Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 30

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 30
Námskeið bandalagsfélaga 1. BSRB gekkst fyrir almennu námskeiði fyrir trúnað- armenn og áhugamenn um félagsmálefni 1.—10. nóv. 1976, Stóð það fjögur kvöld og þátttakendur voru 26. 2. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gekkst fyrir námskeiði fyrir fulltrúarráðsmeðlimi sína og áhugamenn 11.—29. nóv. 1976. Stóð það í 6 skipti. Þáttt. voru 40. 3. Starfsmannafélag ríkisstofnana hélt námskeið fyrir trúnaðarmenn 15.—24. nóv. 1976, fjögur kvöld, 37 þátt- takendur. 4. Félag Gagnfræðaskólakennara í Reykjavík (sem er innan LSFK) hélt námskeið fyrir trúnaðarmenn sína í des. 1976. og stóð það í tvo daga. Þáttt. voru 30. 5. Landssamband framhaldsskólakennara hélt námskeið fyrir trúnaðarmenn í skólum á Norðurlandi eystra í Ffrafnagilsskóla í desember 1976. Stóð það í einn dag, 12 þátttakendur. 6. Félag ísl. símamanna hélt námskeið fyrir trúnaðar- menn og áhugamenn 7.—9. janúar 1977, stóð það í þrjá daga með 60 þátttakendum. 7. Landssamband framhaldsskólakennara hélt nám- skeið fyrir trúnaðarmenn á Reykjanesi í janúar 1977, stóð það í þrjá daga með 25 þátttakendum. 8. Starfsmannafélag ríkisstofnana hélt fræðslufundi með launamannaráði fólagsins í febrúar 1977. Stóðu þeir í fimm kvöld með 45 þátttakendum. 9. Starfsmannafélag Kópavogs hélt námskeið fyrir trún- aðarmenn 11.—13. febr. 1977 um helgi. Þáttt. voru 20. 10. Hópur innan Hjúkrunarfélags íslands efndi til fræðslufunda um fundarsköp í febrúar 1977 með 15 þátttakendum. 11. BSRB gekkst fyrir námskeiði á Akranesi 21,—22. janúar 1977 í þrjá daga með 20 þátttakendum. 12. BSRB hélt námskeið fyrir trúnaðarmenn og áhuga- menn á Vesturlandi í Munaðarnesi 3.—4. mars 1977 tvo daga með 15 þátttakendum. 13. BSRB gekkst fyrir námskeiði á ísafirði 3.—4. mars 1977 í tvo daga með 30 þátttakendum. 14. BSRB hélt tvö námskeið á Akureyri 16.—-19. febr. 1977, annað fyrir ríkisstarfsmenn og hitt fyrir bæjar- starfsmenn og hjúkrunarfræðinga. Hvort námskeið fyrir sig var í þrjá daga og þátttakendur samtals 60. 15. BSRB hélt námskeið í Vestmannaeyjum fyrir trún- aðarmenn og áhugamenn 18. og 19. febr. 1977 í tvo daga með 15 þátttakendum. 16. BSRB hélt námskeið á Selfossi 25. og 26. febrúar 1977 í tvo daga með 15 þátttakendum. 17. BSRB hélt tveggja daga námskeið í Keflavík 4. og 5. febrúar 1977 með 20 þátttakendum. 18. BSRB efndi til námskeiðs á Siglufirði 11. og 12. mars 1977 tvo daga með 20 þátttakendum. 19. Fósturfélag íslands beitti sér fyrir námskeiði í febr. 1978, fimm kvöld, með 16 þátttakendum. Verkefnið var félagsmálastörf. 20. Hjúkrunarfélag íslands hélt tveggja daga samfellt námskeið fyrir trúnaðarmenn víðs vegar af landinu 9. —10. mars 1978 með 50 þátttakendum. 21. Hjúkrunarfræðingar Keflavík óskuðu eftir leiðsögn um fundarsköp og fundarreglur í einn dag í mars 1978 með 11 þátttakendum. 22. Starfsmannafélag ríkisstofnana hélt námskeið í apríl 1978 „Um hollustu og öryggi á vinnustað“ o. fl. Þátttakendur um 40. 23. Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi hélt nám- skeið á Selfossi um félagsleg málefni 25. september til 15. október 1978, fjögur kvöld, með 20 þátttakendum. 24. Starfsmannafélag ríkisstofnana hélt námskeið um vinnurétt fyrir trúnaðarmenn og stjórnaði því Gunnar Eydal. Var það á tímanum 30. október til 9. nóvember 1978, , fimm skipti og þátttakendur voru um 70. 25. Félag starfsmanna stjórnarráðsins efndi til tveggja daga samfellds námskeiðs fyrir trúnaðarmenn 13. og 16. nóvember 1978 með 20 þátttakendum. 26. Kennarar í Keflavík efndu til námskeiðs 14.—22. nóvember 1978, þrjú kvöld, með 10 þátttakendum. 27. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar efndi til nám- skeiðs fyrir trúnaðarmenn á tímanum 15.—24. nóvember 1978. Var það í fimm daga og þátttakendur voru um 90. 28. BSRB gekkst fyrir námskeiði í framsögn, sem Baldvin Halldórsson, leikari, annaðist á Akureyri í febr. 1979 með 15 þátttakendum. 29. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var með tvö námskeið í fundarsköpum í febrúar—mars 1979. Það fyrra sóttu fyrstu fulltrúar fulltrúaráðsins, 20 manns. Það síð- ara sóttu 15 félagsmenn. 30. Heilsuverndarhjúkrunarfræðingar í Reykjavík fengu leiðsögn í fundarsköpum og fundatækni 3 kvöld, 26. febr., 5. mars 1979. 11 þátttakendur. 31. BSRB gekkst fyrir námskeiði á ísafirði 2.—3. mars 1979, tveggja daga með 20 þátttakendum. 32. Starfsmannafélag ríkisstofnana hélt námskeið um fundasköp og ræðumennsku 13. febr.—19. febr., þrjú kvöld, þátttakendur 20. 33. BSRB gekkst fyrir námskeiði á Akureyri 22.—24. mars 1979 og stóð það í þrjá daga með 25 þátttakendum. 34. Póstmannafélag íslands hélt námskeið um funda- sköp og fundatækni 23. og 25. apríl og 16. og 17. maí ’79. Þátttakendur 16. 35. Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hélt tveggja daga samfellt námskeið 15. og 16. maí 1979. Leiðbeinandi Gunnar Eydal. Þátttakendur 28. Þannig hafa um 1000 þátttakendur verið með á nám- skeiðum þessum, og er þetta starf í mjög örum vexti. Erindaflufningur Fræðslunefnd BSRB ákvað haustið 1978 að gera til- raun með að fá erindi flutt í hinum nýja fundarsal, sem til er á Grettisgötu 89. Salurinn tekur upp undir 100 30 ASGARÐU R

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.