Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 29

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 29
kennara, Þórir Maronsson frá Landssambandi lögreglu- manna og Þuríður Bachman frá Hjúkrunarfélagi íslands. Nokkrar breytingar urðu í fræðslunefndinni á tímabil- inu, þar sem sumir nefndarmanna létu af störfum vegna brottflutnings af höfuðborgarsvæðinu eða af öðrum ástæð- um. í stað Fríðu Proppé kom Sigurveig Hanna Eiríks- dóttir frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, í stað Ingi- bjargar Jónsdóttur kom Guðmundur Eiríksson frá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og í stað Reynis Sigur- þórssonar kom fyrst Jóhann Örn Guðmundsson og síðan Jóhann L. Sigurðsson frá Félagi ísl. símamanna. Ákveðið var að Guðjón B. Baldvinsson yrði fastur starfsmaður fræðslunefndarinnar og starfaði að því sem meginverkefni sínu á skrifstofu bandalagsins. Þegar Guð- jón lét af störfum í sept. 1978, var ráðin í hans stað Kristín H. Tryggvadóttir, sem á sæti í stjórn sem ritari BSRB. Viðfangsefnin á vegum fræðslunefndar eru orðin mjög fjölþætt og sífellt vaxandi starfsemi. Helstu þættirnir í starfinu eru: 1. Ráðstefnur eða námskeið um tiltekið efni, sem ætlað er öllum þeim félagsmönnum, sem á því hafa sér- stakan áhuga. 2. Námskeið eða trúnaðarmannafræðsla ýmist á vegum bandalagsins eða einstakra bandalagsfélaga og þá með aðstoð fræðsiunefndar BSRB. Meginverkefni eru ann- að hvort um réttindi, skyldur og kjarasamninga opin- berra starfsmanna eða þá kennsla og leiðbeining í ræðumennsku og fundarsköpum. 3. Erindaflutningur sem efnt hefur verið til í sal sam- takanna að Grettisgötu 89. 4. Undirbúningur ýmis konar námsgagna og fræðslu- efnis fyrir hópa og félög til afnota í fræðslustarfi. 5. Samvinna við Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA) o. fl. um fræðslumálefni. 6. Starfsemi Bréfaskólans, sem BSRB er eigandi að ásamt öðrum samtökum. 7. Skipulagning fundahalda um ýmis málefni, sem efst eru á baugi hjá bandalaginu. Á s.l. kjörtímabili reyndi minna á þennan þátt á veg- um fræðslunefndar, þar sem fundahöld voru tíð beint á vegum BSRB. Var þar fjallað um kynningu á kröfugerð samtakana, svo og á sáttatillögunni og loks voru funda- höld um kjarasamninginn, sem gerður var 1977. Og síðast má nefna, að nú fyrir allsherjaratkvæðagreiðsluna í maí 1979, þá hefur á vegum BSRB verið um að ræða skipu- lagða kynningarfundi á samkomulagi bandalagsins og fjármáiaráðuneytis. Ráðslefnur A. Lífeyrissjóðaráðstefna var haldin í Reykjavík 17.—19. mars 1977. Stóð hún í tvo daga og þar fluttu erindi meðal annarra: Hákon Guðmundsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, Guðjón Hansen tryggingafræðingur, Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri og Hrafn Magnússon, framkv.stj. Sambands almennra lífeyrissjóða. Þátttakend- ur voru um 60. (Sjá Ásgarð 2. tbl. 1977). B. Róðstefna um kjarasamninga og verkfall opinberra starfsmanna Þessi ráðstefna var haldin í 5 skipti í Reykjavík og síðan iauk henni um helgi í Munaðarnesi. Framsögumenn voru: Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson, Þór- hallur Haildórsson, Helgi Andrésson, Ágúst Geirsson, Kári Jónasson, Guðni Jónsson, Páll Guðmundsson og Júlíus Sigurbjörnsson. Ráðstefnan fór fram í Reykjavík á tímabilinu 26. jan. til 8. febrúar 1978 og í Munaðarnesi 9. til 12. febrúar. Þátttakendur voru um 120 á fundunum í Reykjavík og um 50 í Munaðarnesi. Frásögn af ráðstefnunni er í 3. tbl. Ásgarðs í apríl 1978. C. Vísitöluráðstefna var haidin á vegum BSRB að Grettisgötu 89, 2.—4. nóv. 1978. Framsögu fluttu Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, Hrólfur Ásvaldsson viðskiptafræðingur og Ás- mundur Stefánsson, hagfræðingur Alþýðusambands fs- lands. Starfað var í starfshópum og í lok námskeiðsins, þá svöruðu 5 fulltrúar úr vísitöiunefnd, sem starfað hef- ur á vegum ríkisstjórnarinnar. Þátttakendur í ráðstefn- unni voru um 40. Skýrt er frá ráðstefnunni í 7. tbl. Ás- garðs í des. 1978. D. Námskeið fyrir leiðbeinendur Á vegum BSRB og MFA var haldið sameiginlegt nám- skeið fyrir verðandi leiðbeinendur í félagsmálum dagana 15.—17. mars 1979 að Grettisgötu 89. Þátttakendur voru um 60, þar af um 45 frá BSRB. Sérstaklega var ánægjulegt hve margir þátttakendur voru utan af landi og á það eftir að sýna sig að geta létt talsvert starfsemi þar í framtíðinni. Stjórnendur námskeiðsins voru Kristín H. Tryggvadótt- ir, fræðslufulltrúi BSRB og Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fræðslufulltrúi MFA. Einnig unnu að undirbúningi nám- skeiðsins þeir Gunnar Gunnarsson, framkv.stj. Starfs- mannafélags ríkisstofnana, Þorbjörn Guðmundsson, tré- smiður, og Baldur Kristjánsson, fuiltrúi á skrifstofu BSRB. Þá leiðbeindu auk allra þessara á námskeiðinu Haraidur Steinþórsson, framkv.stj. BSRB og Sigurður Guðmundsson, skólastjóri, sem stjórnaði einnig kvöld- vöku. (Sjá frásögn í 3. tbl. Ásgarðs í apríl 1979). ASGARÐUR 29

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.