BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 16
Mér varð Ijóst að
hann var tilbúinn til
Íess að fórna öllu
,á.m. stöðu sinni
innan verkalýðs-
samtakanna og í
stjórnmálumf fyrir
það sem hann taldi
rétt. Það ersjald*
gæft að menn séu
svo frjálsir af
sjálfum sér.
Hannibal Valdimarsson.
ingar, sem voru í forystu fyrir verka-
lýðshreyfingu, vinnuveitendum og rík-
isstjóm gátu talað saman og vildu
leysa málin. Sjónarmið hvers aðila fyr-
ir sig voru virt og menn gerðu sér far
um að taka tillit hver til annars miðað
við aðstæður. Á vissan hátt var ríkj-
andi jafnvægi á milli þessara aðila.
Ég nefni tvenna samninga sem gerð-
ir voru á þessum árum og ég tel vera
góða kjarasamninga. Júnísamningana
1964 en þá var samið um vísitölu-
tryggingu launa og samningana 1965
en þá var samið um byggingu 1250
íbúða fyrir láglaunafólk í Breiðholti.
Farsæla lausn vinnudeilna á þessum
árum má rekja til hins nána persónu-
lega sambands sem var á milli þeirra
Bjarna Benediktssonar, Hannibals
Valdimarssonar, Björns Jónssonar og
Eðvarðs Sigurðssonar. Þeir höfðu
trúnað hvers annars. Höfðu ákveðnar
skoðanirá því hvernig leysa ætti deilu-
mál og voru reiðubúnir að standa eða
falla með þessum skoðunum sínum.
Verkalýðshreyfingin hafði þá
ákveðið frumkvæði og þor til að setja
fram nýjar hugmyndir og berjast fyrir
framgangi þeirra. Bæði við andstæð-
inga sína hinum megin við samninga-
borðið og ekki síður innan eigin hóps.
Ekki er hægt að gefa einhlítt svar við
því hvernig eigi að standa að samning-
um. Stundum getur verið eðlilegt að
hækka laun verulega. í annan tíma
getur verið nauðsynlegt að hugsa
dæmið upp á nýtt og reyna aðrar leið-
ir. Mestu skiptir að mínu áliti, að þeir
sem veljast til forystu í verkalýðshreyf-
ingu, í samtökum vinnuveitenda og í
ríkisstjóm séu tilbúnir að axla ábyrgð-
ina, sem er því samfara að þora að
leysa mál. Mér sýnist að það hafi gerst
í kjarasamningunum í vetur.
FRUMKVÆÐI VINNUVEITENDA
Þú nefnir frumkvœði og verkalýðs-
hreyfingu og þor forystumanna. Áttu
við að verkalýðshreyfingin hafi ekkert
frumkvœði eða forysta hreyfingarinnar
sé veik?
— Þeim sem fylgzt hafa með verka-
lýðsmálum og kjarasamningum um
nokkurn tíma dylst ekki, að verkalýðs-
hreyfingin hefur misst það frumkvæði,
sem hún hafði fyrir tveimur áratugum
og hún hefur ekki sömu áhrif og áður.
Það má að sumu leyti segja, að hámark
áhrifa verkalýðshreyfingarinnar hafi
verið á árinu 1978, þegar hún hóf
mikla sókn gegn þáverandi ríkisstjórn,
sem endaði með fylgishruni Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks. Um-
skiptin verða, þegar Þorsteinn Pálsson
kemur til Vinnuveitendasambandsins
árið 1979. Síðan hafa vinnuveitendur
haft frumkvæði í öllum kjarasamning-
um. Auðvitað voru áhrif verkalýðs-
hreyfingarinnar alltof mikil um skeið.
Auðvitað var það óeðlilegt að þessi
samtök hefðu afl til þess að setja ríkis-
stjórn og Alþingi upp við vegg eins og
þau gerðu veturinn og vorið 1978. Og
það var orðið bæði tímabært og nauð-
synlegt, að það skapaðist ákveðið jafn-
vægi milli verkalýðshreyfingar og
vinnuveitenda sem óneitanlega hefur
verið að þróast síðustu árin en það er
ekki heldur hollt að þetta misvægi
áhrifa verði á hinn veginn, að vinnu-
veitendur verði of áhrifamiklir og
verkalýðshreyfingin of áhrifalítil.
Ég hef spurt mig þeirrar spumingar í
sambandi við verkalýðshreyfinguna,
hvort það sé ekki skilyrði fyrir menn
sem standa í forystu hennar að þeir
hafi alizt upp í henni sjálfir og hafizt til
vegs í starfi innan hennar. Fyrri leið-
togar þessara samtaka komust með
þeim hætti til áhrifa og nutu mikils
trausts. Björn Jónsson var mjög kjark-
mikill foringi Alþýðusambands ís-
lands og var tilbúinn að leggja allt
undir ef því var að skipta. Mér er
minnisstætt samtal, sem ég átti við
hann veturinn 1978, tveimur dögum
áður en hann veiktist um þá baráttu
sem þá var að hefjast. Mér varð ljóst að
hann var tilbúinn til þess að fóma öllu
þ.á.m. stöðu sinni innan verkalýðs-
samtakanna og í stjómmálum, fyrir
það sem hann taldi rétt. Það er sjald-
gæft, að menn séu svo fijálsir af sjálf-
um sér. Bjöm Jónsson hafði kjark til
þess að höggva á hnútinn á réttu
augnabliki og það var skemmtilegt að
fylgjast með því hvemig hann vann að
framgangi þeirra mála sem hann taldi
nauðsynlegt að koma í gegn. Það var
lærdómsríkt fyrir mig að kynnast hon-
um og fá tækifæri til að eiga við hann
16 BSRB-blaðið