Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 7

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 7
mannaráðstefnan vekur þó athygli á, að með þessu er ekki verið að setja samninga BSRB frá okt. 1977 að fullu í gildi, þar sem nú er gert ráð fyrir vísitöluþaki, og er BSRB nú sem fyrr andvígt því. Bandalagið er reiðubúið að taka þátt í endurskoðun á vísitölugrundvellinum. Formannaráðstefnan fagnar yfirlýsingum um aukið sam- starf og samráð stjórnvalda við launþegasamtökin. BSRB metur það mikils að breytt verði lögum um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna innan BSRB á þann hátt sem um getur í 5. lið. Gengið verði frá þeim lagabreyt- ingum með samkomulagi við stjórn samtakanna fyrir næstu áramót. Eftir lagabreytingu þar sem afnumið verði 2ja ára samningstímabil og kjaranefnd, mun stjórn BSRB beita sér fyrir samningum við ríkisstjórnina um fram- lengingu á gildandi kjarasamningum opinberra starfs- manna í bandalaginu til 1. des. 1979 án áfangahækkana 1. apríl 1979. Formannaráðstefna BSRB vill fyrir sitt leyti stuðla að því að ríkisvaldið geti náð þeim árangri að hamla gegn verðbólgu og afleiðingum hennar. í því sambandi leggur formannaráðstefnan sem fyrr áherslu á, að aðrir þættir í efnahagslífinu en laun eru megin orsakavaldar verð- bólguþróunar hér á landi. Um verðlagningu innfluttrar vöru. Einnig samþykkti formannaráðstefnan eftirfarandi til- lögu með 56 samhljóða atkvæðum: Formannaráðstefna BSRB lýsir ábyrgð á hendur þeim, sem hafa magnað verðbólgu í landinu með þeirri tilhögun á verðlagningu innfluttrar vöru, sem verðlagsstjóri hefur upplýst eftir rannsókn erlendis. Frásögn af formannaráðstefnunni er í Ásgarði 5. tbl. 1978. Bæjarstarfsmannaráðsfefnur Samkvæmt 44. gr. laga eiga sæti á bæjarstarfsmanna- ráðstefnum formaður og varaformenn BSRB, aðal- og varamenn í bandalagsstjórn, sem eru félagsmenn í bæjar- starfsmannafélögum og fulltrúar frá öllum félögum bæj- arstarfsmanna á sama hátt og á formannaráðstefnum. 1. Ráðstefna 19. apríl 1977 Mættir voru 25 fulltrúar frá 14 starfsmannafélögum. Ráðstefnan var einkum helguð væntanlegum kjarasamn- ingum, sem framundan voru. Var rakið hver gæti orðið gangur og meginverkefni í samningaviðræðum bæjar- starfsmannafélaga. Gerðu öll félögin grein fyrir stöðunni hjá sér og skýrðu frá því markverðasta, sem gerst hefði frá því að samn- ingur hafði verið undirritaður. Umræður snerust m. a. um 95 ára reglu, lífeyrismál, barnsburðarorlof, réttindi laus- ráðins fólks, framkvæmd á kjaramálum hjúkrunarfræð- inga, samninga fyrir kennara í tónskólum. Þá var rætt um upplýsingaþjónustu á milli bæjarstarfsmannafélag- anna. Loks var skiptst á upplýsingum um félagsgjöld til hinna ýmsu bæjarstarfsmannafélaga. 2. Samningafundur hjá sáttasemjara 31. ágúst 1977 Sáttasemjari boðaði fulltrúa frá bæjarstarfsmannafélög- um á samningafundi í Tollstöðvarhúsinu þ. 31. ágúst ’77. Á þessum fundum voru um 47 fulltrúar úr samninga- nefndum bæjarstarfsmannafélaganna. Á vegum BSRB var efnt til óformlegs fundar þessara aðila, en hins vegp' stóðu samningaviðræður hvers hóps við fulltrúa frá bæjarstjórn þeirra. Ósk um sameiginlega viðræðufundi við nokkur félög bæjarstarfsmanna á Suðurnesjum var hafnað af hálfu bæjarstarfsmannafélaganna á því svæði innan BSRB. 3. Bœjarstarfsmannaráðstefna 1. nóvember 1977 Fundinn sátu 25 fulltrúar frá 15 bæjarstarfsmannafélög- um. Kynnt var yfirlýsing forystumanna 9 bæjarstarfr mannafélaga, þar sem gagnrýnd voru ummæli forráða- manna í BSRB varðandi verkföll bæjarstarfsmanna. Mik'- ar umræður urðu um gang samninganna og skipst á skoð- unum um framkvæmd þeirra og aðstöðu bæjarstarfs- manna innan samninganefndar BSRB. Dreift var á fundinum samningum bæjarstarfsmanna- félaganna, en þau voru að hefja gerð sérkjarasamninga hvert fyrir sig. Rætt var um málefni lífeyrissjóða og við- brögð í sambandi við röðun í launaflokka, sem nú væri að eiga sér stað hjá bæjarstarfsmannafélögunum. Einn- ig urðu umræður um inngöngu í bæjarstarfsmannafélögir frá starfshópum, sem verið hafa í verkalýðsfélögum á staðnum. 4. Óformlegur fundur 2. desember 1977 Til fundarins var boðað með stuttum fyrirvara vegna tilboðs um sérkjarasamning, sem Starfsmannafélag Akur- eyrar hafði fengið. Mættir voru 10 fulltrúar frá 9 bæjar- starfsmannafélögum. Fram kom á fundinum, að mörr> bæjarstarfsmannafélög hefðu óskað eftir fresti til að gerr sérkjarasamninga, en slíkt hefði ekki komið fram hjá þeim öllum. Kynnt var tilboð það, sem Akureyringar höfðu fengið. Nokkrar umræður urðu almennt um stöðu bæjarstarfsmannafélaganna við gerð sérkjarasamning- anna. ÁSGARÐUR 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.