikn- ingum Kauplagsnefndar, þó þannig að verðbætur fvrir hverja prósentuhækkun verðbótavísitölu að meðtöld- um verðbótaauka, skyldi aldrei fara undir 880 kr. á mánuði miðað við heildarlaunagreiðslur. Auk þess voru gerðar breytingar á tekjutryggingum, barnabótum, vörugjaldi o. fl. Þessi lög komu til framkvæmda 1. mars og var ein- dregið mótmælt af samtökum launafólks, eins og segir annars staðar í þessari skýrslu. (Sjá 4. kafla). Gerð var rækileg grein fyrir kjaraskerðingunni í Ásgarði 2. tbl. 1978. 14. mars sendi samninganefnd BSRB bréf, þar sem krafist var fullra vísitölubóta á laun sbr. kjarasamn- ing undirritaðan 25. okt. 1977. 31. mars var viðræðu- fundur með samningsaðilum. Lagði fjármálaráðherra þar fram bréf, þar sem kröfum BSRB var alfaríð hafnað. Urðu viðræðufundir samningsaðila um þetta mál ekki fleiri. Maí-lögin 1978 24. maí setti ríkisstjórnin síðan ný bráðabirgðalög, þar sem nokkuð var dregið úr kjaraskerðingunni. Sam- kvæmt þessu voru greiddar fullar verðbætur á þau laun er voru 115 þúsund í desember 1977 (ca. 2. þrep 1. launaflokks). Síðan átti að greiða sömu krónutölu á laun upp að tvöfaldri þeirri upphæð (eða upp í 3. þrep 22. launaflokks.) Þar fyrir ofan yrði aðeins greidd hálf vísitala, sem áður. Aukabætur þessar komu ein- göngu á dagvinnulaun og röskuðu því mjög hlutfalli dagvinnu annars vegar og yfirvinnu, vaktaálags og fleiri greiðslna hins vegar. Skerðing daglauna nam rúmum 5 þúsund krónum í 5. lfl., rúmum 12 þúsund í 10. Ifl. og tæpum 21 þús. í 20. lfl., svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin dró nokkuð úr kjaraskerðingarlögunum frá því í febrúar með bráðabirgðalögum frá 24.. maí 1978. — Stjórn BSRB gerði samþykkt með öllum atkvæð- um á fundi 25. maí þar sem ítrekuð var krafan um að 22 ÁSGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.