BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 59

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 59
 FYRIR DOMSTOLUM Þórarinssonar er í þessu sambandi vitnað í „mikils metinn lögfræðing" sem „hafi látið í ljós rökstuddar efa- semdir" um að stöðvamar væru ólöglegar. Þessi mikils metni lögfræð- ingur var Sigurður Líndal, prófessor í lögum við Háskóla fslands. Sigurði hafði hugkvæmst það snjallræði að nýta svokallaða neyðarréttarkenningu fijálshyggjumönnum til framdráttar. Þessi kenning gengur út á það að skap- ist neyð, geti verið réttlætanlegt að bijóta lög. Til að þessi kenning stæðist þurfti að sjálfsögðu að telja fólki trú um að neyðarástand hefði skapast. Síðan myndu þeir Jónas Kristjánsson, Ellert Schram og Hannes Hólmsteinn sjá um að bijóta lögin. Að sjálfsögðu myndi margraddaður kór fijálshyggjumanna kyija undir þeim söng að verkföll væru slæm og einokun í útvarpsrekstri af hinu illa. Sá hængur var á þessari ráðagerð að hún var eins gagnsæ og frekast má vera. í fyrsta lagi var neyðin ekki meiri en svo að sjálf kjaradeilunefnd kom ekki auga á hana og voru þar þó inn- anborðs sprenglærðir lögfræðingar sem höfðu það lögskipaða hlutverk að sjá til þess fyrir hönd ríkisins að fyllsta öryggis yrði gætt í hvívetna. í öðru lagi var líklegt að almenningur ætti erfitt með að kyngja því að ritstjórar DV og Hannes Hólmsteinn Gissurarson væru orðnir sérstakir handhafar neyðarrétt- ar í íjölmiðlun á viðsjárverðum tím- um. TÓM LAUNAUMSLÖG - MÓTMÆLIÞÚSUNDA En nú höfðu gerst óvæntir atburðir sem opnuðu nýjar leiðir fyrir áróðurs- meistara fijálshyggjunnar. Rétt fyrir verkfall opinberra starfsmanna, hinn 1. október, ákvað Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra að greiða opin- berum starfsmönnum ekki laun á lög- boðinn hátt. Töldu sumir lögfræðingar Albert reyndar hafa heimild til þessa, en aðrir ekki, svo sem Benedikt Sigur- jónsson, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, og flestir sanngjamir menn töldu að þar sem lagalegur ágreiningur væri uppi hefði verið rangt af Albert að bregða út af hefðinni og grípa til ein- hliða aðgerða gegn opinberum starfs- mönnum. Ríkisstarfsmenn sáu að sjálfsögðu hvað hékk á spýtunni hjá fjármálaráðherra. Hann vildi sýna þeim vald sitt og freista þess að draga úr þeim kjarkinn með því að afhenda þeim tómt launaumslag í upphafi verkfalls. Þegar ákvörðun ráðherra lá ljós fyrir mótmæltu þúsundir ríkisstarfsmanna. Sumir fóru sér hægt við vinnu, aðrir boðuðu til vinnustaðafunda og lögðu niður störf. Af þessum sökum var ekki kennt í flestum skólum landsins, leik- sýningar féllu niður, svo dæmi séu tek- in, og í útvarpi og sjónvarpi var ákveð- ið á fjölmennum fundum starfsmanna að leggja niður vinnu í mótmælaskyni. í þessu sambandi hefur stundum verið haft á orði að útvarpinu hafi verið lok- að. Þetta er rangt. Öryggisþjónustu var haldið uppi, auk þess sem starfsmenn voru í við- bragðsstöðu að hefja vinnu ef svo færi að fjármálaráðherra sæi að sér. Þetta er mikilvægt atriði sem menn skyldu jafnan hafa hugfast þegar þessi mál eru BSRB-blaðið 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.