Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 33

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Blaðsíða 33
sem hefur umráðarétt yfir húsi greiðir vegna reksturs- ins ákveðna upphæð pr. hús, en fær í staðinn leigutekjur frá miðjum maí til miðs september. Síðan fær fulltrúa- ráðið allar leigutekjur yfir veturinn. Greiðsla Leiga Hagnaður félaga v/húsa að vetri eða halli 1976 10.6 millj. 1.4 millj. -h 458 þús. 1977 13.8 millj. 2.8 millj. + 558 þús. 1978 22.1 millj. 5.0 millj. -v- 1.432 þús. Leigugjöld á viku hafa verið sem hér segir: Stærri húsin (6—8 svefnstæði). Vor og Júnílok Helgareiga haust — ágúst að vetri 1976 9.000 12.000 4.500 1977 11.000 15.000 6.000 1978 18.000 24.000 10.000 1979 23.000 30.000 13.000 Minni húsin (1 svefnherbergi). Vor og Júnílok Helgareiga haust — ágúst að vetri 1976 6.000 8.000 3.200 1977 8.000 11.000 4.000 1978 13.000 17.000 6.500 1979 17.000 22.000 8.000 Stjórn fulltrúaráðs orlofsheimila Samkvæmt reglugerð um orlofsheimili BSRB er stjórn fulltrúaráðsins kosin til þriggja ára að afloknu bandalagsþingi Stjóm BSRB tilnefnir þrjá í stjórn og eru þeir: Kristján Thorlacius, sem er formaður, Einar Ólafsson (SFR) og Hersir Oddsson (Rvíkurborg). Aðalfundur fulltrúaráðsins, sem haldinn var 24. febrúar 1977 kaus svo tvo meðstjórnendur þau Boga J. Bjarnason (Lögrf. Rvík) og Helgu Riohter (LSFK). Varamenn voru kjörn- ir Friðþjófur Sigurðsson (Hafn.) og Sindri Sigurjónsson (Póstm.fél.). — Endurskoðendur fulltrúaráðsins voru í tvö ár Bjarni Ólafsson (FÍS) og Magnús Á. Bjarnason (Kópav.). Síðasti aðalfundur (1979) kaus sem endur- skoðendur Guðrúnu Jörundsdóttur (Kópav.) og Alex- ander Guðmundsson (FÍS) og til vara Þorgeir Runólfs- son (Tollv.). Orlofsferðir Á undanförnum árum hefur BSRB leitast við að semja við ferðaskrifstofur um afslátt í ýmsum ferðum fyrir fé- lagsmenn. Á seinni árum hefur sífellt verið meiri vand- kvæðum bundið að fá verulegan afslátt, sérstaklega um- fram þann, sem ferðaskrifstofur veita almennt vegna sam- keppni. Sumarið 1977 gerði bandalagið leigusamning við Arn- arflug um tvær Kaupmannahafnarferðir og seldist fyrri ferðin nær alveg upp, og í síðari ferðinni var yfirfullt. Þá buðu Samvinnuferðir 6000 króna afslátt í sólarlanda- ferðum sumarið 1977. Um haustið var á sama hátt um leiguflug að ræða til Dublin á írlandi og London, og seld- ist hvorutveggja upp og var þá bætt við annarri Lund- únarferð síðar. Árið 1978 voru endurteknir leiguflugsamningar við Arnarflug og þá um tvær ferðir. Þá reyndist lítil aðsókn að fyrri ferðinni, en síðari fylltist alveg. Samvinnuferðir buðu 10.000 króna afslátt á tilteknum ferðum á Spán og Júgóslavíu. Sömuleiðis var boðið upp á sérstaka írlands- ferð. í sumar hafa Samvinnuferðir gert tilboð fyrir BSRB félagsmenn um tvær ferðir. Er þar um að ræða leiguflug til Kaupmannahafnar 25. júní til 16. júlí og er áætlað verð fyrir fullorðna 58.500 kr. Svo mikil aðsókn var að þessari ferð, að það seldist upp á svipstundu og þegar þetta er ritað þá var biðlistinn orðinn meiri en í eina vél. Hin ferðin var 9 daga ferð til Bergen 24. júlí. Aðsókn þar hefur verið nokkur en þó ennþá of dræm. Þá hafa verið kynntar í Ásgarði ferðaáætlanir Sam- vinnuferða á þessu sumri, og er búið að ganga frá hver afsláttur verður til félagsmanna innan BSRB sér- staklega. Verður 15 þús. kr. afsláttur veittur á allmörgum ferð- um til Júgóslavíu og Costa del Sol, og einnig verður sami afsláttur á dvöl í orlofshúsum í Danmörku. Hlufafé í Samvinnuferðum Þegar þing bandalagsins var haldið árið 1976, var rætt um aðild að ferðaskrifstofum, en bandalaginu hafði þá verið boðin aðild að tveim ferðaskrifstofum þ. e. a. s. Samvinnuferðum og Landsýn. Þingið ákvað að taka ekki afstöðu til þessa máls að svo stöddu, en leita hins vegar eftir að ná sem hagkvæmustu kjörum um orlofsferðir. Skömmu síðar var tekin upp bein samvinna milli Sam- vinnuferða og Landsýnar og stóð það í rúmt ár, og á ár- inu 1978 þá varð það úr, að þessar tvær ferðaskrifstofur voru sameinaðar og heita nú Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir—Landsýn h.f. BSRB var þá boðið að tilnefna einn af stjórnarmönnum í ferðaskrifstofunni og jafnframt gefinn kostur á að gerast hluthafi. Hlutafé nýja félags- ins var við sameininguna 65 milljónir og var samþykkt heimild til að auka það um 35 milljónir. Stjórn banda- lagsins samþykkti að kaupa 1 milljón króna hlut í hinu nýja hlutafélagi. Það er mjög þýðingarmikið í sambandi við möguleika ferðaskrifstofunnar Samvinnuferðir—Landsýn h.f. til að bjóða félagsmönnum betri kjör, að viðskiptum sé beint þangað í eins miklum mæli og frekast er kostur. Gildir það jafnt um viðskipti félagsmanna sem einstaklinga, svo og einstakra bandalagsfélaga, sem talsvert gera af því að semja um ferðir innanlands og utan fyrir sína félags- ÁSGARÐUR 33

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.