Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 23

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 23
staðið væri við gerða samninga (Sjá Ásgarð 4. tbl. í jání 1978). Borgarstjórn afléltir vísitöluþaki í áföngum Á stjórnarfundi 13. júní 1978 var rætt um þá ákvörð- un borgarstjórnar Reykjavíkur að aflétta vísitöluþakinu af í áföngum, þannig að lágmarksviðmiðunin skv. lög- um færðist úr 151 þús. þann 1. sept. í 170 þús. 1. nóv. í 210 þús. og frá áramótum verði vísitöluskerðingin af- numin að fullu. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða: „Stjórn BSRB mótmælir enn á ný harðlega efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem felast m. a. í riftun kjarasamninga, vísitöluskerðingu á laun, samhliða geng- isfellingum og stórhækkuðum vöxtum, sem hvort tveggja hefur stóraukið dýrtíð á síðustu mánuðum. Jafnframt skorar stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á nýkjörna borgarstjórn Reykjavíkur og aðrar bæj- ar- og sveitarstjórnir í landinu að afnema hina ranglátu vísitöluskerðingu og verða við kröfum BSRB og annarra samtaka launafólks um að gera nú þegar gildandi þá kjarasamninga, sem rift hefur verið með lögum. Stjórn BSRB telur að afnám kjaraskerðingarinnar eigi ekki að koma til í áföngum, heldur beri strax að standa við löglega gerða kjarasamninga. Einnig eigi að bæta starfsmönnum refsifrádrátt, sem framkvæmdur hefur ver- ið vegna vinnustöðvana 1. og 2. mars s.l.“ Kosningar - sfjórnarmyndunar- viðræður Eftir alþingiskosningar vorið 1978 sagði stjórn Geirs Hallgrímssonar af sér og hófust þá langdregnar stjórn- armyndunarviðræður, sem drógust fram til 1. sept. 28. ágúst átti nefnd á vegum stjórnar BSRB viðraoð- ur við fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka og komu þá fram eftirtalin atriði varðandi afstöðu stjórnmálaflokk- anna í efnahagsmálum: „1. Lögin um ráðstafanir í efnahagsmálum frá í febr. s.l. verði felld úr gildi. Kjarasamningar verði teknir í gildi og verðbætur greiddar frá 1. sept. n.k. samkv. þeim með þeirri undantekningu, að fullar verðlagsbætur verði aðeins greiddar upp að til- tekinni launaupphæð, en síðan sama krónutala á laun þar fyrir ofan. 2. Kjarasamningar þeir, sem nú eru í gildi, yrðu framlengdir til 1. des. 1979 með óbreyttu grunn- lcaupi án nokkurra áfangahækkana á tímabilinu. 3. Sérstök endurskoðun verði framkvæmd á vísitölu- grundvellinum, sem miði að því að áhrif verðlags- hækkana verði ekki jafnvíðtæk á öllum sviðum þjóðlífsins og verið hefur. 4. Tekið verði upp samstarf milli stjórnvalda og stéttarfélaga. Sérstök undirnefnd ríkisstjórnar hafi ávallt samband við ilaunþegasamtökin varðandi þau mál, er sérstaklega snerta hagsmuni félags- manna. 5. Lögin um samningsrétt opinberra starfsmanna í BSRB verði endurskoðuð og m. a. afnumin bæði lögbundinn gildistími til tveggja ára og gerðardómar um sérkjarasamninga, auk þess sem verkfalls- og samningsréttur verði samræmdur því, sem almennt gerist hjá verkalýðsfélögum." Formannaráðstefna BSRB gaf af þessu tilefni út sér- staka yfirlýsingu eins og segir í 1. kafla þessarar skýrsíu. Septemberlögin 1978 í upphafi septembermúnaðar setti núverandi ríkis- stjórn tvenn bráðabirgðalög. Voru þar lögin frá í febrú- ar, auk viðbótarlaganna í maí felld úr gildi, þó þannig að sett var svonefnt vísitöluþak á laun ofan við 3. þrep 15. launaflokks, þar fyrir ofan var sama krónutala sem hámark verðbóta. Með öðrum bráðabirgðalögum frá 8. september var síðan ákveðið að greiða niður alla vísitöluhækk- unina (8.1%), sem búið var að reikna út frá 1. sept. þannig að þá fengju menn aðeins þá 3% grunnkaups- hækkun, sem samið hafði verið um. Þá var skattlagning aukin til að mæta aðgerðum þess- um, ferðagjaldeyrir hækkaður o. fl. Frá þessu er skýrt í 5. tbl. Ásgarðs 1978. Samráð f byrjun september barst BSRB eftirfarandi bréf frá forsætisráðherra. Forsætisráðuneytið 5. september 1978. í samstarfsyfirlýsingu núverandi stjórnarflokka segir: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á, að komið verði á traustu samstarfi fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds, sem miði m. a. að því að treysta kaupmátt launatekna, jafna lífskjör og tryggja vinnufrið. Unnið verði að gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætl- unar, sem marki m. a. stefnu í atvinnuþróun, fjárfest- ingu, tekjuskiptingu og kjaramálum. Jafnframt verði mörkuð stefna um hjöðnun verðbólgu í áföngum og ráðstafanir ákveðnar, sem nauðsynlegar eru í því skyni, m. a. endurskoðun á vísitölukerfinu, aðgerðir í skatta- ÁSGARÐUR 23

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.