BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 38

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 38
kanna fjárhagslega og tæknilega mögu- leika á starfrækslu útvarpsstöðvar, en láta athugun á rekstri vikublaðs, eða sjónvarps, sitja á hakanum. Nefndin skilaði skýrslu til stjórnar BSRB eftir nokkurra mánaða starf þar sem fram voru settar hugmyndir um stofnun út- varpsstöðvar. í skýrslunni var ekki lagt á það mat, hvort útvarpsstöð af þessu tagi gæti staðið undir sér fjárhagslega, enda gengið út frá því að slíkt fyrirtæki yrði að bera sig fjárhagslega. Um var að ræða framkvæmdaáætlun og tillögur um tækjakaup, kostnað og mannahald slíkrar stöðvar. Var gert ráð fyrir, að búnaður stöðvarinnar myndi kosta 15—20 milljónir skv. þeim hugmynd- um sem lagðar voru til grundvallar áætlununum. í hugmyndunum var gert ráð fyrir að stöðin starfaði sjálf- stætt og var sjálfstæðið gert að for- sendu fyrir því að stöðin ætti mögu- leika á að standa sig í fyrirsjáanlegri samkeppni. VIÐRÆÐUR ASÍ OG BSRB Um það varð þegjandi samkomulag í stjórn BSRB, að rekstur útvarps- stöðvar af þessu tagi væri samtökunum ofviða fjárhagslega. í framhaldi af störfum fjölmiðlanefndar var tekið upp formlegt samband við ASÍ í því skyni að kanna hvort ASI og etv. fleirri samtök sæu ástæðu til að kanna þessi mál nánar. Áður hafði fjölmiðlanefnd- in haft óformlegt samstarf við nefnd frá ASÍ um athugun á rekstri viku- blaðs. Mál þessi komu til tals á þingi ASÍ og var þar skipuð nefndv sem kanna átti fjölmiðlamálin f.h. ASÍ. Ekki varð annað séð en að á þessum tíma væri full alvara í umræðunum um útvarpsrekstur — jafnvel stofnun alhliða fjölmiðlafyrirtækis. Og eftir því sem umræðurnar þróuðust á vettvangi ASÍ og BSRB varð úr að bjóða SÍS aðild að viðræðunum. Var þetta gert í framhaldi af samþykkt nýrra útvarps- laga á Alþingi, en þau voru samþykkt skömmu fyrir þingslit vorið 1985. í kjölfar samþykktar nýju útvarps- laganna funduðu viðræðunefndir sam- takanna þriggja og stóðu þau funda- höld fram á haust. Virtist um tíma vera fullur vilji að kanna þessi mál af mikilli alvöru og komast að niður- stöðu, enda þótt viðræðunefndir ASÍ og BSRB efuðust um heilindi SÍS- manna vegna aðildar þeirra að fjöl- miðlafyrirtæki Morgunblaðsins og Reykjavíkurborgar. í framhaldi af við- ræðum aðilanna þriggja var haft sam- band við fleirri heildarsamtök launa- fólks og þeim kynnt þau viðhorf sem uppi voru um útvarpsrekstur. Allir þeir aðilar sem samband var haft við lýstu áhuga sínum á málefninu. Áður höfðu ASÍ og BSRB lagt í það nokkra vinnu að komast að samkomu- Iagi um samstarfsgrundvöll útvarps, eða forsendur fyrir rekstri — forsendur sem á sínum tíma voru kynntar við- ræðunefnd SÍS. Var í þessum drögum um forsendur gert ráð fyrir að komið yrði á fót útvarpsstöð sem í dagskrár- stefnu tæki mið af þeim grundvallar- hugsjónum sem verkalýðshreyfingin berst fyrir, m.a. að tryggja og auka lýð- ræðislega umræðu í samfélaginu. Að öðru leyti var gert ráð fyrir að stöðinni yrði tryggt mikið sjálfstæði. Mál þessi voru rædd í stjórnum beggja samtak- anna, ASÍ og BSRB, og leit út fyrir að þessar