BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 43

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 43
LEIKRIT UM LEIKLIST Leikritið um Ríkharð III snýst að miklu leyti um leiklist, segir John Bur- gess, leikstjóri. Ríkharður nær völdum með leiklist sinni, mælsku og kænsku. Hann er þeim, sem nálægt honum koma óskiljanlegur, svo vel felur hann sinn raunverulega tilgang og sínar raunverulegu tilfinningar. Ríkharður leikur tiltekið hlutverk en ræður í raun ekki leiknum sjálfum, því leikurinn lýtur sínum eigin lögmálum. Þetta er harmleikur, og sá harmleikja Shake- speares, sem komst næst því að fylgja klassískum fyrirmyndum, að sögn Schillers. Örlög tveggja aukapersóna í leikn- um verða þau sömu, þó þessar persón- ur taki mismunandi afstöðu í leikrit- inu. Það eru þeir Hastingur og Bokk- inham. Báða lætur Ríkharður taka af lífi, og með báðum verða áhorfendur að hafa samúð. En því er ekki að neita, að hvorugur þeirra hefur hreinan skjöld. í öðru atriði þriðja þáttar kemur sendimaður jarlsins af Darrbæ og var- ar Hastings við fyrirætlunum Ríkharðs um að hafa tvöfalt þing. Síðan kemur Katbæingur og vill hlera hvort Hast- ingur styður hugmyndir um valdarán Ríkharðs. Þegar Katbæingur segir Hasting að taka eigi af lífi þá Rípajarl og Vögg, gleðst Hastingur: Það er frétt sem ég siður nenni að harma þeir voru jafnan mínir hat- ursmenn. En valdarán Ríkharðs aftekur hann að styðja og hefur þar með fyrirgert lífi sínu, sem allir sjá, nema hann. Þar koma síðan jarlinn af Darrbæ og Bokkinham og enn verða varnaðarorð Darrbæ til lítils, en fláttskapurinn skín af Bokkinham. Þegar rennt hefur verið í gegn um þetta atriði einu sinni, segir leikstjór- inn, hálf efins, að þetta hafi ekki verið svo slæmt. En síðan segir hann leikur- um að muna það, að þetta hafi verið minnsti hugsanlegur kraftur, sem leika ætti atriðið á, og þeir yrðu að slá í næst. Og aftur er rennt í gegn um atriðið, og þá hvetur leikstjórinn leikarana áfram með köllum framan úr salnum. I hvert sinn, sem hraðinn virðist ætla að detta niður byrstir hann sig. Og þegar Flosi hlær af takmarkalausri illgirni við fréttum af aftöku Rípajarls, hrópar leikstjórinn: „Þegar Flosi er brilljant, verðið þið hin að vera að minnsta kosti góð!“ Örlög Bokkinhams verða þau sömu og Hastings. Ríkharður lætur taka hann af lífi. En meðan Ríkharður berst til valda er Bokkinham honum ómiss- andi stuðnigsmaður, jafnoki hans í tvö- feldni, sviksemi og launráðum. Kald- ranaleg kímnigáfa hans er svipuð kímnigáfu Ríkharðs: gerið ekki’ auðsótt okkar hœnamál, sem ungfrú neitið þér og þiggið samt, Slíkar eru ráðleggingar Bokkinhams, þegar fulltrúar borgara í London koma á fund Ríkharðs og eiga að sárbiðja hann að fallast á að verða kóngur. Ríkharður dáist enda að Bokkin- ham, og lofar honum góðum verklaun- um. En svíkur hann að lokum, og lætur hálshöggva. Svo kemur að einu lykilatriði leiks- ins, ríkisráðsfundinum í þriðja þætti. Lánleysi Hastings er slíkt, að hann kveður upp dauðadóm yfir sjálfum sér. Gríma Ríkharðs blekkir hann full- komlega: Ekki mun neinn í kristnum dómi kunna síður að leyna ást og hatri en hann svipurinn kemur óðar upp um hjartað. Óg er jarlinn af Darrbæ spyr hvað BSRB-blaðið 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.