BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 42

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 42
eftir Ólaf Bjarna Guðnason A F Á ÆFINGUM A „ÞÁ SKAL ÉG KLÍFA Á KJÖL ...“ Ljósin í salnum lækka, tjaldið er dregið frá og inn á sviðið gengur grann- vaxinn maður, með herðakistil, skarp- leitur og garpslegur á svip, kvikur í öll- um hreyfingum. Hann ræðir ástandið við hirð Játvarðs Englandskonungs í nokkrum galsa, og hefur þar ýmislegt í flimtingum, en gætir þó sífellt meiri beiskju, eftir því sem á líður. Þar kem- ur, að hann segir: Og fyrst mér reynist ekki í ástum fœrt, að kœta þessa tungumjúku tíð, þá skal ég klífa á kjöl með hrotta- skap sem hatar glys og glaum vors aldar- háttar. Og eftir slíka yfirlýsingu ætti það ekki að vefjast fyrir nokkrum áhorfanda hvað í vændum er. Það eru reyndar engin sviðsljós og engin tjöld til að draga frá. Það er eng- in sviðsmynd og lítið af leikmunum. Þar að auki er ekkert svið. Það er verið að æfa leikritið Ríkharð III, eftir Shakespeare, og æfingarnar fara fram í Jóns Þorsteinssonar hús- inu. Engir búningar, ekkert, sem blekkir, hér gera leikarar enn stans á viðkvæmustu augnablikum, stökkva út úr karaktérnum, hvessa augun á hvísl- arann og spyrja hvað kemur næst. Nema þeir, sem enn eru með handritin í höndunum auðvitað. Við grípum þar niður, sem verið er að æfa fyrsta atriði annars þáttar. Þar gerir hinn deyjandi Játvarður kóngur lokatilraun til að sætta deilandi fylk- ingar meðal hirðmanna sinna. Hann er studdur inn á leiksviðið og til hásætis- ins, en síðan skipa hinar andstæðu fylkingar hirðmanna sér sitt til hvorrar handar honum. Kóngur kallar fyrir sig deiluaðila einn af öðrum, og biður þá sættast heil- um sáttum. Og þeir gera það, fyrir orð kóngs, en fara síðan til sinna banda- manna, sitt hvoru megin við hásætið. Og þá kemur Ríkharður hertogi af Glostri inn og ætlar að taka til máls, en leikstjórinn, John Burgess, grípur frammí fyrir honum, og lýsir óánægju sinni með það sem komið er. Eftir því, sem deiluaðilar eru kallað- ir fyrir hásætið og sættast þar, eiga þeir að fjarlægjast hásætið til beggja hliða. Þannig á kóngur að einangrast merkj- anlega, eftir því, sem líður á atriðið, meðan hópar andstæðinga fjarlægjast hásætið. Og svo verður að byrja upp á nýtt. Gunnar Eyjólfsson, sem leikur Ját- varð, sprettur á fætur og gengur ásamt öðrum leikendum aftast í salinn. Þar verður hann skyndilega ósköp heilsu- leysislegur, styður sig við Hasting lávarð, sem Flosi Olafsson leikur og þeir halda í átt að hásætinu. Þeir kom- ast ekki þangað í þeirri tilraun, því leikstjórinn vill sjá inngönguna aftur, og leiðréttir hana; vill að kóngurinn styðjist líka við Kjartan Bjargmunds- son, sem leikur Dorset. Síðan gengur atriðið snurðulítið fram að innkomu Ríkharðar. Þegar þar að kemur setur Helgi Skúlason upp viðeigandi svip og gengur rösklega inn og lýsir ánægju sinni með þær sætt- ir sem tekist hafa og lýsir sáttavilja sínum. Gangandi afsíðis, geislandi af meinfýsinni gleði, segir hann: ég veit ekki um þann Englending á lífi sem hugur minn ber hót af kala til, fremur en barns, er borið var í nótt. Eg þakka guði mína mildu lund. Þetta segir hann hafandi nýlega skipað fyrir um morð á bróður sínum hertog- anum af Klarens. Og Ríkharður mun verða valdur að dauða flestra þeirra, sem viðstaddir eru, þegar hann mælir þessi orð. Leikstjórinn er hugsi. 42 BSRB-blaöiö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.