hugmyndir yrðu að raunveru- leika. Áhugi virtist vera í báðum sam- tökunum. SÍS dró sig hins vegar út úr viðræðunum með því að þiðja um frest, þegar ASÍ og BSRB gengu eftir því að fá um það skýr svör hvort Sam- bandið ætlaði að vera með eða ekki. Síðan hefur ekkert gerst á vettvangi þessara þriggja samtaka. Engar form- legar viðræður hafa farið fram um þessi mál og lausafregnir um slíkt rangar. FJÖLMIÐILL OG FORYSTA Fjölmiðlamál er sígilt umræðuefni innan verkalýðshreyfingar. Mönnum finnst þeir fjölmiðlar sem starfandi eru í landinu ekki gera málefnum launa- manna nægilega góð skil. Hreyfingin stendur hins vegar tvístígandi frammi fyrir því, hvort hún eigi að fara útí rekstur öflugs fjölmiðils, eða hvort réttlætanlegt sé að hún reki eða fjár- magni með einhverjum hætti rekstur fjölmiðils. Hluti skýringarinnar er vafalaust sá, að forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar eru ragir við að taka þá áhættu sem því kann að vera fylgjandi að koma á fót öflugum fjöl- miðli. í þessu felst, að menn óttast tap- rekstur. Galdurinn er hins vegar sá, að verkalýðshreyfingin má ekki og getur ekki farið útí rekstur fjölmiðils, sem ekki skilar hagnaði, eða stendur a.m.k. undir sér fjárhagslega. En til þess að svo megi verða, verður vitaskuld að standa þannig að málum, að miðillinn geti borgað sig. Og þegar allt kemur til alls snýst málið einmitt um þetta. Spurningin er hvort forystumenn verkalýðshreyfingarinnar eru tilbúnir til að standa þannig að rekstri fjölmið- ils, að hann geti borið sig. En hvað þarf til að slíkt megi takast? Útvarpsstöð, eins og aðrir fjölmiðl- ar, þarf að vera óháð í þeim sicilningi, að hún má ekki túlka skoðanir þeirra eingöngu sem sitja í stjórn fyrirtækis- ins, eða eiga það. Fjölmiðill verður að fylgja þeirri stefnu, að vera sjálfstæður gagnvart eigendum sínum og hafa fyrst og fremst skyldur við hlustendur eða lesendur. Ef verkalýðshreyfingin fer út í rekst- ur fjölmiðils yrðu það skv. venju ein- hverjir forystumanna samtakanna sem þar sætu í stjóm. Þessir aðilar bera fjárhagslega ábyrgð á fyrirtækinu gagn- vart þeim sem í hreyfingunni eru, og því e.t.v. eðlilegt að þeir fylgist með rekstri fyrirtækisins. Rekstur og dag- skrárstefna eru hins vegar tvennt ólíkt og enda þótt verkalýðshreyfingin stæði að rekstri fjölmiðils er ekki sjálfgefið að forystumenn hreyfingarinnar sitji í útvarpsráði, eða ritstjóm. Hér er kom- ið að kjarna málsins. Sjálfstæð út- varpsstöð — stöð sem rekin er á fagleg- an hátt — myndi vafalaust flytja frétt- ir, eða annað efni, sem væri forystu verkalýðshreyfingarinnar miður þókn- anlegt og e.t.v. flutt efni, sem ylli deil- um í röðum raunverulegra eigenda miðilsins — fólksins í hreyfingunni. Og það er e.t.v. þetta, sem forystu- menn hreyfingarinnar óttast. Þeir ótt- ast e.t.v. að miðillinn taki afstöðu, t.d. í samningum, á svig við afstöðu foryst- unnar og þá er eðlilegt að þessir sömu forystumenn spyrji sig: Til hvers er þessi miðill, ef ekki til að koma á framfæri því sem við teljum rétt? Til hvers er þessi miðill, ef ekki til að 38 BSRB-blaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.