BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 73
Guðrún Árnadóttir.
NÝR FRAM-
KVÆMDASTJÓRI
Guðrún Ámadóttir tók til starfa sem
framkvæmdastjóri BSRB 1. febrúar s.l.
Var hún valin til starfans úr hópi fjög-
urra umsækjenda. Guðrún Árnadóttir
er meinatæknir að mennt. Hún hefur
starfað á Rannsóknastofu Háskóla ís-
lands. Hún var formaður Meina-
tæknafélags íslands um árabil, sat í
stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana
frá 1976 — 1980, og í stjóm BSRB frá
1982 — 1985. Guðrún var formaður
verkfallsstjórnar BSRB í verkfallinu
haustið!984.
FJÁRMÁLA-
RÁÐHERRA
SÝKNAÐUR — BSRB
ÁFRÝJAR TIL
HÆSTARETTAR
Deila ljármálaráðherra og BSRB um
fyrirframgreiðslu launa, sem upp kom
þegar Albert Guðmundsson, þáver-
andi fjármálaráðherra, neitaði að
greiða ríkisstarfsmönnum laun stuttu
fyrir verkfall BSRB, hefur nú verið af-
greidd með dómi í undirrétti. Fjár-
málaráðherra var f.h. ríkissjóðs sýkn-
aður af kröfum félagsmanns í BSRB,
sem fór í prófmál vegna þessa ágrein-
ings. Sigríður Ólafsdóttir, borgardóm-
ari, kvað upp dóminn þann 11. marz
s.l.
BSRB hefur ákveðið að áfrýja þess-
um dómi til Hæstaréttar og mun lög-
fræðingur BSRB, Gestur Jónsson,
flytja málið.
Albert Guðmundsson.
FYLGIST MEÐ
EFIMAHAGSMALUM
i --f - j
/1— — —
— —i —/!—' - / i— —!— i
■ \ —
1 j >
i T !— -
:: - i f — ! 1 !—
i ; *
! | í ' 7 j:j ■ i ■■ ■I-( í
I Hagtölum
mánaðarins
birtast
töflur um:
Peningamál
Greiðslujöfnuð
Utanríkisviðskipti
RíkisQármál
Framleiðslu
Fjárfestingu
Atvinnutekjur
og fleira
Auk yfirlitsgreina
um efnahagsmál
Seðlabanki íslands
Hagfræðideild
Austurstræti 14, Sími 20500
BSRB-blaðið 73